Ásmundur: Lítilmannleg umræða í boði Pírata sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 1. mars 2017 15:54 Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði ummæli Píratans fyrir neðan allar hellur. Vísir/Vilhelm „Það er fyrir neðan allar hellur að á þessum ræðustól skuli aðrar eins ávirðingar bornar á menn að ég get ekki þagað yfir því. Mér finnst þetta svo lítilmannlegt. Þetta er lítilmótleg umræða – og hún er í boði Pírata,“ sagði Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, á Alþingi í dag. Ásmundur vísaði til orða Björns Leví Gunnarssonar, þingmanns Pírata, sem sakaði Bjarna Benediktsson forsætisráðherra um lygar í ræðustól Alþingis. Björn Leví sagði ráðherrann hafa logið því í ræðustól í október í fyrra að skýrsla um eignir Íslendinga á aflandssvæðum væri í vinnslu – þegar skýrslan hafi í raun og veru verið tilbúin. Umrædd skýrsla hefur verið afar umdeild og hefur stjórnarandstaðan ítrekað sakað Bjarna um að hafa setið á skýrslunni fram yfir kosningar. „Í þessu tilviki er hins vegar ráðherra tiltölulega vanhæfur vegna tengsla sinna við aflandsfélög og öll þessi tímalína og öll þessi ummæli benda einfaldlega til þess að ráðherra hafi logið af yfirlögðu ráði,“ sagði Björn Leví. Ásmundur furðaði sig á því að forseti þingsins hafi ekki gert athugasemdir við orðbragð þingmannsins. Slík umræðuhefð sé ekki við hæfi á Alþingi. „Píratar ætluðu að koma á þing til þess að breyta umræðuhefðinni. Þeir ætluðu að laga starfið í þinginu. Þeir voru á móti því hvernig þingmenn hefðu talað hérna. Við sem fórum í þingmannaskólann árið 2013, okkur var sagt að laga umræðuhefðina. Við höfum staðið við það – nema þið Píratarnir sem berið svona á fólk,“ sagði Ásmundur. Bjarni Benediktsson hefur vísað ásökunum stjórnarandstöðunnar um að hafa setið á skýrslunni fram yfir kosningar alfarið á bug. Um er að ræða skýrslu sem unnin var af starfshópi á vegum fjármálaráðuneytisins, en hópurinn skilaði skýrslunni af sér í október síðastliðnum. Skýrslan var svo birt í síðasta mánuði, um þremur mánuðum eftir að starfshópurinn skilaði henni af sér. Mest lesið „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Sjá meira
„Það er fyrir neðan allar hellur að á þessum ræðustól skuli aðrar eins ávirðingar bornar á menn að ég get ekki þagað yfir því. Mér finnst þetta svo lítilmannlegt. Þetta er lítilmótleg umræða – og hún er í boði Pírata,“ sagði Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, á Alþingi í dag. Ásmundur vísaði til orða Björns Leví Gunnarssonar, þingmanns Pírata, sem sakaði Bjarna Benediktsson forsætisráðherra um lygar í ræðustól Alþingis. Björn Leví sagði ráðherrann hafa logið því í ræðustól í október í fyrra að skýrsla um eignir Íslendinga á aflandssvæðum væri í vinnslu – þegar skýrslan hafi í raun og veru verið tilbúin. Umrædd skýrsla hefur verið afar umdeild og hefur stjórnarandstaðan ítrekað sakað Bjarna um að hafa setið á skýrslunni fram yfir kosningar. „Í þessu tilviki er hins vegar ráðherra tiltölulega vanhæfur vegna tengsla sinna við aflandsfélög og öll þessi tímalína og öll þessi ummæli benda einfaldlega til þess að ráðherra hafi logið af yfirlögðu ráði,“ sagði Björn Leví. Ásmundur furðaði sig á því að forseti þingsins hafi ekki gert athugasemdir við orðbragð þingmannsins. Slík umræðuhefð sé ekki við hæfi á Alþingi. „Píratar ætluðu að koma á þing til þess að breyta umræðuhefðinni. Þeir ætluðu að laga starfið í þinginu. Þeir voru á móti því hvernig þingmenn hefðu talað hérna. Við sem fórum í þingmannaskólann árið 2013, okkur var sagt að laga umræðuhefðina. Við höfum staðið við það – nema þið Píratarnir sem berið svona á fólk,“ sagði Ásmundur. Bjarni Benediktsson hefur vísað ásökunum stjórnarandstöðunnar um að hafa setið á skýrslunni fram yfir kosningar alfarið á bug. Um er að ræða skýrslu sem unnin var af starfshópi á vegum fjármálaráðuneytisins, en hópurinn skilaði skýrslunni af sér í október síðastliðnum. Skýrslan var svo birt í síðasta mánuði, um þremur mánuðum eftir að starfshópurinn skilaði henni af sér.
Mest lesið „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Sjá meira