Frekjan er vondur förunautur Guðmundur Andri Thorsson skrifar 13. febrúar 2017 07:00 Hinar ýmsu starfstéttir njóta mismikillar virðingar í samfélaginu. Okkur virðist ákaflega í nöp við þingmennina sem við höfum kosið til starfa og ekki þarf að hafa mörg orð um það álit sem bankamenn hafa notið hér á landi, þó að það kunni að fara að breytast með aukinni braskgleði landsmanna. Okkur er hlýtt til kennara, umönnunarstéttanna og annarra sem bæta líf, fræða, græða og líkna en gnístum tönnum yfir iðnaðarmönnum sem segjast koma eftir helgi um leið og við öfundum þá af frjálslegri umgengni sinni við tímann. Og við eigum í flóknu sambandi við listamennina – að sjálfsögðu – sem starfa eftir boðorðinu „Mitt er að yrkja, ykkar að styrkja“.Sterkar tilfinningarOg svo framvegis. Svo eru það sjómennirnir. Ég held að þjóðin standi í sérstöku og sterku tilfinningalegu sambandi við sjómennina, sem kannski má líkja við það álit sem hermenn annarra landa njóta. Án þess að samanburðurinn nái lengra – og guði sé lof fyrir að Íslendingar skuli ekki vera með neinn her – sjómennirnir standa ekki í vígaferlum á öðru en þorski, loðnu og öðrum sjávarlífverum. En þeir hafa lagt sig í hættu og fært fórnir í þágu samfélagsins. Samfélagslegt gagn af hermennsku er einatt tóm blekking en sjómennirnir færa okkur á hinn bóginn mikil verðmæti. Sjómenn njóta virðingar hér á landi umfram flestar stéttir. Flest erum við af sjómönnum komin, mislangt aftur, og í ótal íslenskum fjölskyldum eru til sögur af sjávarháska og ótímabærum dauðsföllum í tengslum við sjósókn. Við búum á eyju, erum umkringd hafi, skynjum nálægð þess, ógn þess og fegurð. Við vitum að við eigum allt undir því komið hvernig háttað er umgengni okkar við þá ómetanlegu auðlind sem við eigum aðgang að þar og líka hitt: að við stöndum í þakkarskuld við þá sem sækja sjávaraflann – draga björg í bú. Starfið er erfitt og krefjandi, kostar langdvalir að heiman og ýmsar fórnir og við viljum að sjómenn séu vel launaðir. Hvernig sýnir samfélagið þessa almennu virðingu sem borin er fyrir sjómannsstarfinu? Þeir hafa sinn dag – Sjómannadaginn sem víða um land er einn helsti hátíðisdagur ársins. Sú var tíð að þeir höfðu sinn sérstaka óskalagaþátt í útvarpinu – ásamt sjúklingum; þetta var eina fólkið landinu sem Ríkisútvarpið leyfði að heyra það sem það langaði til; öll hin máttu hlusta á sinfóníur og Victor Silvester og hljómsveit. Það var náttúrlega viss heiður. Og svo var það sjómannaafslátturinn á þeim tímum þegar útgerðin barðist í bökkum og það þurfti að lokka menn til sjós. Nú bregður svo við að fólk lætur lítið í sér heyra til stuðnings sjómönnum. Ekki þarf endilega að gera því skóna að það sé vegna þess að fólk styðji ekki kröfur þeirra heldur kann það allt eins að vera vegna þess að erfitt er að átta sig á þessari deilu og hvers vegna hún dregst svona á langinn.Frekjan er vondur förunauturEftir því sem maður kemst næst er nú deilt um fæðiskostnað, þátttöku sjómanna í olíukostnaði, gott ef ekki kostnað við internettengingar um borð. Kröfur sjómanna eru sagðar upp á þrjá milljarða, en útgerðirnar ósveigjanlegu eru sagðar tapa ævintýralegum fjárhæðum á þessu verkfalli: 700 milljónir á dag er tala sem sést hefur og þarf þá ekki að hafa mörg orð um fórnarkostnaðinn við að berja þessar kröfur niður. Ég sá Jóhann Hauksson fyrrum fréttamann gera því skóna að stóru útgerðirnar kunni hér að ráða ferðinni og hugsi sér jafnvel gott til glóðarinnar þegar minni útgerðir fara í þrot vegna verkfallsins því þá verður auðvelt að nálgast kvóta þeirra á nauðungaruppboðum. Jóhann spyr hvort það sé kannski „uppboðsleiðin á kvóta sem þeim hugnist“. Hér er hvað sem öðru líður miklu kostað til við að standa gegn kröfum sem virðast hóflegar. Það er að minnsta kosti með hreinum ólíkindum að ekki takist að semja svo lengi, þegar svo mikið er í húfi fyrir þjóðarbúið og smærri byggðarlög. Óneitanlega hvarflar að manni að hér sé dæmi um þann frekjukúltúr sem við höfum séð þróast hjá ráðandi útgerðarmönnum og hvernig slíkt lífsviðhorf er vonlaust leiðarljós til að leysa mál og komast að niðurstöðum. Það er eins og menn ætlist til að einhver leysi þetta fyrir þá; komi einhver mamma og greiði úr öllu. Hér virðist um að ræða ábyrgðarleysi þeirra sem aldrei telja sig þurfa að semja við aðra til að fá eitthvað fram heldur hafa komist upp með að knýja fram niðurstöðu í krafti styrks, auðs og valda. Og hafa það leiðarljós í lífinu að gefa aldrei eftir í neinu. Hið eina sem útgerðarmenn virðast reiðubúnir til að fallast á sjómönnum til handa á að koma frá ríkinu, úr sameiginlegum sjóðum; nokkurs konar niðurgreiðsla á launum, í formi skattaafsláttar eða annarra viðlíka leiða. Sjómenn eru ástsæl stétt og við teljum að þeir eigi að njóta góðra kjara og fá sinn sanngjarna hlut af aflaverðmætinu. En á meðan veiðigjöld eru svo lág sem raun ber vitni, og gróðinn jafn ofsamikill og verið hefur undanfarin ár, þá er það til nokkuð mikils mælst að útgerðarmenn, sem telja sig ekki muna um að tapa 700 milljónum á dag, þurfi samfélagslega aðstoð til að greiða sjómönnum það sem þeim ber.Greinin birtist fyrst i Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun
Hinar ýmsu starfstéttir njóta mismikillar virðingar í samfélaginu. Okkur virðist ákaflega í nöp við þingmennina sem við höfum kosið til starfa og ekki þarf að hafa mörg orð um það álit sem bankamenn hafa notið hér á landi, þó að það kunni að fara að breytast með aukinni braskgleði landsmanna. Okkur er hlýtt til kennara, umönnunarstéttanna og annarra sem bæta líf, fræða, græða og líkna en gnístum tönnum yfir iðnaðarmönnum sem segjast koma eftir helgi um leið og við öfundum þá af frjálslegri umgengni sinni við tímann. Og við eigum í flóknu sambandi við listamennina – að sjálfsögðu – sem starfa eftir boðorðinu „Mitt er að yrkja, ykkar að styrkja“.Sterkar tilfinningarOg svo framvegis. Svo eru það sjómennirnir. Ég held að þjóðin standi í sérstöku og sterku tilfinningalegu sambandi við sjómennina, sem kannski má líkja við það álit sem hermenn annarra landa njóta. Án þess að samanburðurinn nái lengra – og guði sé lof fyrir að Íslendingar skuli ekki vera með neinn her – sjómennirnir standa ekki í vígaferlum á öðru en þorski, loðnu og öðrum sjávarlífverum. En þeir hafa lagt sig í hættu og fært fórnir í þágu samfélagsins. Samfélagslegt gagn af hermennsku er einatt tóm blekking en sjómennirnir færa okkur á hinn bóginn mikil verðmæti. Sjómenn njóta virðingar hér á landi umfram flestar stéttir. Flest erum við af sjómönnum komin, mislangt aftur, og í ótal íslenskum fjölskyldum eru til sögur af sjávarháska og ótímabærum dauðsföllum í tengslum við sjósókn. Við búum á eyju, erum umkringd hafi, skynjum nálægð þess, ógn þess og fegurð. Við vitum að við eigum allt undir því komið hvernig háttað er umgengni okkar við þá ómetanlegu auðlind sem við eigum aðgang að þar og líka hitt: að við stöndum í þakkarskuld við þá sem sækja sjávaraflann – draga björg í bú. Starfið er erfitt og krefjandi, kostar langdvalir að heiman og ýmsar fórnir og við viljum að sjómenn séu vel launaðir. Hvernig sýnir samfélagið þessa almennu virðingu sem borin er fyrir sjómannsstarfinu? Þeir hafa sinn dag – Sjómannadaginn sem víða um land er einn helsti hátíðisdagur ársins. Sú var tíð að þeir höfðu sinn sérstaka óskalagaþátt í útvarpinu – ásamt sjúklingum; þetta var eina fólkið landinu sem Ríkisútvarpið leyfði að heyra það sem það langaði til; öll hin máttu hlusta á sinfóníur og Victor Silvester og hljómsveit. Það var náttúrlega viss heiður. Og svo var það sjómannaafslátturinn á þeim tímum þegar útgerðin barðist í bökkum og það þurfti að lokka menn til sjós. Nú bregður svo við að fólk lætur lítið í sér heyra til stuðnings sjómönnum. Ekki þarf endilega að gera því skóna að það sé vegna þess að fólk styðji ekki kröfur þeirra heldur kann það allt eins að vera vegna þess að erfitt er að átta sig á þessari deilu og hvers vegna hún dregst svona á langinn.Frekjan er vondur förunauturEftir því sem maður kemst næst er nú deilt um fæðiskostnað, þátttöku sjómanna í olíukostnaði, gott ef ekki kostnað við internettengingar um borð. Kröfur sjómanna eru sagðar upp á þrjá milljarða, en útgerðirnar ósveigjanlegu eru sagðar tapa ævintýralegum fjárhæðum á þessu verkfalli: 700 milljónir á dag er tala sem sést hefur og þarf þá ekki að hafa mörg orð um fórnarkostnaðinn við að berja þessar kröfur niður. Ég sá Jóhann Hauksson fyrrum fréttamann gera því skóna að stóru útgerðirnar kunni hér að ráða ferðinni og hugsi sér jafnvel gott til glóðarinnar þegar minni útgerðir fara í þrot vegna verkfallsins því þá verður auðvelt að nálgast kvóta þeirra á nauðungaruppboðum. Jóhann spyr hvort það sé kannski „uppboðsleiðin á kvóta sem þeim hugnist“. Hér er hvað sem öðru líður miklu kostað til við að standa gegn kröfum sem virðast hóflegar. Það er að minnsta kosti með hreinum ólíkindum að ekki takist að semja svo lengi, þegar svo mikið er í húfi fyrir þjóðarbúið og smærri byggðarlög. Óneitanlega hvarflar að manni að hér sé dæmi um þann frekjukúltúr sem við höfum séð þróast hjá ráðandi útgerðarmönnum og hvernig slíkt lífsviðhorf er vonlaust leiðarljós til að leysa mál og komast að niðurstöðum. Það er eins og menn ætlist til að einhver leysi þetta fyrir þá; komi einhver mamma og greiði úr öllu. Hér virðist um að ræða ábyrgðarleysi þeirra sem aldrei telja sig þurfa að semja við aðra til að fá eitthvað fram heldur hafa komist upp með að knýja fram niðurstöðu í krafti styrks, auðs og valda. Og hafa það leiðarljós í lífinu að gefa aldrei eftir í neinu. Hið eina sem útgerðarmenn virðast reiðubúnir til að fallast á sjómönnum til handa á að koma frá ríkinu, úr sameiginlegum sjóðum; nokkurs konar niðurgreiðsla á launum, í formi skattaafsláttar eða annarra viðlíka leiða. Sjómenn eru ástsæl stétt og við teljum að þeir eigi að njóta góðra kjara og fá sinn sanngjarna hlut af aflaverðmætinu. En á meðan veiðigjöld eru svo lág sem raun ber vitni, og gróðinn jafn ofsamikill og verið hefur undanfarin ár, þá er það til nokkuð mikils mælst að útgerðarmenn, sem telja sig ekki muna um að tapa 700 milljónum á dag, þurfi samfélagslega aðstoð til að greiða sjómönnum það sem þeim ber.Greinin birtist fyrst i Fréttablaðinu
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun