Allt í lagi? Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 23. janúar 2017 07:00 Valdataka Donalds Trump endurspeglar úlfúðina, sem einkennir stjórnmálin á Vesturlöndum. Enginn forseti hefur tekið við lyklavöldum í Hvíta húsinu með minni tiltrú almennings í veganesti. Fáir fráfarandi forsetar hafa aftur á móti notið ámóta hylli og Obama naut á lokadegi. Vissulega gekk ekki allt upp í tíð Obama. Illræmdar Guantanamo fangabúðir á Kúbu, þar sem meintum óvinum Bandaríkjanna er haldið föngnum á vafasömum forsendum, eru enn við lýði. Umbætur í heilbrigðiskerfinu urðu minni en fyrirheitin. Fjármálakerfið er ógnandi, líkt og fyrir átta árum. Misskipting auðs vex. Fleira mætti upp telja. Þingið var Obama mótdrægt, en hann var raunsær, varkár og yfirvegaður – vildi frekar mjaka málum áleiðis en tapa orrustum til þess eins að guma af því að hafa tekið slaginn. Stærsta baráttumálið var Obamacare. Þótt margir sitji óbættir hjá garði í heilbrigðiskerfinu njóta 30 milljónir nú trygginga, sem ekki nutu þeirra áður. Hann afnam viðskiptabann á Kúbu, fullgilti Parísarsáttmálann og jók tiltrú á Bandaríkin eftir ítrekað klúður forvera síns, Bush yngri. Lokaeinkunnir um feril Obama liggja ekki fyrir. En hans verður örugglega minnst fyrir að blása lífi í ameríska drauminn, sem margir höfðu afskrifað. Afkomandi geitahirða í Kenýa og hvítrar konu frá Kansas, stjúpsonur múslima frá Indónesíu, ber millinafnið Hussein meðan múslimar eru litnir hornauga – og alinn upp hjá afa og ömmu, alþýðufólki á Hawaii. Svo viðurkenndi hann bernskubrek eins og grasreykingar og fikt við kókain – en varð forseti. Ameríski draumurinn rætist varla með skýrari hætti. Það gerðist ekki fyrirhafnarlaust. Obama lauk grunnnámi í Columbia, einum virtasta skóla Bandaríkjanna, sótti framhaldsnám við lagadeild Harvard háskólans, ritstýrði skólablaðinu, Harvard Law Review, riti sem fræðasamfélag heimsins vitnar í og skrifaði metsölubók. Honum stóðu allar dyr opnar. Fínustu lögmannsstofur buðu fúlgur fjár. Hann gat valið úr stöðum hjá virtum dómurum. En hann kaus að styðja starf fyrir fólk sem átti undir högg að sækja í Chicago. Þessi saga skiptir Bandaríkjamenn miklu máli. Hún er lifandi vitnisburður um að þrátt fyrir allt þarf hæfileikafólk ekki að fæðast með silfurskeið í munni til að komast alla leið. En uppruninn var Obama oft fjötur um fót. Mörgum Bandaríkjamönnum finnst fólk af afrísku bergi brotið ekki eiga erindi á æðstu staði. Margir telja að andbyrinn hafi stundum verið fyrir það hver hann er en ekki við málefnin sem hann stóð fyrir. Hann hafi ekki fengið það fulltingi, sem atgervi hans og málstaður gaf tilefni til. Arftakinn er sárasti ósigur Obama. Á síðasta blaðamannafundinum vantaði sannfæringarkraftinn í fas þessa mikla mælskusnillings þegar hann sagði hikandi: „Ég held að þetta verði í lagi.“ Vonandi reynist spá hans rétt þótt fyrstu dagar Trump í valdamesta embætti heimsins gefi tilefni til að klóra sér í kollinum.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Forsetakosningar í Bandaríkjunum Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun
Valdataka Donalds Trump endurspeglar úlfúðina, sem einkennir stjórnmálin á Vesturlöndum. Enginn forseti hefur tekið við lyklavöldum í Hvíta húsinu með minni tiltrú almennings í veganesti. Fáir fráfarandi forsetar hafa aftur á móti notið ámóta hylli og Obama naut á lokadegi. Vissulega gekk ekki allt upp í tíð Obama. Illræmdar Guantanamo fangabúðir á Kúbu, þar sem meintum óvinum Bandaríkjanna er haldið föngnum á vafasömum forsendum, eru enn við lýði. Umbætur í heilbrigðiskerfinu urðu minni en fyrirheitin. Fjármálakerfið er ógnandi, líkt og fyrir átta árum. Misskipting auðs vex. Fleira mætti upp telja. Þingið var Obama mótdrægt, en hann var raunsær, varkár og yfirvegaður – vildi frekar mjaka málum áleiðis en tapa orrustum til þess eins að guma af því að hafa tekið slaginn. Stærsta baráttumálið var Obamacare. Þótt margir sitji óbættir hjá garði í heilbrigðiskerfinu njóta 30 milljónir nú trygginga, sem ekki nutu þeirra áður. Hann afnam viðskiptabann á Kúbu, fullgilti Parísarsáttmálann og jók tiltrú á Bandaríkin eftir ítrekað klúður forvera síns, Bush yngri. Lokaeinkunnir um feril Obama liggja ekki fyrir. En hans verður örugglega minnst fyrir að blása lífi í ameríska drauminn, sem margir höfðu afskrifað. Afkomandi geitahirða í Kenýa og hvítrar konu frá Kansas, stjúpsonur múslima frá Indónesíu, ber millinafnið Hussein meðan múslimar eru litnir hornauga – og alinn upp hjá afa og ömmu, alþýðufólki á Hawaii. Svo viðurkenndi hann bernskubrek eins og grasreykingar og fikt við kókain – en varð forseti. Ameríski draumurinn rætist varla með skýrari hætti. Það gerðist ekki fyrirhafnarlaust. Obama lauk grunnnámi í Columbia, einum virtasta skóla Bandaríkjanna, sótti framhaldsnám við lagadeild Harvard háskólans, ritstýrði skólablaðinu, Harvard Law Review, riti sem fræðasamfélag heimsins vitnar í og skrifaði metsölubók. Honum stóðu allar dyr opnar. Fínustu lögmannsstofur buðu fúlgur fjár. Hann gat valið úr stöðum hjá virtum dómurum. En hann kaus að styðja starf fyrir fólk sem átti undir högg að sækja í Chicago. Þessi saga skiptir Bandaríkjamenn miklu máli. Hún er lifandi vitnisburður um að þrátt fyrir allt þarf hæfileikafólk ekki að fæðast með silfurskeið í munni til að komast alla leið. En uppruninn var Obama oft fjötur um fót. Mörgum Bandaríkjamönnum finnst fólk af afrísku bergi brotið ekki eiga erindi á æðstu staði. Margir telja að andbyrinn hafi stundum verið fyrir það hver hann er en ekki við málefnin sem hann stóð fyrir. Hann hafi ekki fengið það fulltingi, sem atgervi hans og málstaður gaf tilefni til. Arftakinn er sárasti ósigur Obama. Á síðasta blaðamannafundinum vantaði sannfæringarkraftinn í fas þessa mikla mælskusnillings þegar hann sagði hikandi: „Ég held að þetta verði í lagi.“ Vonandi reynist spá hans rétt þótt fyrstu dagar Trump í valdamesta embætti heimsins gefi tilefni til að klóra sér í kollinum.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun