„Sjaldnast til þess fallið að stuðla að lausnum þegar tekist er á um málið fyrir opnum tjöldum“ Birgir Olgeirsson skrifar 3. febrúar 2017 16:34 Bryndís Hlöðversdóttir mun lögum samkvæmt boða þau Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur og Valmund Valmundsson til sáttafundar innan tveggja vikna. Vísir „Þetta er nú bara brýning um það að deilan er í hörðum hnút og verkefnin eru við samningaborðið,“ segir Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari um ástæðu þess að fulltrúar samninganefnda sjómanna og útgerðarmanna voru settir í fjölmiðlabann eftir að sáttafundi þeirra var slitið í húsakynnum ríkissáttasemjara fyrr í dag. Fundurinn var boðaður klukkan eitt en sameiginlegum fundi deiluaðila var slitið á þriðja tímanum. Á fundinum brýndi Bryndís fyrir deiluaðilum að tjá sig ekki um viðræðurnar á opinberum vettvangi. „Það er einfaldlega þannig að í lögum um stéttarfélög og vinnudeilur segir að það sé háð trúnaði það sem fram fer á samningafundum þar til samningurinn hefur verið samþykktur. Það er þess vegna sem staðan er sem hún er,“ segir Bryndís í samtali við Vísi. „Þegar deila er komin í harðan hnút þá er nú sjaldnast til þess fallið að stuðla að lausnum þegar tekist er á um málið fyrir opnum tjöldum.“ Hún segir þetta vera merki um að deilan sé flókin en verkfall sjómanna hefur staðið yfir í sjö vikur. „Það efast engin um það. Við vitum að þegar verkfall hefur staðið yfir í svona langan tíma þá er deilan augljóslega í hnút. Það er ekkert nýtt í sjálfu sér sem verður til þess að þetta er ákveðið. Deilan er viðkvæm og búin að vera það um skeið og er í hörðum hnút. Verkefnið er það að setjast niður og tala saman við samningaborðið,“ segir Bryndís. Hún segist enga lausn sjá í sjónmáli. Ég sé hana ekki en það er á ábyrgð deiluaðila að reyna að finna hana og þau munu halda áfram að leita leiða.“ Ekki er búið að boða nýjan sáttafund en Bryndís mun gera það lögum samkvæmt innan hálfs mánaðar. Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Kortleggja áhrif sjómannaverkfallsins: „Kvótinn er þarna enn þá“ Sjávarútvegsráðherra segir hins vegar meginmálið að leysa deiluna sem fyrst. 2. febrúar 2017 14:32 Fundi sjómanna og útgerðarmanna slitið: Deiluaðilar settir í fjölmiðlabann Fundurinn stóð yfir í um einn og hálfan klukkutíma. 3. febrúar 2017 15:15 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Fleiri fréttir Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Sjá meira
„Þetta er nú bara brýning um það að deilan er í hörðum hnút og verkefnin eru við samningaborðið,“ segir Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari um ástæðu þess að fulltrúar samninganefnda sjómanna og útgerðarmanna voru settir í fjölmiðlabann eftir að sáttafundi þeirra var slitið í húsakynnum ríkissáttasemjara fyrr í dag. Fundurinn var boðaður klukkan eitt en sameiginlegum fundi deiluaðila var slitið á þriðja tímanum. Á fundinum brýndi Bryndís fyrir deiluaðilum að tjá sig ekki um viðræðurnar á opinberum vettvangi. „Það er einfaldlega þannig að í lögum um stéttarfélög og vinnudeilur segir að það sé háð trúnaði það sem fram fer á samningafundum þar til samningurinn hefur verið samþykktur. Það er þess vegna sem staðan er sem hún er,“ segir Bryndís í samtali við Vísi. „Þegar deila er komin í harðan hnút þá er nú sjaldnast til þess fallið að stuðla að lausnum þegar tekist er á um málið fyrir opnum tjöldum.“ Hún segir þetta vera merki um að deilan sé flókin en verkfall sjómanna hefur staðið yfir í sjö vikur. „Það efast engin um það. Við vitum að þegar verkfall hefur staðið yfir í svona langan tíma þá er deilan augljóslega í hnút. Það er ekkert nýtt í sjálfu sér sem verður til þess að þetta er ákveðið. Deilan er viðkvæm og búin að vera það um skeið og er í hörðum hnút. Verkefnið er það að setjast niður og tala saman við samningaborðið,“ segir Bryndís. Hún segist enga lausn sjá í sjónmáli. Ég sé hana ekki en það er á ábyrgð deiluaðila að reyna að finna hana og þau munu halda áfram að leita leiða.“ Ekki er búið að boða nýjan sáttafund en Bryndís mun gera það lögum samkvæmt innan hálfs mánaðar.
Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Kortleggja áhrif sjómannaverkfallsins: „Kvótinn er þarna enn þá“ Sjávarútvegsráðherra segir hins vegar meginmálið að leysa deiluna sem fyrst. 2. febrúar 2017 14:32 Fundi sjómanna og útgerðarmanna slitið: Deiluaðilar settir í fjölmiðlabann Fundurinn stóð yfir í um einn og hálfan klukkutíma. 3. febrúar 2017 15:15 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Fleiri fréttir Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Sjá meira
Kortleggja áhrif sjómannaverkfallsins: „Kvótinn er þarna enn þá“ Sjávarútvegsráðherra segir hins vegar meginmálið að leysa deiluna sem fyrst. 2. febrúar 2017 14:32
Fundi sjómanna og útgerðarmanna slitið: Deiluaðilar settir í fjölmiðlabann Fundurinn stóð yfir í um einn og hálfan klukkutíma. 3. febrúar 2017 15:15