Húsnæði rýmt vegna krana og ferðamenn börðust við vindinn Birgir Olgeirsson skrifar 8. febrúar 2017 12:28 Ferðamenn áttu erfitt með sig í hvassviðrinu á höfuðborgarsvæðinu í morgun. Vísir/GVA Suðaustan rok eða ofsaveður hefur gengið yfir landið vestanvert í morgun. Óli Þór Árnason veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir skilin á lægðina koma nú inn á landið yst á Reykjanesinu. Um klukkan eitt ættu skilin að fara yfir höfuðborgarsvæðinu og mun lægja nokkuð hratt í kjölfarið.Ferðamenn velta fyrir sér gangbrautinni við Höfðatorg þar sem geta myndast ansi hressilegar vindhviður.Vísir/GVAÓttast er um einn af þessum krönum í Bæjarlind í Kópavogi.Vísir/EyþórStarfsfólki tannlæknastofunnar Tannlind í Kópavogi var gert að rýma húsnæði sitt á efstu hæð í Bæjarlind vegna byggingarkrana sem óttast var að færi á hliðina vegna hvassviðris. Lokað var fyrir umferð um Bæjarlind en fleiri starfstöðvar voru rýmdar. Í tilkynningu frá lögreglunni rétt fyrir klukkan eitt kemur fram að búið sé að opna aftur fyrir umferð um götuna. Búið er að tryggja kranann.Hér má sjá eldingu yfir Vestmannaeyjum í hádeginu í dag.Vísir/Ólafur JóhannessonÞessum skilum fylgdu þrumur og eldingar og mældust einhverjir tugir eldinga suður af landinu um hádegið og örfáar yfir suðvesturhorninu, að sögn Veðurstofu Íslands sem segir þetta í takt við veðrið. Ragnar Waage Pálmason náði þessu myndbandi að neðan af þrumum og eldingum í Vestmannaeyjum í hádeginu.Óttar Karlsson, innivarðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, segir slökkviliðið hafa þurft að sinna fjölda útkalla það sem af er degi. Allar stöðvar sinni einhverri vinnu sem snýr að þakplötum og gámum að fjúka og fleiru í þeim dúr. Auk slökkviliðsmanna var fjöldi björgunarsveitarmanna að störfum vegna veðurs. Á Keflavíkurflugvelli voru fjórar vélar sem ekki náðu að tengjast flugstöð vegna veðurs. Nú er veður hins vegar að mestu gengið niður á svæðinu. Af þessum fjórum vélum biðu farþegar einnar vélar í rúma tvo tíma eftir að tengjast flugstöð. Þá var farþegaþota frá SAS á leið til Keflavíkurflugvallar sem þurfti að hringsóla yfir Reykjanesi vegna veður en vélin lenti um klukkan eitt í dag. Melkorka Ólafsdóttir náði myndbandi af ferðamönnum í basli við Hörpu í morgun þar sem var afar hvasst í morgun. #welcometoharpa A video posted by Melkorka Olafsdottir (@korkur) on Feb 8, 2017 at 3:49am PST Hér fyrir neðan má sjá fleiri sem áttu í vandræðum með rokið Ferðamennska á Íslandi Veður Mest lesið „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir á sjúkrahús Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi Sjá meira
Suðaustan rok eða ofsaveður hefur gengið yfir landið vestanvert í morgun. Óli Þór Árnason veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir skilin á lægðina koma nú inn á landið yst á Reykjanesinu. Um klukkan eitt ættu skilin að fara yfir höfuðborgarsvæðinu og mun lægja nokkuð hratt í kjölfarið.Ferðamenn velta fyrir sér gangbrautinni við Höfðatorg þar sem geta myndast ansi hressilegar vindhviður.Vísir/GVAÓttast er um einn af þessum krönum í Bæjarlind í Kópavogi.Vísir/EyþórStarfsfólki tannlæknastofunnar Tannlind í Kópavogi var gert að rýma húsnæði sitt á efstu hæð í Bæjarlind vegna byggingarkrana sem óttast var að færi á hliðina vegna hvassviðris. Lokað var fyrir umferð um Bæjarlind en fleiri starfstöðvar voru rýmdar. Í tilkynningu frá lögreglunni rétt fyrir klukkan eitt kemur fram að búið sé að opna aftur fyrir umferð um götuna. Búið er að tryggja kranann.Hér má sjá eldingu yfir Vestmannaeyjum í hádeginu í dag.Vísir/Ólafur JóhannessonÞessum skilum fylgdu þrumur og eldingar og mældust einhverjir tugir eldinga suður af landinu um hádegið og örfáar yfir suðvesturhorninu, að sögn Veðurstofu Íslands sem segir þetta í takt við veðrið. Ragnar Waage Pálmason náði þessu myndbandi að neðan af þrumum og eldingum í Vestmannaeyjum í hádeginu.Óttar Karlsson, innivarðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, segir slökkviliðið hafa þurft að sinna fjölda útkalla það sem af er degi. Allar stöðvar sinni einhverri vinnu sem snýr að þakplötum og gámum að fjúka og fleiru í þeim dúr. Auk slökkviliðsmanna var fjöldi björgunarsveitarmanna að störfum vegna veðurs. Á Keflavíkurflugvelli voru fjórar vélar sem ekki náðu að tengjast flugstöð vegna veðurs. Nú er veður hins vegar að mestu gengið niður á svæðinu. Af þessum fjórum vélum biðu farþegar einnar vélar í rúma tvo tíma eftir að tengjast flugstöð. Þá var farþegaþota frá SAS á leið til Keflavíkurflugvallar sem þurfti að hringsóla yfir Reykjanesi vegna veður en vélin lenti um klukkan eitt í dag. Melkorka Ólafsdóttir náði myndbandi af ferðamönnum í basli við Hörpu í morgun þar sem var afar hvasst í morgun. #welcometoharpa A video posted by Melkorka Olafsdottir (@korkur) on Feb 8, 2017 at 3:49am PST Hér fyrir neðan má sjá fleiri sem áttu í vandræðum með rokið
Ferðamennska á Íslandi Veður Mest lesið „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir á sjúkrahús Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi Sjá meira