Flutti í borgina árið sem Heim í Búðardal sló í gegn Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 25. febrúar 2017 09:45 "Það kom fyrir að ég var kallaður inn í stúdíó þar sem verið var að taka upp lög og vantaði texta í hvelli,“ segir Þorsteinn. Vísir/Anton Brink Ósjálfrátt tengi ég nafn Þorsteins Eggertssonar textahöfundar við Reykjanesbæ þegar ég leita að símanúmerinu hans en finn engan með því nafni þar. „Ég er búinn að búa í borginni síðan 1975, árið sem lagið Heim í Búðardal sló í gegn,“ upplýsir hann þegar ég hef upp á honum. „En ég er náttúrlega fæddur í Keflavík og ólst þar upp. Orti líka mikið fyrir tónlistarfólkið á Suðurnesjunum, Hljóma, Trúbrot, Rúnar Júlíusson, Magnús og Jóhann, Júdas og Rut Reginalds.“ Tilefni símtalsins er að óska Þorsteini til hamingju með afmælið, hann er nefnilega 75 ára í dag. Svo berst talið að textunum mörgu sem hann hefur samið og kveðst ekki hafa tölu á. Þó kveðst hann eiga um 800 útgefna, þar af suma í mismunandi útfærslum. Í nýjasta hefti Heima er best er grein eftir Þorstein þar sem hann lýsir kvöldinu sem hann orti Slappaðu af og pressunni sem hann var undir. Skyldi hann eiga margar álíka sögur af eigin textagerð? „Ég á nokkrar. Sumar eru um eitthvað sem ég minnist sjálfur, aðrar hafa mér verið sagðar og sumar eru örugglega skáldaðar - en þær lifa. Ég man til dæmis ekki til að hafa samið texta í leigubíl á milli staða, eins og haldið hefur verið fram. En það kom fyrir að ég var kallaður inn í stúdíó þar sem verið var að taka upp lög og texta vantaði í hvelli.“ Samkvæmt frásögninni í Heima er best tæmdi skáldið eina viskýflösku yfir Slappaðu af. Þarf hann alltaf áfengi til að koma sér í gírinn? „Nei, ég dreypi oft á viskýi en það má ekki vera of mikið, þá fer allt í tóma vitleysu. Enda sést það á Slappaðu af, sá texti byrjar ágætlega en höfundur er greinilega orðinn sauðdrukkinn í restina.“ Þorsteinn er enn að. „Ég er núna að klára texta fyrir Gunnar Þórðarson og það er stutt síðan ég samdi fyrir Helgu Möller. En þetta er bara einn og einn texti. Það semur enginn á heilar plötur lengur því hljómplötumarkaðurinn er hruninn og flestar plötubúðir dottnar upp fyrir.“ Auk textagerðarinnar kveðst Þorsteinn hafa kennt á námskeiðum hjá Fjölmennt undanfarin ár, bæði sögu alþýðutónlistar og ensku. Segir það skemmtilegt enda mæti þar fólk sem hafi áhuga. Í lokin er hann spurður út í afmælishaldið. „Ég ætla bara að vera með mínum nánustu og skreppa svo eitthvað út fyrir landsteinana í vor.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. febrúar 2017 Lífið Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Fleiri fréttir Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Sjá meira
Ósjálfrátt tengi ég nafn Þorsteins Eggertssonar textahöfundar við Reykjanesbæ þegar ég leita að símanúmerinu hans en finn engan með því nafni þar. „Ég er búinn að búa í borginni síðan 1975, árið sem lagið Heim í Búðardal sló í gegn,“ upplýsir hann þegar ég hef upp á honum. „En ég er náttúrlega fæddur í Keflavík og ólst þar upp. Orti líka mikið fyrir tónlistarfólkið á Suðurnesjunum, Hljóma, Trúbrot, Rúnar Júlíusson, Magnús og Jóhann, Júdas og Rut Reginalds.“ Tilefni símtalsins er að óska Þorsteini til hamingju með afmælið, hann er nefnilega 75 ára í dag. Svo berst talið að textunum mörgu sem hann hefur samið og kveðst ekki hafa tölu á. Þó kveðst hann eiga um 800 útgefna, þar af suma í mismunandi útfærslum. Í nýjasta hefti Heima er best er grein eftir Þorstein þar sem hann lýsir kvöldinu sem hann orti Slappaðu af og pressunni sem hann var undir. Skyldi hann eiga margar álíka sögur af eigin textagerð? „Ég á nokkrar. Sumar eru um eitthvað sem ég minnist sjálfur, aðrar hafa mér verið sagðar og sumar eru örugglega skáldaðar - en þær lifa. Ég man til dæmis ekki til að hafa samið texta í leigubíl á milli staða, eins og haldið hefur verið fram. En það kom fyrir að ég var kallaður inn í stúdíó þar sem verið var að taka upp lög og texta vantaði í hvelli.“ Samkvæmt frásögninni í Heima er best tæmdi skáldið eina viskýflösku yfir Slappaðu af. Þarf hann alltaf áfengi til að koma sér í gírinn? „Nei, ég dreypi oft á viskýi en það má ekki vera of mikið, þá fer allt í tóma vitleysu. Enda sést það á Slappaðu af, sá texti byrjar ágætlega en höfundur er greinilega orðinn sauðdrukkinn í restina.“ Þorsteinn er enn að. „Ég er núna að klára texta fyrir Gunnar Þórðarson og það er stutt síðan ég samdi fyrir Helgu Möller. En þetta er bara einn og einn texti. Það semur enginn á heilar plötur lengur því hljómplötumarkaðurinn er hruninn og flestar plötubúðir dottnar upp fyrir.“ Auk textagerðarinnar kveðst Þorsteinn hafa kennt á námskeiðum hjá Fjölmennt undanfarin ár, bæði sögu alþýðutónlistar og ensku. Segir það skemmtilegt enda mæti þar fólk sem hafi áhuga. Í lokin er hann spurður út í afmælishaldið. „Ég ætla bara að vera með mínum nánustu og skreppa svo eitthvað út fyrir landsteinana í vor.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. febrúar 2017
Lífið Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Fleiri fréttir Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Sjá meira