Sjáðu fyrstu stikluna úr Ég man þig: Drungalegir atburðir á Hesteyri Stefán Árni Pálsson skrifar 7. mars 2017 13:30 Það bíða margir spenntir eftir þessari mynd. Vísir frumsýnir í dag fyrsta myndbrotið úr kvikmyndinni Ég man þig. Myndin er gerð eftir samnefndri bók Yrsu Sigurðardóttur sem seldist í bílförmum hér á landi og hefur verið gefin út um allan heim – og fengið frábærar móttökur. Sannkallað stórskotalið stendur að gerð myndarinnar; Óskar Þór Axelsson sem gerði Svartur á leik leikstýrir og í aðalhlutverkum Jóhannes Haukur Jóhannesson, Ágústa Eva Erlendsdóttir, Þorvaldur Davíð Kristjánsson, Anna Gunndís Guðmundsdóttir og Sara Dögg Ásgeirsdóttir. Framleiðendur eru Sigurjón Sighvatsson, Skúli Malmquist, Þórir Snær Sigurjónsson og Chris Briggs Fyrir hönd Zik Zak Kvikmynda.Seldist í 30.000 eintökum Ég man þig kom út árið 2010 og er ein albesta og vinsælasta bók Yrsu. Hér á Íslandi hefur hún selst í tæplega 30 þúsund eintökum og úti í heimi hefur hún komið út á yfir 20 tungumálum. Gagnrýnandi breska dagblaðsins The Independent lýsti verkinu þannig: „Bókin vekur manni hroll alveg inn að beini og hér sýnir Yrsa að hún er ekki aðeins drottning íslensku glæpasögunnar heldur er hún jafn góð og Stephen King í því að skapa óhugnað og ótta hjá lesandanum.“ Kona um sjötugt hengir sig í afskekktri kirkju á Vestfjörðum eftir að hafa unnið skemmdarverk á kirkjunni. Nýlega aðfluttur geðlæknir á Ísafirði, Freyr, aðstoðar lögreglu við rannsókn málsins en fljótlega kemur í ljós að nokkrir skólafélagar konunnar úr æsku hafa einnig látist undanfarin ár, öll annað hvort í dularfullum slysum eða fyrir eigin hendi. Frey bregður illa þegar í ljós kemur að sum hinna látnu höfðu haft óeðlilega mikinn áhuga á hvarfi sjö ára sonar hans sem gufaði upp þremur árum fyrr og hefur aldrei fundist. Handan Ísafjarðardjúps á Hesteyri eru þrjú borgarbörn komin til að gera upp gamalt hús. Skömmu eftir komu þeirra verða þau þess áskynja að þau eru ekki ein á svæðinu. Sögurnar tvær tengjast smám saman þegar á líður, ekki síst í gegnum sextíu ára gamalt mannshvarfsmál 10 ára drengs. Hér að neðan má sjá fyrstu stikluna úr þessari íslensku stórmynd en hún verður frumsýnd 5. maí hér á landi. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Mynd byggð á bók Yrsu verður „draugaþriller“ Óskar Þór Axelsson leikstýrir kvikmynd sem verður unnin úr sögu Yrsu Sigurðardóttur sem ber titilinn Ég man þig. Yrsa segist hafa brosað hringinn er hún las handritið. 17. mars 2015 08:00 Tökulið Ég man þig mætt á Hesteyri: „Bless heimur“ Við taka tökur fram á föstudag fjarri mannabyggðum. 10. nóvember 2015 15:13 Þegar farinn að skrifa handritið Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaframleiðandi hefur ráðið Ottó Geir Borg til þess að skrifa handritið að bókinni "Ég man þig" eftir Yrsu Sigurðardóttur. Ottó er þegar byrjaður að skrifa handritið og Sigurjón er vongóður um að tökur geti hafist fljótlega. Hann segir vel koma til greina að taka myndina upp á Hesteyri, þar sem sagan gerist. 15. mars 2011 13:34 Ástarævintýri sem hófst snemma Leikstjórinn Óskar Þór Axelsson stýrði þremur þáttum af sakamálaseríunni Ófærð. Mörg spennandi verkefni eru fram undan á nýju ári. 7. janúar 2016 09:30 Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Vísir frumsýnir í dag fyrsta myndbrotið úr kvikmyndinni Ég man þig. Myndin er gerð eftir samnefndri bók Yrsu Sigurðardóttur sem seldist í bílförmum hér á landi og hefur verið gefin út um allan heim – og fengið frábærar móttökur. Sannkallað stórskotalið stendur að gerð myndarinnar; Óskar Þór Axelsson sem gerði Svartur á leik leikstýrir og í aðalhlutverkum Jóhannes Haukur Jóhannesson, Ágústa Eva