Viðræður um skipan nefnda runnu út í sandinn Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 24. janúar 2017 12:30 Alþingi kemur saman í dag. Mynd/Anton Brink Viðræður stjórnar og stjórnarandstöðu um skipan fastanefnda þingsins, alþjóðanefnda og nefndarformanna hafa siglt í strand. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir að nú þurfi að Alþingi kjósa í nefndir. Hann segir að stjórnarflokkarnir leitist ekki á eftir því að hrifsa til sín allar nefndarformennskur. Alþingi kemur saman í dag í fyrsta sinn eftir að ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar Framtíðar var mynduð. Stefnuræða forsætisráðherra verður í kvöld og nýr þingforseti verður kjörinn á þingfundi sem hefst klukkan 13:30. Fastlega má gera ráð fyrir því að Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, verði kosin forseti Alþingis en hún hefur verið tilnefnd af stjórnarflokkunum. Þá hafa þingflokksformenn allra flokka fundað undanfarna daga til að freista þess að ná saman um skipan fastanefnda þingsins. Vonir stóðu til að þingflokksformennirnir myndu allir standa saman að tillögu um skipan nefnda og nefndarformanna. Þær vonir runnu út í sandinn í dag og ekkert samkomulag liggur fyrir.Birgir Ármannsson (t.v) segir stjórnarmeirihlutan ekki vilja beita meirihlutaræði til hins ítrasta.Mynd/Anton BrinkÞað þýðir að Alþingi mun kjósa í fastanefndir og Alþjóðanefndir. Stjórnarmeirihlutinn fær líklega fimm nefndarmenn af níu í öllum átta nefndum þingsins. Nefndunum er þá gert að kjósa sér forystu innan eigin raða. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir að stjórnarmeirihlutin þurfi ekki endilega að beita meirihlutavaldi sínu til að taka til sín formennsku í öllum nefndum. „Við höfum í samtölum okkar við stjórnarandstöðuna sagt að við höfum ekkert endilega áhuga á því að nýta meirihlutakraftinn til hins ýtrasta,“ segir Birgir. „Þannig að stjórnarandstaðan veit að þarna er eitthvað svigrúm. Við höfum sagt þeim svo að jafnvel þó við gætum með meirihluta og atkvæðagreiðslu sótt öll formennskusæti og varaformennskusæti í nefndum erum við ekki endilega að sækjast á eftir því. Boltinn að því leiti er hjá stjórnarandstöðunni.“ Hann segir að ef að stjórnarndstaðan vilji ekki nein formennskusæti í nefndum væri komin upp svipuð staða og árið 2011. „Ég vona að störf þingsins byrji í friðsamlegari anda heldur en þá,“ segir hann. Þá segir Birgir að samtal stjórnar og stjórnarandstöðu sé gott varðandi skipan alþjóðanefnda sem einnig gegna veigamiklu hlutverki. Alþingi Mest lesið „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Sjá meira
Viðræður stjórnar og stjórnarandstöðu um skipan fastanefnda þingsins, alþjóðanefnda og nefndarformanna hafa siglt í strand. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir að nú þurfi að Alþingi kjósa í nefndir. Hann segir að stjórnarflokkarnir leitist ekki á eftir því að hrifsa til sín allar nefndarformennskur. Alþingi kemur saman í dag í fyrsta sinn eftir að ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar Framtíðar var mynduð. Stefnuræða forsætisráðherra verður í kvöld og nýr þingforseti verður kjörinn á þingfundi sem hefst klukkan 13:30. Fastlega má gera ráð fyrir því að Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, verði kosin forseti Alþingis en hún hefur verið tilnefnd af stjórnarflokkunum. Þá hafa þingflokksformenn allra flokka fundað undanfarna daga til að freista þess að ná saman um skipan fastanefnda þingsins. Vonir stóðu til að þingflokksformennirnir myndu allir standa saman að tillögu um skipan nefnda og nefndarformanna. Þær vonir runnu út í sandinn í dag og ekkert samkomulag liggur fyrir.Birgir Ármannsson (t.v) segir stjórnarmeirihlutan ekki vilja beita meirihlutaræði til hins ítrasta.Mynd/Anton BrinkÞað þýðir að Alþingi mun kjósa í fastanefndir og Alþjóðanefndir. Stjórnarmeirihlutinn fær líklega fimm nefndarmenn af níu í öllum átta nefndum þingsins. Nefndunum er þá gert að kjósa sér forystu innan eigin raða. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir að stjórnarmeirihlutin þurfi ekki endilega að beita meirihlutavaldi sínu til að taka til sín formennsku í öllum nefndum. „Við höfum í samtölum okkar við stjórnarandstöðuna sagt að við höfum ekkert endilega áhuga á því að nýta meirihlutakraftinn til hins ýtrasta,“ segir Birgir. „Þannig að stjórnarandstaðan veit að þarna er eitthvað svigrúm. Við höfum sagt þeim svo að jafnvel þó við gætum með meirihluta og atkvæðagreiðslu sótt öll formennskusæti og varaformennskusæti í nefndum erum við ekki endilega að sækjast á eftir því. Boltinn að því leiti er hjá stjórnarandstöðunni.“ Hann segir að ef að stjórnarndstaðan vilji ekki nein formennskusæti í nefndum væri komin upp svipuð staða og árið 2011. „Ég vona að störf þingsins byrji í friðsamlegari anda heldur en þá,“ segir hann. Þá segir Birgir að samtal stjórnar og stjórnarandstöðu sé gott varðandi skipan alþjóðanefnda sem einnig gegna veigamiklu hlutverki.
Alþingi Mest lesið „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Sjá meira