Heimsþekktum kokki bannað að bera fram engisprettur á Food & Fun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. mars 2017 14:00 Julian Medina flutti engispretturnar með sér hingað til lands frá Mexíkó en mátti svo ekki bera þær fram á Apótekinu. vísir Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkurborgar bannaði veitingastaðnum Apótekinu að bera fram engisprettur á matarhátíðinni Food & Fun sem fram fór á ýmsum veitingastöðum borgarinnar um helgina. Ástæðan er sú að innflutningur á skordýrum til manneldis er bannaður hér á landi. Kokkurinn sem sá um matinn á Apótekinu á Food & Fun kom með engispretturnar með sér frá Mexíkó. Kokkurinn er einmitt sjálfur frá Mexíkó, heitir Julian Medina og er bandarískur ríkisborgari í dag. Medina er heimsþekktur kokkur og á og rekur fjölda veitingastaða í New York. Þorbjörn Þórðarson, fréttamaður Stöðvar 2, ræddi við Medina í beinni útsendingu á fimmtudagskvöld og smakkaði einmitt engisprettur í beinni en viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan.Óskar Ísfeld Sigurðsson, deildarstjóri matvælaeftirlits heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar, segir í samtali við Vísi að heilbrigðiseftirlitið hafi á föstudeginum fengið tilmæli frá Matvælastofnun vegna málsins þar sem stofnunin hafði fengið upplýsingar um að verið væri að nota engisprettur til manneldis á veitingastaðnum. Matvælstofnun fór þess á leit við heilbrigðiseftirlitið, þar sem það hefur eftirlit með veitingastöðum í Reykjavík, að það myndi grípa til aðgerða og var notkun á engisprettunum í kjölfarið bönnuð. Óskar segir ástæðuna þá að innflutningur á skordýrum til manneldis, þar með talið engisprettum, sé bannaður hér á landi. Vísar hann í reglugerð um nýfæði frá árinu 2015 sem tekur til allra landanna á Evrópska efnahagssvæðinu. Heilbrigðiseftirlitið fór ekki á veitingastaðnum heldur beindi þeim tilmælum til veitingastaðarins eftir öðrum leiðum að þeim væri ekki heimilt að bera fram engisprettur. Óskar segir að forsvarsmenn staðarins hafi brugðist vel við tilmælunum og að eftirlitið treysti því að staðurinn hafi farið eftir þeim. Food and Fun Matur Tengdar fréttir Fólk er sólgið í orkustykki úr skordýrum Tímaritið Wired fjallar um íslenskt orkustykki úr krybbum. 3. maí 2015 13:00 Deila um lögmæti skordýraáts í Evrópu Framleiðendur orkustykkisins Jungle Bar segja vinnubrögð MAST óskiljanleg. 8. febrúar 2016 23:30 Fá ekki leyfi til að selja orkustykki úr krybbum Íslenskir frumkvöðlar þurfa að leita til Bandaríkjanna með Jungle Bar-stykkið, sem meðal annars er unnið úr skordýrum. 4. febrúar 2016 09:56 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkurborgar bannaði veitingastaðnum Apótekinu að bera fram engisprettur á matarhátíðinni Food & Fun sem fram fór á ýmsum veitingastöðum borgarinnar um helgina. Ástæðan er sú að innflutningur á skordýrum til manneldis er bannaður hér á landi. Kokkurinn sem sá um matinn á Apótekinu á Food & Fun kom með engispretturnar með sér frá Mexíkó. Kokkurinn er einmitt sjálfur frá Mexíkó, heitir Julian Medina og er bandarískur ríkisborgari í dag. Medina er heimsþekktur kokkur og á og rekur fjölda veitingastaða í New York. Þorbjörn Þórðarson, fréttamaður Stöðvar 2, ræddi við Medina í beinni útsendingu á fimmtudagskvöld og smakkaði einmitt engisprettur í beinni en viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan.Óskar Ísfeld Sigurðsson, deildarstjóri matvælaeftirlits heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar, segir í samtali við Vísi að heilbrigðiseftirlitið hafi á föstudeginum fengið tilmæli frá Matvælastofnun vegna málsins þar sem stofnunin hafði fengið upplýsingar um að verið væri að nota engisprettur til manneldis á veitingastaðnum. Matvælstofnun fór þess á leit við heilbrigðiseftirlitið, þar sem það hefur eftirlit með veitingastöðum í Reykjavík, að það myndi grípa til aðgerða og var notkun á engisprettunum í kjölfarið bönnuð. Óskar segir ástæðuna þá að innflutningur á skordýrum til manneldis, þar með talið engisprettum, sé bannaður hér á landi. Vísar hann í reglugerð um nýfæði frá árinu 2015 sem tekur til allra landanna á Evrópska efnahagssvæðinu. Heilbrigðiseftirlitið fór ekki á veitingastaðnum heldur beindi þeim tilmælum til veitingastaðarins eftir öðrum leiðum að þeim væri ekki heimilt að bera fram engisprettur. Óskar segir að forsvarsmenn staðarins hafi brugðist vel við tilmælunum og að eftirlitið treysti því að staðurinn hafi farið eftir þeim.
Food and Fun Matur Tengdar fréttir Fólk er sólgið í orkustykki úr skordýrum Tímaritið Wired fjallar um íslenskt orkustykki úr krybbum. 3. maí 2015 13:00 Deila um lögmæti skordýraáts í Evrópu Framleiðendur orkustykkisins Jungle Bar segja vinnubrögð MAST óskiljanleg. 8. febrúar 2016 23:30 Fá ekki leyfi til að selja orkustykki úr krybbum Íslenskir frumkvöðlar þurfa að leita til Bandaríkjanna með Jungle Bar-stykkið, sem meðal annars er unnið úr skordýrum. 4. febrúar 2016 09:56 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira
Fólk er sólgið í orkustykki úr skordýrum Tímaritið Wired fjallar um íslenskt orkustykki úr krybbum. 3. maí 2015 13:00
Deila um lögmæti skordýraáts í Evrópu Framleiðendur orkustykkisins Jungle Bar segja vinnubrögð MAST óskiljanleg. 8. febrúar 2016 23:30
Fá ekki leyfi til að selja orkustykki úr krybbum Íslenskir frumkvöðlar þurfa að leita til Bandaríkjanna með Jungle Bar-stykkið, sem meðal annars er unnið úr skordýrum. 4. febrúar 2016 09:56