Erlendsdóttir, Þorvaldur Davíð Kristjánsson, Anna Gunndís Guðmundsdóttir og Sara Dögg Ásgeirsdóttir. Framleiðendur eru Sigurjón Sighvatsson, Skúli Malmquist, Þórir Snær Sigurjónsson og Chris Briggs Fyrir hönd Zik Zak Kvikmynda.Seldist í 30.000 eintökum Ég man þig kom út árið 2010 og er ein albesta og vinsælasta bók Yrsu. Hér á Íslandi hefur hún selst í tæplega 30 þúsund eintökum og úti í heimi hefur hún komið út á yfir 20 tungumálum. Gagnrýnandi breska dagblaðsins The Independent lýsti verkinu þannig: „Bókin vekur manni hroll alveg inn að beini og hér sýnir Yrsa að hún er ekki aðeins drottning íslensku glæpasögunnar heldur er hún jafn góð og Stephen King í því að skapa óhugnað og ótta hjá lesandanum.“ Kona um sjötugt hengir sig í afskekktri kirkju á Vestfjörðum eftir að hafa unnið skemmdarverk á kirkjunni. Nýlega aðfluttur geðlæknir á Ísafirði, Freyr, aðstoðar lögreglu við rannsókn málsins en fljótlega kemur í ljós að nokkrir skólafélagar konunnar úr æsku hafa einnig látist undanfarin ár, öll annað hvort í dularfullum slysum eða fyrir eigin hendi. Frey bregður illa þegar í ljós kemur að sum hinna látnu höfðu haft óeðlilega mikinn áhuga á hvarfi sjö ára sonar hans sem gufaði upp þremur árum fyrr og hefur aldrei fundist. Handan Ísafjarðardjúps á Hesteyri eru þrjú borgarbörn komin til að gera upp gamalt hús. Skömmu eftir komu þeirra verða þau þess áskynja að þau eru ekki ein á svæðinu. Sögurnar tvær tengjast smám saman þegar á líður, ekki síst í gegnum sextíu ára gamalt mannshvarfsmál 10 ára drengs. Hér að neðan má sjá fyrstu stikluna úr þessari íslensku stórmynd en hún verður frumsýnd 5. maí hér á landi.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Mynd byggð á bók Yrsu verður „draugaþriller“ Óskar Þór Axelsson leikstýrir kvikmynd sem verður unnin úr sögu Yrsu Sigurðardóttur sem ber titilinn Ég man þig. Yrsa segist hafa brosað hringinn er hún las handritið. 17. mars 2015 08:00 Tökulið Ég man þig mætt á Hesteyri: „Bless heimur“ Við taka tökur fram á föstudag fjarri mannabyggðum. 10. nóvember 2015 15:13 Þegar farinn að skrifa handritið Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaframleiðandi hefur ráðið Ottó Geir Borg til þess að skrifa handritið að bókinni "Ég man þig" eftir Yrsu Sigurðardóttur. Ottó er þegar byrjaður að skrifa handritið og Sigurjón er vongóður um að tökur geti hafist fljótlega. Hann segir vel koma til greina að taka myndina upp á Hesteyri, þar sem sagan gerist. 15. mars 2011 13:34 Ástarævintýri sem hófst snemma Leikstjórinn Óskar Þór Axelsson stýrði þremur þáttum af sakamálaseríunni Ófærð. Mörg spennandi verkefni eru fram undan á nýju ári. 7. janúar 2016 09:30 Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Mynd byggð á bók Yrsu verður „draugaþriller“ Óskar Þór Axelsson leikstýrir kvikmynd sem verður unnin úr sögu Yrsu Sigurðardóttur sem ber titilinn Ég man þig. Yrsa segist hafa brosað hringinn er hún las handritið. 17. mars 2015 08:00
Tökulið Ég man þig mætt á Hesteyri: „Bless heimur“ Við taka tökur fram á föstudag fjarri mannabyggðum. 10. nóvember 2015 15:13
Þegar farinn að skrifa handritið Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaframleiðandi hefur ráðið Ottó Geir Borg til þess að skrifa handritið að bókinni "Ég man þig" eftir Yrsu Sigurðardóttur. Ottó er þegar byrjaður að skrifa handritið og Sigurjón er vongóður um að tökur geti hafist fljótlega. Hann segir vel koma til greina að taka myndina upp á Hesteyri, þar sem sagan gerist. 15. mars 2011 13:34
Ástarævintýri sem hófst snemma Leikstjórinn Óskar Þór Axelsson stýrði þremur þáttum af sakamálaseríunni Ófærð. Mörg spennandi verkefni eru fram undan á nýju ári. 7. janúar 2016 09:30