Eitt barn, eitt par, einn heimur Sigríður Jónsdóttir skrifar 4. febrúar 2017 11:30 Þorvaldur Davíð Kristjánsson og Hera Hilmarsdóttir í hlutverkum sínum í Andaðu sem er sýnt í Iðnó um þessar mundir. Mynd/Kristín Bogadóttir Leiklist Andaðu eftir Duncan Macmillan Iðnó Leikfélagið Fljúgandi fiskar Leikarar: Þorvaldur Davíð Kristjánsson og Hera Hilmarsdóttir Leikstjóri: Þórey Sigþórsdóttir Þýðing: Hera Hilmarsdóttir Hreyfingar: Alicja Ziolko Lýsing: Kjartan Darri Kristjánsson Leikfélagið Fljúgandi fiskar frumsýndi tiltölulega nýtt breskt leikrit í Iðnó síðastliðinn sunnudag. Í Andaðu leitast breska leikskáldið Duncan Macmillan við að skoða samband ungra einstaklinga og leggur alla veröldina undir á sama tíma. Hugmyndin um barneignir er fyrst nefnd í IKEA, ekki endilega mest viðeigandi staðsetningin, viðbrögðin láta ekki á sér standa. Konan og maðurinn bera engin nöfn en eru ósköp venjulegt ungt fólk að finna sinn stað í veröldinni. Hún er doktorsnemi og hann er fremur misheppnaður tónlistarmaður. Skötuhjúin komast fljótlega að því að lífið lætur illa að stjórn. Stundum er hreinlega ómögulegt að finna hlutunum réttan tíma og farveg. En geta þau borið ábyrgð á því að fæða barn inn í þennan heim sem er að umhverfishruni kominn? Andaðu er maraþonverk fyrir leikara en Þorvaldur Davíð Kristjánsson og Hera Hilmarsdóttir standa ein á tómu sviðinu í nær tvo tíma. Orðaskiptin eru snörp og tilfinningarússíbaninn spannar nánast allan tilfinningaskalann. En þegar allt kemur til alls er verkið yfirskrifað, þ.e. það er bæði of langt og skortir málefnalegan fókus, sérstaklega síðustu þrjátíu mínúturnar. Hera þýðir texta Macmillans nokkuð vel en herslumuninn vantar til að finna rétta tóninn. Einnig er breytingin á titlinum afleit, en upphaflega er verkið kallað Lungu, og staðfæringin óþarfi. Aftur á móti er leikur þeirra beggja virkilega góður. Þorvaldur er trúverðugur sem örlítið misheppnaði ungi maðurinn sem gerir sitt besta til að styðja kærustuna sína. Náttúrulegar hreyfingar hans og einlægt augnaráð gefa þessum ósköp venjulega manni dýpt. Hera er að sama skapi góð og vonandi eigum við eftir að sjá hana meira á íslensku leiksviði. Stundum fór móðursýkin aðeins yfir strikið en leikur Heru er skínandi þegar heiftarleg sorg skellur á parinu. Örvæntingu og þögn þeirra beggja er virkilega vel komið til skila, samleikur þeirra er líka eftirtektarverður. Umgjörðin er nánast engin sem gerir vinnu leikaranna ennþá markverðari. Áhorfendur sitja á stólum sem stillt hefur verið upp í hring á gólfinu og umkringja leiksviðið. Þessi lausn er bæði skynsamleg og áhugaverð en þess væri óskandi að leikstjórn Þóreyjar Sigþórsdóttur hefði verið aðeins lágstemmdari. Þó að sviðshreyfingarnar eftir Alicjiu Ziolko séu stundum ágætar þá er þeim algjörlega ofaukið í sýningunni og verða stundum hreinlega fyrir leikurunum. Kjartan Darri Kristjánsson sér um lýsinguna en hún er djörf að því leytinu til að engar ljósabreytingar eru gerðar á allri sýningunni heldur er unga parið undir smásjá allan tímann. Sviðsetning Fljúgandi fiska er virðingarvert framtak og fleiri leikhópar mættu taka þau sér til fyrirmyndar. Andaðu er fínasta tækifæri fyrir áhorfendur til að sjá unga og spennandi leikara takast á við krefjandi hlutverk með takmörkuðu prjáli, bara fínum leik.Niðurstaða: Slagkraftinn vantar í annars ágætri sýningu.