Hér búa augljóslega fagurkerar Guðný Hrönn skrifar 2. mars 2017 11:00 Allir fagurkerar ættu að fylgjast með Bryndísi á Instagram en notendanafnið hennar er bryndismaria3. Vísir/Stefán Bryndís María Björnsdóttir býr ásamt kærasta sínum, Hermanni Frey, og sonum þeirra tveimur í vel skipulagðri íbúð í Hafnarfirði. Fjölskyldan hefur komið sér vel fyrir og það er augljóst að þarna búa fagurkerar.„Ég væri að ljúga ef ég segði annað en að Tempur-hjónarúmið okkar væri í uppáhaldi,“ segir Bryndís spurð út í uppáhaldshúsgagn heimilisins.Vísir/Stefán„Heimilið er bjart, stílhreint og greinileg skandinavísk áhrif eru víðs vegar,“ segir Bryndís María spurð út í stílinn sem einkennir heimilið. „Ég heillast mjög mikið af skandinavískri hönnun og þá helst danskri. Íslenskir hönnuðir hafa svo sótt í sig veðrið undanfarið og ég á mikið af fallegri íslenskri hönnun. Það fylgir því ákveðið stolt, að þetta litla land geti átt eins marga flotta hönnuði og raun ber vitni.“Skandinavísku áhrifin eru áberandi.Vísir/StefánBryndís fær innblástur úr öllum áttum þegar kemur að því að innrétta. „Innblásturinn kemur nú víða að. Ég á mjög smekklegar vinkonur sem veita mér innblástur á margan hátt. Ég fæ líka margar hugmyndir á Instagram og hef gaman af að setja þar inn myndir af heimilinu okkar í bland við annað. Ég hef ekki enn gerst svo fræg að nota Pinterest en er farin að sjá það betur og betur að ég neyðist væntanlega til að fá mér aðgang,“ útskýrir Bryndís sem hefur forðast Pinterest hingað til því hún er nokkuð viss um að hún myndi festast þar inni.Hér sést glitta í sófaborðið sem Bryndís og Hermann gerðu saman úr trépallettum og glerplötu. Borðið er á hjólum svo auðvelt er að færa það til.Vísir/StefánHúsgögnin sem prýða heimili Bryndísar og Hermanns eru flest úr Ikea. „Ikea er verslun sem ég fæ ekki nóg af að heimsækja og ég er heppin að því leyti að það er ótrúlega stutt fyrir mig að fara þangað. Dýrari hlutirnir eru svo frá verslunum á borð við Pennann, Epal og Líf & list. Ég hef þó mest gaman af því að fara í svona perlubúðir eins og Söstrene Grene og Tiger þar sem maður getur fundið flotta og stílhreina hluti á ótrúlega góðu verði. Draumurinn væri samt að hafa einn góðan danskan „loppumarkað“ í næsta nágrenni.“.Borðstofan er björt og stílhrein.Vísir/Stefán.Bryndís og Hermann tóku forstofuna nýverið í gegn og eru himinlifandi með útkomuna.Vísir/Stefán.Bryndís bjó til þessa mottu sjálf úr dúskum sem hún þæfði og saumaði svo saman.Vísir/Stefán.Bryndís er ansi handlagin en hún bjó til þennan bakka úr gömlum myndaramma og marmarafilmu.Vísir/Stefán. Hús og heimili Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Fleiri fréttir Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Sjá meira
Bryndís María Björnsdóttir býr ásamt kærasta sínum, Hermanni Frey, og sonum þeirra tveimur í vel skipulagðri íbúð í Hafnarfirði. Fjölskyldan hefur komið sér vel fyrir og það er augljóst að þarna búa fagurkerar.„Ég væri að ljúga ef ég segði annað en að Tempur-hjónarúmið okkar væri í uppáhaldi,“ segir Bryndís spurð út í uppáhaldshúsgagn heimilisins.Vísir/Stefán„Heimilið er bjart, stílhreint og greinileg skandinavísk áhrif eru víðs vegar,“ segir Bryndís María spurð út í stílinn sem einkennir heimilið. „Ég heillast mjög mikið af skandinavískri hönnun og þá helst danskri. Íslenskir hönnuðir hafa svo sótt í sig veðrið undanfarið og ég á mikið af fallegri íslenskri hönnun. Það fylgir því ákveðið stolt, að þetta litla land geti átt eins marga flotta hönnuði og raun ber vitni.“Skandinavísku áhrifin eru áberandi.Vísir/StefánBryndís fær innblástur úr öllum áttum þegar kemur að því að innrétta. „Innblásturinn kemur nú víða að. Ég á mjög smekklegar vinkonur sem veita mér innblástur á margan hátt. Ég fæ líka margar hugmyndir á Instagram og hef gaman af að setja þar inn myndir af heimilinu okkar í bland við annað. Ég hef ekki enn gerst svo fræg að nota Pinterest en er farin að sjá það betur og betur að ég neyðist væntanlega til að fá mér aðgang,“ útskýrir Bryndís sem hefur forðast Pinterest hingað til því hún er nokkuð viss um að hún myndi festast þar inni.Hér sést glitta í sófaborðið sem Bryndís og Hermann gerðu saman úr trépallettum og glerplötu. Borðið er á hjólum svo auðvelt er að færa það til.Vísir/StefánHúsgögnin sem prýða heimili Bryndísar og Hermanns eru flest úr Ikea. „Ikea er verslun sem ég fæ ekki nóg af að heimsækja og ég er heppin að því leyti að það er ótrúlega stutt fyrir mig að fara þangað. Dýrari hlutirnir eru svo frá verslunum á borð við Pennann, Epal og Líf & list. Ég hef þó mest gaman af því að fara í svona perlubúðir eins og Söstrene Grene og Tiger þar sem maður getur fundið flotta og stílhreina hluti á ótrúlega góðu verði. Draumurinn væri samt að hafa einn góðan danskan „loppumarkað“ í næsta nágrenni.“.Borðstofan er björt og stílhrein.Vísir/Stefán.Bryndís og Hermann tóku forstofuna nýverið í gegn og eru himinlifandi með útkomuna.Vísir/Stefán.Bryndís bjó til þessa mottu sjálf úr dúskum sem hún þæfði og saumaði svo saman.Vísir/Stefán.Bryndís er ansi handlagin en hún bjó til þennan bakka úr gömlum myndaramma og marmarafilmu.Vísir/Stefán.
Hús og heimili Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Fleiri fréttir Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Sjá meira