Fjármálaráðuneytið: Þróun launakjara þingmanna „mjög áþekk launaþróun annarra hópa“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. mars 2017 11:49 Kjararáð hækkaði laun þingmanna í október í fyrra en fyrir stuttu lækkaði forsætisnefnd starfstengdar greiðslur þingmanna. vísir/Anton Brink Þróun launakjara þingmanna eftir að kjararáð hækkaði laun þeirra í október í fyrra og eftir að forsætisnefnd ákvað að lækka starfstengdar greiðslur til þeirra er „mjög áþekk launaþróun annarra hópa á vinnumarkaði.“ Þetta segir í frétt á vef fjármála-og efnahagsráðuneytisins en Hagstofa Íslands tók saman upplýsingar um þróun launakjara þingmanna frá árinu 2006 að beiðni ráðuneytisins. „Í samantekt Hagstofunnar er ekki að finna upplýsingar um áhrif ákvörðunar forsætisnefndar Alþingis um að lækka tilteknar greiðslur til þingmanna, enda koma þær til framkvæmdar vegna launa í febrúar. Hefur ráðuneytið bætt þeim upplýsingum við þær upplýsingar sem Hagstofan hefur tekið saman, þannig að fá megi heildaryfirlit yfir þróun launakjara þingmanna. Helsta niðurstaðan er að launaþróun þingmanna eftir lækkun forsætisnefndar á starfstengdum kostnaði er svipuð og hjá öðrum hópum á vinnumarkaði, borið saman við árið 2006,“ segir á vef ráðuneytisins. Á myndinni hér að ofan sést samanburður á heildarlaunum þingmanna við þróun launavísitölu annarra hópa á vinnumarkaði. „Eins og fram kemur á grafinu er þróun heildarlaunakjara þingmanna eftir lækkun forsætisnefndar við lok tímabilsins mjög áþekk launaþróun annarra hópa á vinnumarkaði. Á mynd 2 er sama launaþróunin sýnd með einfaldari hætti og launaþróunin með lækkun forsætisnefndar sýnd eins og ef hún hefði tekið gildi í nóvember 2016. Launaþróun alþingismanna frá nóvember 2006 og til loka tímabilsins er nær alveg sú sama og þróun launavísitölu,“ segir í frétt ráðuneytisins. Þá segir þar jafnframt: „Við mat á launaþróun verður að hafa í huga að heildarlaun ýmissa hópa geta hafa þróast með öðrum hætti en launavísitala. Þetta gildir t.d. um hópa sem unnu minni yfirvinnu eftir hrun en þeir höfðu áður unnið. Í þessu sambandi má benda á að launaþróun alþingismanna frá árinu 2006 og fram að síðustu ákvörðun kjararáðs var mun lakari en launaþróun annarra hópa á vinnumarkaði. Heildarlaun þingmanns sem setið hefur á þingi allt tímabilið eru því mun lægri en ef þau hefðu fylgt þróun launavísitölu.“Uppfært klukkan 14:12Texti lítillega lagaður eftir breytingu á fréttatilkynningu fjármálaráðuneytisins þar sem orðinu heildarlaun var skipt út fyrir orðið launaþróun. Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira
Þróun launakjara þingmanna eftir að kjararáð hækkaði laun þeirra í október í fyrra og eftir að forsætisnefnd ákvað að lækka starfstengdar greiðslur til þeirra er „mjög áþekk launaþróun annarra hópa á vinnumarkaði.“ Þetta segir í frétt á vef fjármála-og efnahagsráðuneytisins en Hagstofa Íslands tók saman upplýsingar um þróun launakjara þingmanna frá árinu 2006 að beiðni ráðuneytisins. „Í samantekt Hagstofunnar er ekki að finna upplýsingar um áhrif ákvörðunar forsætisnefndar Alþingis um að lækka tilteknar greiðslur til þingmanna, enda koma þær til framkvæmdar vegna launa í febrúar. Hefur ráðuneytið bætt þeim upplýsingum við þær upplýsingar sem Hagstofan hefur tekið saman, þannig að fá megi heildaryfirlit yfir þróun launakjara þingmanna. Helsta niðurstaðan er að launaþróun þingmanna eftir lækkun forsætisnefndar á starfstengdum kostnaði er svipuð og hjá öðrum hópum á vinnumarkaði, borið saman við árið 2006,“ segir á vef ráðuneytisins. Á myndinni hér að ofan sést samanburður á heildarlaunum þingmanna við þróun launavísitölu annarra hópa á vinnumarkaði. „Eins og fram kemur á grafinu er þróun heildarlaunakjara þingmanna eftir lækkun forsætisnefndar við lok tímabilsins mjög áþekk launaþróun annarra hópa á vinnumarkaði. Á mynd 2 er sama launaþróunin sýnd með einfaldari hætti og launaþróunin með lækkun forsætisnefndar sýnd eins og ef hún hefði tekið gildi í nóvember 2016. Launaþróun alþingismanna frá nóvember 2006 og til loka tímabilsins er nær alveg sú sama og þróun launavísitölu,“ segir í frétt ráðuneytisins. Þá segir þar jafnframt: „Við mat á launaþróun verður að hafa í huga að heildarlaun ýmissa hópa geta hafa þróast með öðrum hætti en launavísitala. Þetta gildir t.d. um hópa sem unnu minni yfirvinnu eftir hrun en þeir höfðu áður unnið. Í þessu sambandi má benda á að launaþróun alþingismanna frá árinu 2006 og fram að síðustu ákvörðun kjararáðs var mun lakari en launaþróun annarra hópa á vinnumarkaði. Heildarlaun þingmanns sem setið hefur á þingi allt tímabilið eru því mun lægri en ef þau hefðu fylgt þróun launavísitölu.“Uppfært klukkan 14:12Texti lítillega lagaður eftir breytingu á fréttatilkynningu fjármálaráðuneytisins þar sem orðinu heildarlaun var skipt út fyrir orðið launaþróun.
Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira