Benz G-Class á 58 milljónir Finnur Thorlacius skrifar 9. mars 2017 11:15 Engin smásmíði þarna á ferð. Einn af þeim bílum sem sýndur er nú á bílasýningunni í Genf er þessi Mercedes Benz G-Class jeppi sem er lengd útgáfa af hefðbundnum G-Class en í Maybach útgáfu. Þessi bíll er engin venjuleg smíði, hann er með V12 vél með tveimur forþjöppum, 630 hestöfl sem togar 1.000 Nm, er lengdur um 58 sentimetra og troðinn tæknibúnaði. Hæglega má segja að þetta sé hæfasti torfærujeppi sem kaupa má um þessar mundir og ekki mun væsa um farþega hans. Hann kostar þó skildinginn, eða 500.000 evrur, sem útleggst á 58 milljónir króna og hann yrði reyndar miklu dýrari hingað til lands kominn því þessi bíll færi í hæsta vöruflokk vegna mikils CO2 útblásturs hans. Sem dæmi um lúxusbúnaðinn í þessum bíl má nefna að glasahaldaranir afturí má bæði kæla eða hita, allt eftir því hvað er í glösum farþega. Loka má ökumannsrýminu frá aftursætisfarþegum, svona ef maður vill ekki að ökumaður heyri samtöl þeirra sem aftar sitja. Aftursætisfarþegar geta einnig notið 10 tommu afþreyingaskjánna í hrikalega flottum leðursætunum og stór borð falla niður ef fá skal sér bita eða vinna aðeins í fartölvunni. Bíllinn er á risastórum 22 tommu felgum og umhverfis dekkin eru brettahlífar úr koltrefjum. Þó allt sé reynt til að létta bílinn er hann samt 3,35 tonn. Mjög hátt er undir bílinn, eða um hálfur metri svo þessum bíl er svo til allt fært þegar komið er að torfærum. Hámarkshraði bílsins er takmarkaður við 180 km á klukkustund þegar þakið er niðri, en víst er að bíllinn kemst mun hraðar, en þá er vissara að hafa þakið uppi. Aðeins verða framleidd 99 eintök af þessum bíl og ekki þarf að efa að kaupendur af honum munu finnast, ekki síst fyrir botni miðjarðarhafs.Séð aftan á gripinn.Ekkert mjög ljótur að innan.Mjög hátt er undir bílinn, eða um hálfur metri.Full ástæða er að hafa stigbretti til að komast upp í bílinn.Aðeins er sæti fyrir fjóra farþega.Með þakið lokað.Þokkalegt handverk."Góður staður til að vera á", eins og segir í Brimborgarauglýsingum. Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent
Einn af þeim bílum sem sýndur er nú á bílasýningunni í Genf er þessi Mercedes Benz G-Class jeppi sem er lengd útgáfa af hefðbundnum G-Class en í Maybach útgáfu. Þessi bíll er engin venjuleg smíði, hann er með V12 vél með tveimur forþjöppum, 630 hestöfl sem togar 1.000 Nm, er lengdur um 58 sentimetra og troðinn tæknibúnaði. Hæglega má segja að þetta sé hæfasti torfærujeppi sem kaupa má um þessar mundir og ekki mun væsa um farþega hans. Hann kostar þó skildinginn, eða 500.000 evrur, sem útleggst á 58 milljónir króna og hann yrði reyndar miklu dýrari hingað til lands kominn því þessi bíll færi í hæsta vöruflokk vegna mikils CO2 útblásturs hans. Sem dæmi um lúxusbúnaðinn í þessum bíl má nefna að glasahaldaranir afturí má bæði kæla eða hita, allt eftir því hvað er í glösum farþega. Loka má ökumannsrýminu frá aftursætisfarþegum, svona ef maður vill ekki að ökumaður heyri samtöl þeirra sem aftar sitja. Aftursætisfarþegar geta einnig notið 10 tommu afþreyingaskjánna í hrikalega flottum leðursætunum og stór borð falla niður ef fá skal sér bita eða vinna aðeins í fartölvunni. Bíllinn er á risastórum 22 tommu felgum og umhverfis dekkin eru brettahlífar úr koltrefjum. Þó allt sé reynt til að létta bílinn er hann samt 3,35 tonn. Mjög hátt er undir bílinn, eða um hálfur metri svo þessum bíl er svo til allt fært þegar komið er að torfærum. Hámarkshraði bílsins er takmarkaður við 180 km á klukkustund þegar þakið er niðri, en víst er að bíllinn kemst mun hraðar, en þá er vissara að hafa þakið uppi. Aðeins verða framleidd 99 eintök af þessum bíl og ekki þarf að efa að kaupendur af honum munu finnast, ekki síst fyrir botni miðjarðarhafs.Séð aftan á gripinn.Ekkert mjög ljótur að innan.Mjög hátt er undir bílinn, eða um hálfur metri.Full ástæða er að hafa stigbretti til að komast upp í bílinn.Aðeins er sæti fyrir fjóra farþega.Með þakið lokað.Þokkalegt handverk."Góður staður til að vera á", eins og segir í Brimborgarauglýsingum.
Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent