Óttarr segir óásættanlegt að stór hópur fólks njóti ekki heilsugæslu Heimir Már Pétursson skrifar 7. febrúar 2017 19:15 Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra. Vísir/Ernir Heilbrigðisráðherra segir óásættanlegt hve stór hluti íbúa landsins hafi ekki haft gott aðgengi að þjónustu á heilsugæslu. Bæta þurfi úr þessu og tryggja jafnt aðgengi óháð efnahag, stöðu og búsetu. Í umræðum á Alþingi í dag voru allir þingmenn sammála um að heilsugæslan ætti að vera fyrsti viðkomustaður þeirra sem leituðu til heilbrigðiskerfisins. Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar, stofnaði til umræðu um málið á Alþingi í dag og sagði að í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar væri aðeins ein setning um heilsugæsluna þótt heilbrigðismál ætti samkvæmt henni að vera í forgangi og minnti hann á stöðuna á landsbyggðinni. „Og í ljósi forgangsins leyfi ég mér að spyrja hæstvirtan ráðherra jafnframt til hvaða ráða hann hyggist grípa til að efla stöðugleika heilsugæslunnar á landsbyggðinni. Þjónusta sem er því miður víða í molum, fjárhagslega svelt og hefur ekki fengið leiðréttingar í samræmi við verðlag. Má landsbyggðin búa sig undir óbreytt viðmót heilbrigðisyfirvalda,“ spurði Guðjón. Óttar Proppé heilbrigðisráðherra sagði ríkisstjórnina leggja áherslu á að styrkja það hlutverk heilsugæslunnar að vera fyrsta viðkomustað fólks í heilbrigðiskerfinu. „Sú áhersla er liður í því að tryggja aðgengi að öruggri og góðri heilbrigðisþjónustu óháð efnahag, búsetu og þjóðfélagsstöðu. Góð heilsugæsluþjónusta felst ekki hvað síst í því að þar sé aðgengi að þjónustu ýmissa heilbrigðisstarfsmanna. Fyrir utan þjónustu lækna og hjúkrunarfræðinga má nefna sálfræðinga, sjúkraþjálfara, næringafræðinga og lyfjafræðinga til dæmis,“ sagði heilbrigðisráðherra. Nú stæði til dæmis yfir átak til að fjölga sálfræðingum í heilsugæslunni. Um áramótin tók gildi nýtt fjármögnunarkerfi í heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu þar sem greiðslur til heilsugæslustöðva miðast við fjölda og samsetningu sjúklinga og þá getur fók nú valið á hvaða heilsugæslustöð það fer sem heilbrigðisráðherra segir hvata til að veita góða þjónustu. „En þegar til langs tíma er litið er ætlunin að nýta nýja fjármögnunarkerfið fyrir heilsugæslustöðvar jafnvel um landið þar sem miðað verði við aðstæður og forsendur á hverjum stað. Allt þetta snýst um að bæta aðgengi að öruggri heilsugæslu. Því eins og flestir vita er það óásættanlega stór hluti íbúanna sem hefur ekki haft nógu gott aðgengi að þjónustu á heilsugæslu. Það er mikilvægt að efla heilbrigði einstaklinga um leið og brugðist er við brýnum viðfangsefnum sem snúa að sjúkdómum. Aðalatriðið er að tryggja gæði þjónustunnar, jafnt aðgengi og jafnræði varðandi kostnað,“ sagði Óttarr Proppé. Alþingi Mest lesið „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir óásættanlegt hve stór hluti íbúa landsins hafi ekki haft gott aðgengi að þjónustu á heilsugæslu. Bæta þurfi úr þessu og tryggja jafnt aðgengi óháð efnahag, stöðu og búsetu. Í umræðum á Alþingi í dag voru allir þingmenn sammála um að heilsugæslan ætti að vera fyrsti viðkomustaður þeirra sem leituðu til heilbrigðiskerfisins. Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar, stofnaði til umræðu um málið á Alþingi í dag og sagði að í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar væri aðeins ein setning um heilsugæsluna þótt heilbrigðismál ætti samkvæmt henni að vera í forgangi og minnti hann á stöðuna á landsbyggðinni. „Og í ljósi forgangsins leyfi ég mér að spyrja hæstvirtan ráðherra jafnframt til hvaða ráða hann hyggist grípa til að efla stöðugleika heilsugæslunnar á landsbyggðinni. Þjónusta sem er því miður víða í molum, fjárhagslega svelt og hefur ekki fengið leiðréttingar í samræmi við verðlag. Má landsbyggðin búa sig undir óbreytt viðmót heilbrigðisyfirvalda,“ spurði Guðjón. Óttar Proppé heilbrigðisráðherra sagði ríkisstjórnina leggja áherslu á að styrkja það hlutverk heilsugæslunnar að vera fyrsta viðkomustað fólks í heilbrigðiskerfinu. „Sú áhersla er liður í því að tryggja aðgengi að öruggri og góðri heilbrigðisþjónustu óháð efnahag, búsetu og þjóðfélagsstöðu. Góð heilsugæsluþjónusta felst ekki hvað síst í því að þar sé aðgengi að þjónustu ýmissa heilbrigðisstarfsmanna. Fyrir utan þjónustu lækna og hjúkrunarfræðinga má nefna sálfræðinga, sjúkraþjálfara, næringafræðinga og lyfjafræðinga til dæmis,“ sagði heilbrigðisráðherra. Nú stæði til dæmis yfir átak til að fjölga sálfræðingum í heilsugæslunni. Um áramótin tók gildi nýtt fjármögnunarkerfi í heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu þar sem greiðslur til heilsugæslustöðva miðast við fjölda og samsetningu sjúklinga og þá getur fók nú valið á hvaða heilsugæslustöð það fer sem heilbrigðisráðherra segir hvata til að veita góða þjónustu. „En þegar til langs tíma er litið er ætlunin að nýta nýja fjármögnunarkerfið fyrir heilsugæslustöðvar jafnvel um landið þar sem miðað verði við aðstæður og forsendur á hverjum stað. Allt þetta snýst um að bæta aðgengi að öruggri heilsugæslu. Því eins og flestir vita er það óásættanlega stór hluti íbúanna sem hefur ekki haft nógu gott aðgengi að þjónustu á heilsugæslu. Það er mikilvægt að efla heilbrigði einstaklinga um leið og brugðist er við brýnum viðfangsefnum sem snúa að sjúkdómum. Aðalatriðið er að tryggja gæði þjónustunnar, jafnt aðgengi og jafnræði varðandi kostnað,“ sagði Óttarr Proppé.
Alþingi Mest lesið „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Sjá meira