Segja forsætisráðherra hafa svindlað og beitt blekkingum Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 31. janúar 2017 20:17 Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja forsætisráðherra hafa svindlað og beitt blekkingum með því að birta ekki tvær skýrslur fyrir kosningar þótt þær hafi verið tilbúnar. Annars vegar er um að ræða skýrslu nefndar um eignir Íslendinga á aflandssvæðum sem var tilbúin í byrjun september í fyrra en var ekki birt fyrr en 6. janúar. Hins vegar er um að ræða skýrslu um leiðréttinguna sem var tilbúin um miðjan október en ekki birt fyrr en 18. janúar. Þetta gagnrýndu þingmenn stjórnarandstöðunnar við upphaf þingfundar í dag. „Ráðherrann er uppvís að því í annað sinn að halda vísvitandi upplýsingum frá almenningi í aðdraganda kosninga sem er fráleitt að þingið sætti sig við, þessa framkomu, og að ráðherra viðhafi slíka leyndarhyggju ítrekað og ráðherra hafi í raun og veru, þáverandi fjármálaráðherra og núverandi forsætisráðherra, beitt þjóð og þing blekkingum. Þetta eru vinnubrögð fyrir neðan allar hellur, virðulegi forseti,” sagði Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna. Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagðist líta á frestun á birtingu skýrslanna sem svindl. „Ég lít á þennan atburð sem svindl, ég lít á það þannig að hæstvirtur forsætisráðherra hafi snúið á þingið og þjóðina með því að fela þessar skýrslur á þeim tíma þegar á þeim þurfti að halda í aðdraganda kosninga og í stjórnarmyndunarviðræðum. Þetta er alvarlegt mál," sagði Oddný. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna sagði Alþingi hafa stjórnarksrárvarinn rétt til að fá upplýsingar frá ráðherrum. „Þetta er auðvitað grafalvarlegt þegar ráðherra telur sig geta tekið sér sjálfdæmi og vald í sínar hendur framhjá stjórnarskrá og þingskaparlögum eins og hann eigi sjálfdæmi um það hvort hann svarar skýrslubeiðnum og þá hvenær.“ Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði þingmenn hafa tekið ansi djúpt í árinni af hæpnu tilefni. „Þingmenn eiga rétt á því að koma á framfæri athugasemdum af þessu tagi. Hins vegar held ég að það væri gagnlegt ef við reyndum að finna farveg fyrir þá umræðu,“ sagði Birgir. Alþingi Mest lesið „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja forsætisráðherra hafa svindlað og beitt blekkingum með því að birta ekki tvær skýrslur fyrir kosningar þótt þær hafi verið tilbúnar. Annars vegar er um að ræða skýrslu nefndar um eignir Íslendinga á aflandssvæðum sem var tilbúin í byrjun september í fyrra en var ekki birt fyrr en 6. janúar. Hins vegar er um að ræða skýrslu um leiðréttinguna sem var tilbúin um miðjan október en ekki birt fyrr en 18. janúar. Þetta gagnrýndu þingmenn stjórnarandstöðunnar við upphaf þingfundar í dag. „Ráðherrann er uppvís að því í annað sinn að halda vísvitandi upplýsingum frá almenningi í aðdraganda kosninga sem er fráleitt að þingið sætti sig við, þessa framkomu, og að ráðherra viðhafi slíka leyndarhyggju ítrekað og ráðherra hafi í raun og veru, þáverandi fjármálaráðherra og núverandi forsætisráðherra, beitt þjóð og þing blekkingum. Þetta eru vinnubrögð fyrir neðan allar hellur, virðulegi forseti,” sagði Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna. Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagðist líta á frestun á birtingu skýrslanna sem svindl. „Ég lít á þennan atburð sem svindl, ég lít á það þannig að hæstvirtur forsætisráðherra hafi snúið á þingið og þjóðina með því að fela þessar skýrslur á þeim tíma þegar á þeim þurfti að halda í aðdraganda kosninga og í stjórnarmyndunarviðræðum. Þetta er alvarlegt mál," sagði Oddný. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna sagði Alþingi hafa stjórnarksrárvarinn rétt til að fá upplýsingar frá ráðherrum. „Þetta er auðvitað grafalvarlegt þegar ráðherra telur sig geta tekið sér sjálfdæmi og vald í sínar hendur framhjá stjórnarskrá og þingskaparlögum eins og hann eigi sjálfdæmi um það hvort hann svarar skýrslubeiðnum og þá hvenær.“ Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði þingmenn hafa tekið ansi djúpt í árinni af hæpnu tilefni. „Þingmenn eiga rétt á því að koma á framfæri athugasemdum af þessu tagi. Hins vegar held ég að það væri gagnlegt ef við reyndum að finna farveg fyrir þá umræðu,“ sagði Birgir.
Alþingi Mest lesið „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Sjá meira