Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Jakob Bjarnar skrifar 28. febrúar 2017 11:33 Saltkjötsát getur reynst heilsutæpum háskalegt og einkum ætti hjartaveikt fólk sem og þeir sem eiga við háan blóðþrýsting að eiga að fara varlega í troða sig út af þeim annars ágæta og þjóðlega mat.Saltkjötið telst seint heilsusamlegur maturSprengidagurinn er í dag, eins og flestir vita og þá tíðkast að borða vel af saltkjöti og baunum. Elva Gísladóttir, næringarfræðingur Landlæknisembættisins, segir það vitað að saltkjötið sé ekki sérlega hollt. En, hversu óhollt er saltkjötið? „Það er með saltkjötið á sprengidaginn eins og rjómabollurnar á bolludaginn að þetta er frekar spurning um að halda magninu í hófi og að muna að njóta matarins. Saltkjöt er í eðli sínu saltrík vara og myndi því seint teljast heilsusamlegur matur. En þar sem saltkjöt er líklega sjaldan á borðum hjá flestum landsmönnum, ef til vill bara einu sinni á ári, þá ætti þetta nú almennt ekki að hafa mikil áhrif á heilsuna hjá heilbrigðu fólki,“ segir Elva.Hjartveikir ættu að spara saltkjötið við sigEn, það getur reynst þeim sem ekki eru heilsuhraustir varasamt: „Hjartveikt fólk og fólk með of háan blóðþrýsting þarf þó hinsvegar sérstaklega að gæta hófs þegar kemur að neyslu á saltríkum mat. Líka í dag. Þess vegna er það jákvæð þróun margar verslanir eru farnar að bjóða uppá saltminna saltkjöt og svo eru til ýmis ráð til að draga úr saltmagni máltíðarinnar.“ Elva er svo vinsamleg að leggja lesendum Vísis til ráð sem vert er að hafa í huga í dag.Ráð til að draga úr saltmagni og auka hollustu máltíðarinnar: Kaupa saltminna saltkjöt, fæst í mörgum verslunum. Sjóða saltkjötið í nægjanlega miklu magni af vatni, þannig að það verði ekki of salt og halda saltmagni baunanna í lágmarki. Auka má auðveldlega hollustu baunasúpunnar með því að bæta í hana alls kyns grænmeti, t.d. gulrótum, rófum, blaðlauk, blómkáli eða spergilkáli. Þeir sem þurfa sérstaklega að huga að saltmagni matarins geta líka haft baunasúpuna í aðalhlutverki (með ríkulegu magni af kartöflum og grænmeti – og þá bragbætt með nokkrum kjötbitum eða jafnvel sleppt kjötinu alveg). Elva bendir jafnframt á vef landlæknis í þessu sambandi en þar má sjá nánar um leiðir til að minnka saltneyslu. Heilsa Sprengidagur Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Sjá meira
Saltkjötsát getur reynst heilsutæpum háskalegt og einkum ætti hjartaveikt fólk sem og þeir sem eiga við háan blóðþrýsting að eiga að fara varlega í troða sig út af þeim annars ágæta og þjóðlega mat.Saltkjötið telst seint heilsusamlegur maturSprengidagurinn er í dag, eins og flestir vita og þá tíðkast að borða vel af saltkjöti og baunum. Elva Gísladóttir, næringarfræðingur Landlæknisembættisins, segir það vitað að saltkjötið sé ekki sérlega hollt. En, hversu óhollt er saltkjötið? „Það er með saltkjötið á sprengidaginn eins og rjómabollurnar á bolludaginn að þetta er frekar spurning um að halda magninu í hófi og að muna að njóta matarins. Saltkjöt er í eðli sínu saltrík vara og myndi því seint teljast heilsusamlegur matur. En þar sem saltkjöt er líklega sjaldan á borðum hjá flestum landsmönnum, ef til vill bara einu sinni á ári, þá ætti þetta nú almennt ekki að hafa mikil áhrif á heilsuna hjá heilbrigðu fólki,“ segir Elva.Hjartveikir ættu að spara saltkjötið við sigEn, það getur reynst þeim sem ekki eru heilsuhraustir varasamt: „Hjartveikt fólk og fólk með of háan blóðþrýsting þarf þó hinsvegar sérstaklega að gæta hófs þegar kemur að neyslu á saltríkum mat. Líka í dag. Þess vegna er það jákvæð þróun margar verslanir eru farnar að bjóða uppá saltminna saltkjöt og svo eru til ýmis ráð til að draga úr saltmagni máltíðarinnar.“ Elva er svo vinsamleg að leggja lesendum Vísis til ráð sem vert er að hafa í huga í dag.Ráð til að draga úr saltmagni og auka hollustu máltíðarinnar: Kaupa saltminna saltkjöt, fæst í mörgum verslunum. Sjóða saltkjötið í nægjanlega miklu magni af vatni, þannig að það verði ekki of salt og halda saltmagni baunanna í lágmarki. Auka má auðveldlega hollustu baunasúpunnar með því að bæta í hana alls kyns grænmeti, t.d. gulrótum, rófum, blaðlauk, blómkáli eða spergilkáli. Þeir sem þurfa sérstaklega að huga að saltmagni matarins geta líka haft baunasúpuna í aðalhlutverki (með ríkulegu magni af kartöflum og grænmeti – og þá bragbætt með nokkrum kjötbitum eða jafnvel sleppt kjötinu alveg). Elva bendir jafnframt á vef landlæknis í þessu sambandi en þar má sjá nánar um leiðir til að minnka saltneyslu.
Heilsa Sprengidagur Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Sjá meira