Taugakerfið og gervigreindin Auður Guðjónsdóttir skrifar 10. febrúar 2017 07:00 Þann 23. febrúar verður tekin fyrir hjá embættisnefnd Norðurlandaráðs tillaga sem Lilja Alfreðsdóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, lagði fram í stjórnartíð sinni. Tillagan fjallar um að Norræna ráðherranefndin láti samkeyra með nýjustu tölvutækni rannsóknir sem gerðar hafa verið á taugakerfinu á Norðurlöndum. Tilgangurinn er að finna sameiginlegt mynstur í rannsóknunum sem leitt gæti til aukins skilnings á því hvernig taugakerfið starfar. Fari tillagan í gegn hjá embættisnefnd mun hún verða tekin fyrir hjá ráðherranefnd 30. mars. Fari hún ekki í gegn mun hún ekki verða tekin fyrir hjá ráðherranefnd og mun hún þá falla dauð niður. Það má ekki gerast. Undanfari tillögunnar er beiðni 26 þúsund Íslendinga til Sameinuðu þjóðanna árið 2015 um að átak verði gert í því að auka skilning á hvernig taugakerfið starfar. Með mikilli vinnu utanríkisþjónustunnar og félaga fólks með taugakerfisraskanir náðist inn í stefnuyfirlýsingu stofnunarinnar ákvæði um að bæta skuli meðferðir við skemmdum í taugakerfinu. Á því ákvæði byggir Lilja tillögu sína. Aukinn skilningur er grundvallaratriði bættrar meðferðar og lykillinn að lækningu. Með fjórðu iðnbyltingunni sem nú hefur hafið innreið sína með gervigreind er sú tækniþekking til staðar sem þarf til að keyra saman flóknar rannsóknir á taugakerfinu. Stóra tækifæri taugakerfisins er komið. Því ríður á að íslensk stjórnvöld beiti sér fyrir því að umrædd tillaga fari í gegn hjá báðum ofangreindum nefndum. Undanfarin misseri hafa Kristján Þór Júlíusson, menntamálaráðherra og samstarfsráðherra Norðurlanda, og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra stutt mænu/taugakerfisverkefnið með ráðum og dáð. Greinarhöfundur biður þessa sömu menn að tala fyrir samþykkt tillögunnar hjá Norrænu ráðherranefndinni af fullum þunga. Jafnframt biður höfundur Óttar Proppé heilbrigðisráðherra að gera slíkt hið sama. Mikilvægt er að þeir sem fjalla um tillöguna hjá Norðurlandaráði hafi fullkominn skilning á því brautryðjendastarfi sem hér um ræðir. Samþykkt hennar þýðir að Norðurlöndin taka upp nýtt ákvæði um taugakerfið frá Sameinuðu þjóðunum og festa það í sessi sem eitt af þeim mikilvægu verkum sem heimurinn þarf að taka á. Það mun verða allri veröldinni til heilla. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Guðjónsdóttir Mest lesið Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Sjá meira
Þann 23. febrúar verður tekin fyrir hjá embættisnefnd Norðurlandaráðs tillaga sem Lilja Alfreðsdóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, lagði fram í stjórnartíð sinni. Tillagan fjallar um að Norræna ráðherranefndin láti samkeyra með nýjustu tölvutækni rannsóknir sem gerðar hafa verið á taugakerfinu á Norðurlöndum. Tilgangurinn er að finna sameiginlegt mynstur í rannsóknunum sem leitt gæti til aukins skilnings á því hvernig taugakerfið starfar. Fari tillagan í gegn hjá embættisnefnd mun hún verða tekin fyrir hjá ráðherranefnd 30. mars. Fari hún ekki í gegn mun hún ekki verða tekin fyrir hjá ráðherranefnd og mun hún þá falla dauð niður. Það má ekki gerast. Undanfari tillögunnar er beiðni 26 þúsund Íslendinga til Sameinuðu þjóðanna árið 2015 um að átak verði gert í því að auka skilning á hvernig taugakerfið starfar. Með mikilli vinnu utanríkisþjónustunnar og félaga fólks með taugakerfisraskanir náðist inn í stefnuyfirlýsingu stofnunarinnar ákvæði um að bæta skuli meðferðir við skemmdum í taugakerfinu. Á því ákvæði byggir Lilja tillögu sína. Aukinn skilningur er grundvallaratriði bættrar meðferðar og lykillinn að lækningu. Með fjórðu iðnbyltingunni sem nú hefur hafið innreið sína með gervigreind er sú tækniþekking til staðar sem þarf til að keyra saman flóknar rannsóknir á taugakerfinu. Stóra tækifæri taugakerfisins er komið. Því ríður á að íslensk stjórnvöld beiti sér fyrir því að umrædd tillaga fari í gegn hjá báðum ofangreindum nefndum. Undanfarin misseri hafa Kristján Þór Júlíusson, menntamálaráðherra og samstarfsráðherra Norðurlanda, og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra stutt mænu/taugakerfisverkefnið með ráðum og dáð. Greinarhöfundur biður þessa sömu menn að tala fyrir samþykkt tillögunnar hjá Norrænu ráðherranefndinni af fullum þunga. Jafnframt biður höfundur Óttar Proppé heilbrigðisráðherra að gera slíkt hið sama. Mikilvægt er að þeir sem fjalla um tillöguna hjá Norðurlandaráði hafi fullkominn skilning á því brautryðjendastarfi sem hér um ræðir. Samþykkt hennar þýðir að Norðurlöndin taka upp nýtt ákvæði um taugakerfið frá Sameinuðu þjóðunum og festa það í sessi sem eitt af þeim mikilvægu verkum sem heimurinn þarf að taka á. Það mun verða allri veröldinni til heilla. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun