Ég er líka sjálf dáldið hrædd við að stoppa Magnús Guðmundsson skrifar 4. febrúar 2017 10:00 Ilmur Stefánsdóttir var hin rólegasta fyrir opnun einkasýningar sinnar Panik í Hafnarhúsinu. Visir/Stefán Ilmur Stefánsdóttir myndlistarkona opnaði í gær einkasýninguna Panik í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur. Ilmur sem hefur á undanförnum árum unnið jöfnum höndum við myndlist og leikmyndahönnun opnaði sýninguna með gjörningi sem hún segir að sé mjög í anda þeirrar innsetningar sem hún er með á sýningunni. Í framhaldinu var hún svo með atriði ásamt Cyber dúettnum sem tók svo við keflinu og rappaði fram eftir kvöldi.Nærir hvort annað Ilmur lærði myndlist hér heima og fór svo í framhaldsnám í London. „En svo æxlaðist það einhvern veginn þannig að myndlistin mín er svo leikbær að hún hreinlega þráði að komast í leikhús og það gerðist mjög fljótt. Skúlptúrarnir mínir og verkin eru tengd gjörðum og gjörningum og fólki og það leiddi mig inn í leikhúsið. Þetta byrjaði með leiksýningu sem hét CommonNonsense þar sem við notuðum skúlptúrana mína til þess að búa til spunasýningu. Þar snerist allt um þessa skrítnu stökkbreyttu hluti sem ég hafði búið til og þá bara varð ekki aftur snúið. Í framhaldinu fór ég að vinna með fleira fólki og leikhúsið tók í sífellu stærri hluta af því sem ég geri.“ Ilmur segir að þrátt fyrir þessa yfirtöku leikhússins hafi hún engu að síður náð að halda fótfestu í myndlistinni. „Það er einhvern veginn að næra hvort annað, myndlistin og leikhúsið, og jafnvel stækka hvort annað. Ég uplifi það þannig sjálf að því meira sem ég er búin að gera í leikhúsinu þá er eins og ég hafi tekið skref í myndlistinni samhliða því. Hver og ein leiksýning sem ég geri þroskar mig sem myndlistarmanneskju. Þessi sýning sem ég er með núna er t.d. ákveðið framhald af síðustu myndlistarsýningu en engu að síður gengur hún skrefi lengra. Sýningin er innsetning og sem slík er hún blanda af leikmynd og myndlistarsýningu og svo geng ég líka soldið nærri sjálfri mér.“Mynd úr einu af vídeóverkum Ilmar á sýningunni.Leikhúsið er skóli Ilmur segir að Panik sé þema eða uppspretta sem hana hafi langað til þess að prófa að vinna með sem element. „Út úr því kom þessi þörf fyrir líkamlega hreyfingu í tækjum og tólum. Ég er sem sagt að nota hin og þessi tæki og tól til þess að búa til hreyfingu og út frá því kom ákveðinn taktur og þetta þróaðist þannig að öll vídeóin eru í ákveðnum takti og þá fór ég að vinna meira með hljóðið. Salka Valsdóttir, sem er í Cyber, gerði hljóðmynd sem er í salnum ásamt vídeóverkunum.“ Aðspurð hvort það sé leikhúslistakonan í henni sem beinir heildarverkinu á þessa braut þá segist Ilmur ekki geta tekið fyrir það. „Já, nú fæ ég að vera leikarinn,“ segir Ilmur og skellihlær og bætir við: „Já og leikstjórinn og búningahönnuðurinn, sviðsmyndahöfundurinn og bara allt. Vinnustofan mín er bara búningaslá og tæki af öllu mögulegu tagi og ég er alltaf að nota mig sjálfa við þessa vinnu.“ En skyldi Ilmi ekki finnast erfitt að fá ekki að ráða þá öllu þegar hún er í leikhúsinu? „Nei, það er ekki þannig. Mér líður vel í leikhúsinu vegna þess að mér finnst gaman í samtali. Skólinn í leikhúsinu er sá að heyra og vera heyrður. Þetta samband á milli þess að hafa rödd og hlusta. Það er ákveðin kúnst að taka hvorki of lítið né of mikið pláss í leikhúsinu. Njála er svona dæmi um leiksýningu þar sem ég var með risastór verk inni á sviðinu en það er í samræmi við allt sem er að gerast og í samtali við hitt listafólkið. Þetta finnst mér fela í sér frelsi fremur en skorður. Það er eitthvað sem leikhúsið hefur kennt mér.“Hreyfing er mikilvægur þáttur í verkum Ilmar.Panik eða hugarró Ilmur segir að kjarni sýningarinnar sé einhvers konar ótti ef talað er um innihaldið. „Mín upplifun er að hreyfingarnar séu eins og einhvers konar hugleiðsla. Ég er þannig efins um að fólk sem kemur inn í salinn upplifi panik heldur mun fremur hugarró. En það er svolítið eins og að salurinn sé að gefa sig undan öllum þessum hamagangi. Konurnar í þessum vídeóum eru eins og inni í loftinu, veggjunum og loftræstikerfi hússins og út úr þeim vella sölt í miklu magni sem er eins og útfelling frá bæði húsinu og konunum. Ég upplifi þetta eins og margar konur en það sést ekki í andlitið á performerunum heldur eru þetta í raun margir líkamar að vinna.“ En skyldi Ilmur upplifa líf sitt með þessum hætti, svona eins og líf hamstursins á hjólinu? „Já, að sumu leyti verð ég að viðurkenna það. Ég er að vinna með þetta að hlaupa og hætta ekki og hvað það er sem rekur okkur áfram. Af því að ég hef grun um að ég sé ekki ein um þessa tilfinningu fyrir þessum sífelldu hlaupum og þessum ótta. Hvað er það sem við óttumst? Mistök? Að standa sig ekki? Að bregðast öðrum? Hvað er það? Þetta er sterk tilfinning og ég verð að viðurkenna að ég er sjálf líka dáldið hrædd við að stoppa. En mér fer fram og ég held að þessi sýning sé mögulega þáttur í því. Mér finnst í rauninni athyglisvert hvað það var róandi að gera sýninguna enda var ég gjörsamlega búin eftir alla þessa vinnu á hverjum degi en á einhvern góðan hátt. Kannski er þetta bara lykillinn? Að hamast bara nógu mikið. Klára þetta. En sjón er sögu ríkari eins og svo oft í myndlistinni.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. febrúar. Menning Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Ilmur Stefánsdóttir myndlistarkona opnaði í gær einkasýninguna Panik í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur. Ilmur sem hefur á undanförnum árum unnið jöfnum höndum við myndlist og leikmyndahönnun opnaði sýninguna með gjörningi sem hún segir að sé mjög í anda þeirrar innsetningar sem hún er með á sýningunni. Í framhaldinu var hún svo með atriði ásamt Cyber dúettnum sem tók svo við keflinu og rappaði fram eftir kvöldi.Nærir hvort annað Ilmur lærði myndlist hér heima og fór svo í framhaldsnám í London. „En svo æxlaðist það einhvern veginn þannig að myndlistin mín er svo leikbær að hún hreinlega þráði að komast í leikhús og það gerðist mjög fljótt. Skúlptúrarnir mínir og verkin eru tengd gjörðum og gjörningum og fólki og það leiddi mig inn í leikhúsið. Þetta byrjaði með leiksýningu sem hét CommonNonsense þar sem við notuðum skúlptúrana mína til þess að búa til spunasýningu. Þar snerist allt um þessa skrítnu stökkbreyttu hluti sem ég hafði búið til og þá bara varð ekki aftur snúið. Í framhaldinu fór ég að vinna með fleira fólki og leikhúsið tók í sífellu stærri hluta af því sem ég geri.“ Ilmur segir að þrátt fyrir þessa yfirtöku leikhússins hafi hún engu að síður náð að halda fótfestu í myndlistinni. „Það er einhvern veginn að næra hvort annað, myndlistin og leikhúsið, og jafnvel stækka hvort annað. Ég uplifi það þannig sjálf að því meira sem ég er búin að gera í leikhúsinu þá er eins og ég hafi tekið skref í myndlistinni samhliða því. Hver og ein leiksýning sem ég geri þroskar mig sem myndlistarmanneskju. Þessi sýning sem ég er með núna er t.d. ákveðið framhald af síðustu myndlistarsýningu en engu að síður gengur hún skrefi lengra. Sýningin er innsetning og sem slík er hún blanda af leikmynd og myndlistarsýningu og svo geng ég líka soldið nærri sjálfri mér.“Mynd úr einu af vídeóverkum Ilmar á sýningunni.Leikhúsið er skóli Ilmur segir að Panik sé þema eða uppspretta sem hana hafi langað til þess að prófa að vinna með sem element. „Út úr því kom þessi þörf fyrir líkamlega hreyfingu í tækjum og tólum. Ég er sem sagt að nota hin og þessi tæki og tól til þess að búa til hreyfingu og út frá því kom ákveðinn taktur og þetta þróaðist þannig að öll vídeóin eru í ákveðnum takti og þá fór ég að vinna meira með hljóðið. Salka Valsdóttir, sem er í Cyber, gerði hljóðmynd sem er í salnum ásamt vídeóverkunum.“ Aðspurð hvort það sé leikhúslistakonan í henni sem beinir heildarverkinu á þessa braut þá segist Ilmur ekki geta tekið fyrir það. „Já, nú fæ ég að vera leikarinn,“ segir Ilmur og skellihlær og bætir við: „Já og leikstjórinn og búningahönnuðurinn, sviðsmyndahöfundurinn og bara allt. Vinnustofan mín er bara búningaslá og tæki af öllu mögulegu tagi og ég er alltaf að nota mig sjálfa við þessa vinnu.“ En skyldi Ilmi ekki finnast erfitt að fá ekki að ráða þá öllu þegar hún er í leikhúsinu? „Nei, það er ekki þannig. Mér líður vel í leikhúsinu vegna þess að mér finnst gaman í samtali. Skólinn í leikhúsinu er sá að heyra og vera heyrður. Þetta samband á milli þess að hafa rödd og hlusta. Það er ákveðin kúnst að taka hvorki of lítið né of mikið pláss í leikhúsinu. Njála er svona dæmi um leiksýningu þar sem ég var með risastór verk inni á sviðinu en það er í samræmi við allt sem er að gerast og í samtali við hitt listafólkið. Þetta finnst mér fela í sér frelsi fremur en skorður. Það er eitthvað sem leikhúsið hefur kennt mér.“Hreyfing er mikilvægur þáttur í verkum Ilmar.Panik eða hugarró Ilmur segir að kjarni sýningarinnar sé einhvers konar ótti ef talað er um innihaldið. „Mín upplifun er að hreyfingarnar séu eins og einhvers konar hugleiðsla. Ég er þannig efins um að fólk sem kemur inn í salinn upplifi panik heldur mun fremur hugarró. En það er svolítið eins og að salurinn sé að gefa sig undan öllum þessum hamagangi. Konurnar í þessum vídeóum eru eins og inni í loftinu, veggjunum og loftræstikerfi hússins og út úr þeim vella sölt í miklu magni sem er eins og útfelling frá bæði húsinu og konunum. Ég upplifi þetta eins og margar konur en það sést ekki í andlitið á performerunum heldur eru þetta í raun margir líkamar að vinna.“ En skyldi Ilmur upplifa líf sitt með þessum hætti, svona eins og líf hamstursins á hjólinu? „Já, að sumu leyti verð ég að viðurkenna það. Ég er að vinna með þetta að hlaupa og hætta ekki og hvað það er sem rekur okkur áfram. Af því að ég hef grun um að ég sé ekki ein um þessa tilfinningu fyrir þessum sífelldu hlaupum og þessum ótta. Hvað er það sem við óttumst? Mistök? Að standa sig ekki? Að bregðast öðrum? Hvað er það? Þetta er sterk tilfinning og ég verð að viðurkenna að ég er sjálf líka dáldið hrædd við að stoppa. En mér fer fram og ég held að þessi sýning sé mögulega þáttur í því. Mér finnst í rauninni athyglisvert hvað það var róandi að gera sýninguna enda var ég gjörsamlega búin eftir alla þessa vinnu á hverjum degi en á einhvern góðan hátt. Kannski er þetta bara lykillinn? Að hamast bara nógu mikið. Klára þetta. En sjón er sögu ríkari eins og svo oft í myndlistinni.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. febrúar.
Menning Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira