Kortleggja áhrif sjómannaverkfallsins: „Kvótinn er þarna enn þá“ Birgir Olgeirsson skrifar 2. febrúar 2017 14:32 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Vísir/Eyþór „Við höfum verið að fara óformlega yfir hlutina og ég hef verið í samskiptum við fólk,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sem tilkynnti á Twitter rétt fyrir klukkan tvö í dag að vinna stjórnvalda við kortlagningu á áhrifum sjómannaverkfalls á fyrirtæki og sveitarfélög sé hafin. Í samtali við Vísi segir hún mikilvægt að sú vinna verði samræmd á milli ráðuneyta og Sambands íslenskra sveitarfélaga.Að gefnu tilefni er rétt að árétta að vinna stjórnvalda við kortlagningu á áhrifum sjómannaverkfalls á fyrirtæki og sveitarfélög er hafin.— þorgerður katrín (@thorgkatrin) February 2, 2017 Vilja átta sig á heildarmyndinni „Meginmálið er samt að leysa deiluna sem fyrst, það er lang stærsta málið,“ segir Þorgerður Katrín sem er þessa stundina stödd úti í landi þar sem hún hefur rætt við fólk og spurt hvaða áhrif þessi deila hafi. „Hún er ekki síst að hafa áhrif á þjónustufyrirtæki tengd sjávarútvegi.“ Aðspurð hverju slík vinna á að skila og hvort hún muni hjálpa að einhverju leyti til við að leysa þessa kjaradeilu útgerðarmanna og sjómanna svarar Þorgerður að aðallega sé farið í þessa kortlagningu svo hægt sé að átta sig á heildarmyndinni.Sjómenn og útgerðarmenn munu funda á morgun vegna kjaradeilunnar.Vísir/EyþórTalar reglulega við deiluaðila „En menn mega ekki gleyma því að það góða við kvótakerfið er að kvótinn er þarna enn þá. Það á eftir að veiða fiskinn, menn mega ekki gleyma því heldur og menn mega ekki fara alveg af hjörum yfir ástandinu. Það er mikilvægt að menn séu tilbúnir og reiðubúnir og átti sig á stóru myndinni og hvetji deilu aðila til að ljúka þessu máli.“ Hún segist reglulega ræða við deiluaðila og fylgist mjög vel með gangi mála. „Það er alveg ljóst að málið er í hnút en ég vil meina að hann sé ekki óleysanlegur. Menn munu funda á morgun og ég held að þá hljóti menn að setjast niður og átta sig á því hver staða málsins er þá.“Ekki verið að biðja um aðgerðir stjórnvalda Þorgerður Katrín hefur margoft látið hafa eftir sér að ekki komi til greina að stjórnvöld skipti sér af þessari deilu. Aðspurð hvort að stjórnvöld vinni með einhver tímamörk í því tilliti svarar hún því neitandi. „Þá ertu um leið að segja að þá ætli stjórnvöld að grípa inn í og ég held að það séu ekki góð skilaboð inn í deiluna. Ég er búin að fá frá báðum aðilum að þeir vilja ekki afskipti, þeir vilja leysa þetta. Þeir gera sér grein fyrir þeirri ábyrgð sem hvílir á þeirra herðum. Það er alveg ótvírætt að það er ekki verið að biðja um aðgerðir stjórnvalda í þessu.“Lilja Alfreðsdóttir hefur hvatt Þorgerði til að aðhafast vegna kjaradeilu sjómanna og útgerðarmanna.Mynd/StefánLilja hvatt ráðherra til að aðhafast Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, hefur á vettvangi Alþingi að undanförnu hvatt sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til að aðhafast vegna kjaradeilu sjómanna og útgerðarinnar. Taldi Lilja nauðsynlegt að þjóðhagslega útreikna á tapi vegna verkfalls sjómanna sem hleypur á milljörðum en Lilja tók fram að henni sé annt um að deilan leysist án verkfalls. Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði á Facebook í dag að það ætti að vera öllum ljóst sem vilja horfast í augu við raunveruleikann að verkfall sjómanna getur ekki staðið endalaust.Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Segir ljóst að verkfallið getur ekki staðið endalaust „Tjónið sem orðið hefur er ekki eingöngu sjómanna og útgerðarmanna. Ýmis þjónustufyrirtæki um landið allt eiga nú undir högg að sækja og fjölmörg störf kunna að tapast ef verkfallið dregst frekar á langinn. Harðast kemur þetta niður á mörg hundruð manns í fiskvinnslu sem nauðbeygt hefur verið sett á atvinnuleysisbætur. Þá er ótalið áhrif sem þetta hefur haft á sveitarfélög, aðgengi greinarinnar að erlendum mörkuðum og á endanum á allt efnahagslífið og þar með ríkissjóð og forsendur fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar,“ segir Teitur.Alvarlegt þó ýmsir finni það ekki á eigin skinni Hann ítrekaði að alvarleiki málsins sé mikill þó svo að ýmsir, sér í lagi á höfuðborgarsvæðinu, finni það ekki enn á eigin skinni. „Þess vegna vænti ég þess og stjórnvöld vinni nú hratt og örugglega að sviðsmyndum og efnahagsgreiningum um áhrif verkfallsins á þjóðarbúið allt og mögulegum viðbragðsáætlunum enda slíkt verið gert af minna tilefni þótt alvarleg hafi verið. En fyrst og síðast er ábyrgð deiluaðila mikil og þeim á að vera ljós þrýstingurinn og krafan um að ná saman og enda þessa deilu.“ Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Stjórnvöld munu ekki leysa verkfall sjómanna Tæpar sjö vikur eru frá því verkfall sjómanna hófst. Fyrir viku var viðræðunum slitið og síðan þá hefur ekki verið boðað til fundar í deilunni. 30. janúar 2017 18:47 Brýnt að meta þjóðfélagslegt tap vegna verkfallsins Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsókanrflokksins, hefur á vettvangi Alþingis að undanförnu hvatt Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til að aðhafast vegna kjaradeilu sjómanna og útgerðarinnar. 2. febrúar 2017 13:30 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
„Við höfum verið að fara óformlega yfir hlutina og ég hef verið í samskiptum við fólk,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sem tilkynnti á Twitter rétt fyrir klukkan tvö í dag að vinna stjórnvalda við kortlagningu á áhrifum sjómannaverkfalls á fyrirtæki og sveitarfélög sé hafin. Í samtali við Vísi segir hún mikilvægt að sú vinna verði samræmd á milli ráðuneyta og Sambands íslenskra sveitarfélaga.Að gefnu tilefni er rétt að árétta að vinna stjórnvalda við kortlagningu á áhrifum sjómannaverkfalls á fyrirtæki og sveitarfélög er hafin.— þorgerður katrín (@thorgkatrin) February 2, 2017 Vilja átta sig á heildarmyndinni „Meginmálið er samt að leysa deiluna sem fyrst, það er lang stærsta málið,“ segir Þorgerður Katrín sem er þessa stundina stödd úti í landi þar sem hún hefur rætt við fólk og spurt hvaða áhrif þessi deila hafi. „Hún er ekki síst að hafa áhrif á þjónustufyrirtæki tengd sjávarútvegi.“ Aðspurð hverju slík vinna á að skila og hvort hún muni hjálpa að einhverju leyti til við að leysa þessa kjaradeilu útgerðarmanna og sjómanna svarar Þorgerður að aðallega sé farið í þessa kortlagningu svo hægt sé að átta sig á heildarmyndinni.Sjómenn og útgerðarmenn munu funda á morgun vegna kjaradeilunnar.Vísir/EyþórTalar reglulega við deiluaðila „En menn mega ekki gleyma því að það góða við kvótakerfið er að kvótinn er þarna enn þá. Það á eftir að veiða fiskinn, menn mega ekki gleyma því heldur og menn mega ekki fara alveg af hjörum yfir ástandinu. Það er mikilvægt að menn séu tilbúnir og reiðubúnir og átti sig á stóru myndinni og hvetji deilu aðila til að ljúka þessu máli.“ Hún segist reglulega ræða við deiluaðila og fylgist mjög vel með gangi mála. „Það er alveg ljóst að málið er í hnút en ég vil meina að hann sé ekki óleysanlegur. Menn munu funda á morgun og ég held að þá hljóti menn að setjast niður og átta sig á því hver staða málsins er þá.“Ekki verið að biðja um aðgerðir stjórnvalda Þorgerður Katrín hefur margoft látið hafa eftir sér að ekki komi til greina að stjórnvöld skipti sér af þessari deilu. Aðspurð hvort að stjórnvöld vinni með einhver tímamörk í því tilliti svarar hún því neitandi. „Þá ertu um leið að segja að þá ætli stjórnvöld að grípa inn í og ég held að það séu ekki góð skilaboð inn í deiluna. Ég er búin að fá frá báðum aðilum að þeir vilja ekki afskipti, þeir vilja leysa þetta. Þeir gera sér grein fyrir þeirri ábyrgð sem hvílir á þeirra herðum. Það er alveg ótvírætt að það er ekki verið að biðja um aðgerðir stjórnvalda í þessu.“Lilja Alfreðsdóttir hefur hvatt Þorgerði til að aðhafast vegna kjaradeilu sjómanna og útgerðarmanna.Mynd/StefánLilja hvatt ráðherra til að aðhafast Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, hefur á vettvangi Alþingi að undanförnu hvatt sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til að aðhafast vegna kjaradeilu sjómanna og útgerðarinnar. Taldi Lilja nauðsynlegt að þjóðhagslega útreikna á tapi vegna verkfalls sjómanna sem hleypur á milljörðum en Lilja tók fram að henni sé annt um að deilan leysist án verkfalls. Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði á Facebook í dag að það ætti að vera öllum ljóst sem vilja horfast í augu við raunveruleikann að verkfall sjómanna getur ekki staðið endalaust.Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Segir ljóst að verkfallið getur ekki staðið endalaust „Tjónið sem orðið hefur er ekki eingöngu sjómanna og útgerðarmanna. Ýmis þjónustufyrirtæki um landið allt eiga nú undir högg að sækja og fjölmörg störf kunna að tapast ef verkfallið dregst frekar á langinn. Harðast kemur þetta niður á mörg hundruð manns í fiskvinnslu sem nauðbeygt hefur verið sett á atvinnuleysisbætur. Þá er ótalið áhrif sem þetta hefur haft á sveitarfélög, aðgengi greinarinnar að erlendum mörkuðum og á endanum á allt efnahagslífið og þar með ríkissjóð og forsendur fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar,“ segir Teitur.Alvarlegt þó ýmsir finni það ekki á eigin skinni Hann ítrekaði að alvarleiki málsins sé mikill þó svo að ýmsir, sér í lagi á höfuðborgarsvæðinu, finni það ekki enn á eigin skinni. „Þess vegna vænti ég þess og stjórnvöld vinni nú hratt og örugglega að sviðsmyndum og efnahagsgreiningum um áhrif verkfallsins á þjóðarbúið allt og mögulegum viðbragðsáætlunum enda slíkt verið gert af minna tilefni þótt alvarleg hafi verið. En fyrst og síðast er ábyrgð deiluaðila mikil og þeim á að vera ljós þrýstingurinn og krafan um að ná saman og enda þessa deilu.“
Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Stjórnvöld munu ekki leysa verkfall sjómanna Tæpar sjö vikur eru frá því verkfall sjómanna hófst. Fyrir viku var viðræðunum slitið og síðan þá hefur ekki verið boðað til fundar í deilunni. 30. janúar 2017 18:47 Brýnt að meta þjóðfélagslegt tap vegna verkfallsins Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsókanrflokksins, hefur á vettvangi Alþingis að undanförnu hvatt Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til að aðhafast vegna kjaradeilu sjómanna og útgerðarinnar. 2. febrúar 2017 13:30 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Stjórnvöld munu ekki leysa verkfall sjómanna Tæpar sjö vikur eru frá því verkfall sjómanna hófst. Fyrir viku var viðræðunum slitið og síðan þá hefur ekki verið boðað til fundar í deilunni. 30. janúar 2017 18:47
Brýnt að meta þjóðfélagslegt tap vegna verkfallsins Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsókanrflokksins, hefur á vettvangi Alþingis að undanförnu hvatt Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til að aðhafast vegna kjaradeilu sjómanna og útgerðarinnar. 2. febrúar 2017 13:30