Bann við olíuvinnslu miðist við ísrönd en ekki heimskautsbaug Kristján Már Unnarsson skrifar 17. mars 2017 22:45 Evrópuþingið í Strassborg hafnaði í gær að styðja bann gegn allri olíuvinnslu norðan heimskautsbaugs, en slík samþykkt hefði getað snert áform Íslendinga á Drekasvæðinu. Þess í stað var ályktað gegn olíuvinnslu á þeim svæðum evrópska efnahagssvæðisins sem þakin eru hafís. Umhverfissamtök eins og Greenpeace hafa þrýst á Evrópusambandið að styðja bann gegn olíuvinnslu á norðurslóðum en þau hafa á undanförnum árum beitt sér gegn vaxandi umsvifum Norðmanna og Rússa í Barentshafi, meðal annars með því að klifra um borð í olíuborpalla. Mótmæli þeirra hafa einnig tengst olíuleit Íslendinga eins og þegar hópur Grænfriðunga í ísbjarnarbúningum stormaði inn á olíuráðstefnu í Osló árið 2013 í þann mund sem Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri var að hefja ræðu um Drekasvæðið. Greenpeace-félagar í ísbjarnarbúningum tóku orðið af Guðna A. Jóhannessyni orkumálastjóra á olíuráðstefnu í Osló árið 2013. En nú anda norskir ráðamenn léttar eftir að tillögu um olíuvinnslubann norðan heimskautsbaugs var hafnað á þingi Evrópusambandsins í gær. Samþykkt tillögunnar hefði einnig getað sett íslensk stjórnvöld í bobba gagnvart Evrópusambandinu því íslenska Drekasvæðið liggur allt norðan heimskautsbaugs, rétt eins og olíu- og gasvinnslusvæði Norðmanna í Barentshafi. Þótt Norðmenn séu ekki aðilar að Evrópusambandinu beittu norsk stjórnvöld sér ákaft gegn samþykkt tillögunnar með þeim rökum að olíusvæðin í Barentshafi séu íslaus allt árið og fjarri ísjaðrinum. Samkvæmt upplýsingum íslenska utanríkisráðuneytisins í dag beittu íslensk stjórnvöld sér ekki í málinu. Niðurstaða Evrópuþingsins varð sú að samþykkja ályktun, sem ekki er skuldbindandi, þar sem lagst er gegn olíuvinnslu á hafíssvæðum evrópska efnahagssvæðisins. Evrópumálaráðherra Noregs fagnar niðurstöðunni í þarlendum fjölmiðlum en talsmenn umhverfissamtaka segja að það sé nú opið fyrir túlkun hvar ísjaðarinn liggi. Og hvað varðar íslenska Drekasvæðið, þá segir í tíu ára gamalli matsskýrslu að hafís hafi lítið borist inn á svæðið á síðustu áratugum, hafísárin 1965 til 1971 séu þó undantekning. Suðausturhorn svæðisins hafi þó verið íslaust á þessum tíma, að því best sé vitað. Olíuleit á Drekasvæði Norðurslóðir Bensín og olía Evrópusambandið Tengdar fréttir Stefna norska ríkinu til að stöðva olíuleit Greenpeace hefur höfðað mál gegn norska ríkinu og telur að nýjustu útboð í Barentshafi brjóti gegn Parísarsáttmálanum og norsku stjórnarskránni. 19. október 2016 20:45 Norðmenn stefna enn norðar með olíuboranir Þátttaka áhrifamestu ríkja um olíuvinnslu á Norðurslóðum í ráðstefnu í Noregi í vikunni er skýr vísbending um að alþjóðasamfélagið vilji nýta auðlindir norðursins, en með öruggum hætti. Þetta er túlkun helsta sérfræðings Norðmanna um olíuiðnaðinn, Hans Henrik Ramm, í grein sem hann nefnir "Skýr sýn til norðurs". Norski olíumálaráðherrann Ola Borten Moe bauð til ráðstefnunnar í Þrándheimi. 29. júní 2012 19:30 Svona þögguðu ísbirnirnir niður í Guðna orkumálastjóra Greenpeace-samtökin í Noregi tóku myndband af mótmælaaðgerð sinni þegar meðlimir samtakanna, klæddir ísbjarnarbúningi, stormuðu inn á olíuráðstefnu í Osló í gær. 13. nóvember 2013 11:22 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Evrópuþingið í Strassborg hafnaði í gær að styðja bann gegn allri olíuvinnslu norðan heimskautsbaugs, en slík samþykkt hefði getað snert áform Íslendinga á Drekasvæðinu. Þess í stað var ályktað gegn olíuvinnslu á þeim svæðum evrópska efnahagssvæðisins sem þakin eru hafís. Umhverfissamtök eins og Greenpeace hafa þrýst á Evrópusambandið að styðja bann gegn olíuvinnslu á norðurslóðum en þau hafa á undanförnum árum beitt sér gegn vaxandi umsvifum Norðmanna og Rússa í Barentshafi, meðal annars með því að klifra um borð í olíuborpalla. Mótmæli þeirra hafa einnig tengst olíuleit Íslendinga eins og þegar hópur Grænfriðunga í ísbjarnarbúningum stormaði inn á olíuráðstefnu í Osló árið 2013 í þann mund sem Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri var að hefja ræðu um Drekasvæðið. Greenpeace-félagar í ísbjarnarbúningum tóku orðið af Guðna A. Jóhannessyni orkumálastjóra á olíuráðstefnu í Osló árið 2013. En nú anda norskir ráðamenn léttar eftir að tillögu um olíuvinnslubann norðan heimskautsbaugs var hafnað á þingi Evrópusambandsins í gær. Samþykkt tillögunnar hefði einnig getað sett íslensk stjórnvöld í bobba gagnvart Evrópusambandinu því íslenska Drekasvæðið liggur allt norðan heimskautsbaugs, rétt eins og olíu- og gasvinnslusvæði Norðmanna í Barentshafi. Þótt Norðmenn séu ekki aðilar að Evrópusambandinu beittu norsk stjórnvöld sér ákaft gegn samþykkt tillögunnar með þeim rökum að olíusvæðin í Barentshafi séu íslaus allt árið og fjarri ísjaðrinum. Samkvæmt upplýsingum íslenska utanríkisráðuneytisins í dag beittu íslensk stjórnvöld sér ekki í málinu. Niðurstaða Evrópuþingsins varð sú að samþykkja ályktun, sem ekki er skuldbindandi, þar sem lagst er gegn olíuvinnslu á hafíssvæðum evrópska efnahagssvæðisins. Evrópumálaráðherra Noregs fagnar niðurstöðunni í þarlendum fjölmiðlum en talsmenn umhverfissamtaka segja að það sé nú opið fyrir túlkun hvar ísjaðarinn liggi. Og hvað varðar íslenska Drekasvæðið, þá segir í tíu ára gamalli matsskýrslu að hafís hafi lítið borist inn á svæðið á síðustu áratugum, hafísárin 1965 til 1971 séu þó undantekning. Suðausturhorn svæðisins hafi þó verið íslaust á þessum tíma, að því best sé vitað.
Olíuleit á Drekasvæði Norðurslóðir Bensín og olía Evrópusambandið Tengdar fréttir Stefna norska ríkinu til að stöðva olíuleit Greenpeace hefur höfðað mál gegn norska ríkinu og telur að nýjustu útboð í Barentshafi brjóti gegn Parísarsáttmálanum og norsku stjórnarskránni. 19. október 2016 20:45 Norðmenn stefna enn norðar með olíuboranir Þátttaka áhrifamestu ríkja um olíuvinnslu á Norðurslóðum í ráðstefnu í Noregi í vikunni er skýr vísbending um að alþjóðasamfélagið vilji nýta auðlindir norðursins, en með öruggum hætti. Þetta er túlkun helsta sérfræðings Norðmanna um olíuiðnaðinn, Hans Henrik Ramm, í grein sem hann nefnir "Skýr sýn til norðurs". Norski olíumálaráðherrann Ola Borten Moe bauð til ráðstefnunnar í Þrándheimi. 29. júní 2012 19:30 Svona þögguðu ísbirnirnir niður í Guðna orkumálastjóra Greenpeace-samtökin í Noregi tóku myndband af mótmælaaðgerð sinni þegar meðlimir samtakanna, klæddir ísbjarnarbúningi, stormuðu inn á olíuráðstefnu í Osló í gær. 13. nóvember 2013 11:22 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Stefna norska ríkinu til að stöðva olíuleit Greenpeace hefur höfðað mál gegn norska ríkinu og telur að nýjustu útboð í Barentshafi brjóti gegn Parísarsáttmálanum og norsku stjórnarskránni. 19. október 2016 20:45
Norðmenn stefna enn norðar með olíuboranir Þátttaka áhrifamestu ríkja um olíuvinnslu á Norðurslóðum í ráðstefnu í Noregi í vikunni er skýr vísbending um að alþjóðasamfélagið vilji nýta auðlindir norðursins, en með öruggum hætti. Þetta er túlkun helsta sérfræðings Norðmanna um olíuiðnaðinn, Hans Henrik Ramm, í grein sem hann nefnir "Skýr sýn til norðurs". Norski olíumálaráðherrann Ola Borten Moe bauð til ráðstefnunnar í Þrándheimi. 29. júní 2012 19:30
Svona þögguðu ísbirnirnir niður í Guðna orkumálastjóra Greenpeace-samtökin í Noregi tóku myndband af mótmælaaðgerð sinni þegar meðlimir samtakanna, klæddir ísbjarnarbúningi, stormuðu inn á olíuráðstefnu í Osló í gær. 13. nóvember 2013 11:22