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. febrúar. Leikhús Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Leiklist Andaðu eftir Duncan Macmillan Iðnó Leikfélagið Fljúgandi fiskar Leikarar: Þorvaldur Davíð Kristjánsson og Hera Hilmarsdóttir Leikstjóri: Þórey Sigþórsdóttir Þýðing: Hera Hilmarsdóttir Hreyfingar: Alicja Ziolko Lýsing: Kjartan Darri Kristjánsson Leikfélagið Fljúgandi fiskar frumsýndi tiltölulega nýtt breskt leikrit í Iðnó síðastliðinn sunnudag. Í Andaðu leitast breska leikskáldið Duncan Macmillan við að skoða samband ungra einstaklinga og leggur alla veröldina undir á sama tíma. Hugmyndin um barneignir er fyrst nefnd í IKEA, ekki endilega mest viðeigandi staðsetningin, viðbrögðin láta ekki á sér standa. Konan og maðurinn bera engin nöfn en eru ósköp venjulegt ungt fólk að finna sinn stað í veröldinni. Hún er doktorsnemi og hann er fremur misheppnaður tónlistarmaður. Skötuhjúin komast fljótlega að því að lífið lætur illa að stjórn. Stundum er hreinlega ómögulegt að finna hlutunum réttan tíma og farveg. En geta þau borið ábyrgð á því að fæða barn inn í þennan heim sem er að umhverfishruni kominn? Andaðu er maraþonverk fyrir leikara en Þorvaldur Davíð Kristjánsson og Hera Hilmarsdóttir standa ein á tómu sviðinu í nær tvo tíma. Orðaskiptin eru snörp og tilfinningarússíbaninn spannar nánast allan tilfinningaskalann. En þegar allt kemur til alls er verkið yfirskrifað, þ.e. það er bæði of langt og skortir málefnalegan fókus, sérstaklega síðustu þrjátíu mínúturnar. Hera þýðir texta Macmillans nokkuð vel en herslumuninn vantar til að finna rétta tóninn. Einnig er breytingin á titlinum afleit, en upphaflega er verkið kallað Lungu, og staðfæringin óþarfi. Aftur á móti er leikur þeirra beggja virkilega góður. Þorvaldur er trúverðugur sem örlítið misheppnaði ungi maðurinn sem gerir sitt besta til að styðja kærustuna sína. Náttúrulegar hreyfingar hans og einlægt augnaráð gefa þessum ósköp venjulega manni dýpt. Hera er að sama skapi góð og vonandi eigum við eftir að sjá hana meira á íslensku leiksviði. Stundum fór móðursýkin aðeins yfir strikið en leikur Heru er skínandi þegar heiftarleg sorg skellur á parinu. Örvæntingu og þögn þeirra beggja er virkilega vel komið til skila, samleikur þeirra er líka eftirtektarverður. Umgjörðin er nánast engin sem gerir vinnu leikaranna ennþá markverðari. Áhorfendur sitja á stólum sem stillt hefur verið upp í hring á gólfinu og umkringja leiksviðið. Þessi lausn er bæði skynsamleg og áhugaverð en þess væri óskandi að leikstjórn Þóreyjar Sigþórsdóttur hefði verið aðeins lágstemmdari. Þó að sviðshreyfingarnar eftir Alicjiu Ziolko séu stundum ágætar þá er þeim algjörlega ofaukið í sýningunni og verða stundum hreinlega fyrir leikurunum. Kjartan Darri Kristjánsson sér um lýsinguna en hún er djörf að því leytinu til að engar ljósabreytingar eru gerðar á allri sýningunni heldur er unga parið undir smásjá allan tímann. Sviðsetning Fljúgandi fiska er virðingarvert framtak og fleiri leikhópar mættu taka þau sér til fyrirmyndar. Andaðu er fínasta tækifæri fyrir áhorfendur til að sjá unga og spennandi leikara takast á við krefjandi hlutverk með takmörkuðu prjáli, bara fínum leik.Niðurstaða: Slagkraftinn vantar í annars ágætri sýningu.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. febrúar.
Leikhús Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira