Bó hafnar því alfarið að eiga í slagsmálum við Valla sport Jakob Bjarnar skrifar 7. mars 2017 14:33 Bó segir Valla sport vilja skekkja umræðuna með gömlum trixum. „Ég hef hvorki komið að undirbúningi né framleiðslu á laginu þeirra Svölu og Einars í söngvakeppninni. Þau sömdu lagið saman í Los Angeles og var að mestu unnið þar og eru sjálf að standa í þessu ein og óstudd og gera það vel,“ segir Björgvin Halldórsson. Björgvin, eða Bó, er, eins og kunnugt er, faðir Svölu Björgvinsdóttur sem keppir í úrslitum íslensku Júróvisjón-keppninnar á laugardaginn. Hann er fremur ósáttur við hvernig málum er stillt upp á Vísi, að þar berjist á bak við tjöldin Bó og svo Valli sport, hvor með keppanda á sínum snærum. Bó segir þetta fráleitt, hann eigi ekki í neinum stælum við Valla sport.Gamalt trix Valla til að dreifa athyglinni„Þau eru engan veginn á mínum vegum. Ég hef aldrei verið að skipta mér af því hvað börnin mín eru að gera í tónlistinni, en að sjálfsögðu styð ég þau í því sem þau gera eins og allir gera með börnunum sínum og vinum Það er engin ólgandi barátta á milli Valla Sport og mín. Hvers vegna ætti það að vera? Ég held að sú barátta sé aðallega í hausnum á Valla. Mér sýnist hann vera að dreifa athyglinni og umræðunni um keppnina á annan veg en hún á að vera og skekkja hana nokkuð. Þetta er gamalt trix sem stundum er notað hjá þeim sem finnast þeir vera undir í umræðunni og könnunum,“ segir Bó í samtali við Vísi.Megi sá besti sigraOg Bó heldur áfram: „Þeir sem eru að keppa núna eiga allt gott skilið og eru margir frábærir söngvarar í keppninni og lögin eru mörg hver góð. Það er minnst á Aron Hannes vin minn í þessari grein á visir.is. Hann er mér að góðu kunnur og var fyrsta Jólastjarnan hjá mér á Jólagestum Björgvins og stóð sig vel. Góður drengur og vaxandi fínn söngvari og stendur sig vel sem og aðrir keppendur. Ég óska öllum keppendum hins besta á laugardagskvöldið og vonandi kemst Ísland loksins í úrslitin í lokakeppninni. Það er kominn tími á það. Megi besta manneskjan vinna.” Tengdar fréttir Valli sport og Bó berjast bak við tjöldin Hitnar í Júróvisjónkolum 7. mars 2017 11:45 Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Sjá meira
„Ég hef hvorki komið að undirbúningi né framleiðslu á laginu þeirra Svölu og Einars í söngvakeppninni. Þau sömdu lagið saman í Los Angeles og var að mestu unnið þar og eru sjálf að standa í þessu ein og óstudd og gera það vel,“ segir Björgvin Halldórsson. Björgvin, eða Bó, er, eins og kunnugt er, faðir Svölu Björgvinsdóttur sem keppir í úrslitum íslensku Júróvisjón-keppninnar á laugardaginn. Hann er fremur ósáttur við hvernig málum er stillt upp á Vísi, að þar berjist á bak við tjöldin Bó og svo Valli sport, hvor með keppanda á sínum snærum. Bó segir þetta fráleitt, hann eigi ekki í neinum stælum við Valla sport.Gamalt trix Valla til að dreifa athyglinni„Þau eru engan veginn á mínum vegum. Ég hef aldrei verið að skipta mér af því hvað börnin mín eru að gera í tónlistinni, en að sjálfsögðu styð ég þau í því sem þau gera eins og allir gera með börnunum sínum og vinum Það er engin ólgandi barátta á milli Valla Sport og mín. Hvers vegna ætti það að vera? Ég held að sú barátta sé aðallega í hausnum á Valla. Mér sýnist hann vera að dreifa athyglinni og umræðunni um keppnina á annan veg en hún á að vera og skekkja hana nokkuð. Þetta er gamalt trix sem stundum er notað hjá þeim sem finnast þeir vera undir í umræðunni og könnunum,“ segir Bó í samtali við Vísi.Megi sá besti sigraOg Bó heldur áfram: „Þeir sem eru að keppa núna eiga allt gott skilið og eru margir frábærir söngvarar í keppninni og lögin eru mörg hver góð. Það er minnst á Aron Hannes vin minn í þessari grein á visir.is. Hann er mér að góðu kunnur og var fyrsta Jólastjarnan hjá mér á Jólagestum Björgvins og stóð sig vel. Góður drengur og vaxandi fínn söngvari og stendur sig vel sem og aðrir keppendur. Ég óska öllum keppendum hins besta á laugardagskvöldið og vonandi kemst Ísland loksins í úrslitin í lokakeppninni. Það er kominn tími á það. Megi besta manneskjan vinna.”
Tengdar fréttir Valli sport og Bó berjast bak við tjöldin Hitnar í Júróvisjónkolum 7. mars 2017 11:45 Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Sjá meira