Rafmagnsbílaframleiðendur kaupa gamlar bílaverksmiðjur Finnur Thorlacius skrifar 18. janúar 2017 11:30 Tesla hóf bílaframleiðslu sína í aflagðri bílaverksmiðju sem var bæði í eigu General Motors og Toyota í Kaliforníu. Nú hefur annar rafmagnsbílaframleiðandi, Rivian Automotive, gert það sama, þ.e. keypt aflagða versksmiðju sem var í eigu Mitsubishi og Chrysler og er hún í Illinois ríki, 130 mílum frá Chicago. Þessi verksmiðja er um 215.000 fermetrar. Þar ætlar Rivian Automotive að hefja smíði rafmagnsbíla sinna árið 2019 og ætlar að fjárfesta fyrir hátt í 5 milljarða króna til að gera verksmiðjuna tilbúna til framleiðslu. Rivian Automotive nýtur skattalegra afslátta frá Illinois ríki næstu 5 ár en Rivian Automotive ætlar að ráða 1.000 starfsmenn til ársins 2024. Verksmiðjan sem Rivian Automotive keypti af Mitsubishi og Chrysler var reist árið 1988 og í henni hafa verið framleiddir um 250.000 bílar á ári. Mitsubishi hætti framleiðslu í verksmiðjunni í fyrra. Rivian Automotive hefur frá stofnun skipt tvisvar um nafn, hét fyrst Mainstream Motors, síðan Avera Automotive, en Rivian Automotive frá árinu 2011. Rivian flutti höfuðstöðvar sínar frá Florida til Detroit í fyrra. Verksmiðja Tesla í Kaliforníu er í Fremont, um 60 kílómetra suðaustur af San Francisco og verksmiðjan þar verður líklega stækkuð um helming á næstunni til að geta framleitt mikið magn Tesla Model 3 bílsins. Við það mun starfsmannafjöldinn fara úr 6.200 í 9.300. Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent
Tesla hóf bílaframleiðslu sína í aflagðri bílaverksmiðju sem var bæði í eigu General Motors og Toyota í Kaliforníu. Nú hefur annar rafmagnsbílaframleiðandi, Rivian Automotive, gert það sama, þ.e. keypt aflagða versksmiðju sem var í eigu Mitsubishi og Chrysler og er hún í Illinois ríki, 130 mílum frá Chicago. Þessi verksmiðja er um 215.000 fermetrar. Þar ætlar Rivian Automotive að hefja smíði rafmagnsbíla sinna árið 2019 og ætlar að fjárfesta fyrir hátt í 5 milljarða króna til að gera verksmiðjuna tilbúna til framleiðslu. Rivian Automotive nýtur skattalegra afslátta frá Illinois ríki næstu 5 ár en Rivian Automotive ætlar að ráða 1.000 starfsmenn til ársins 2024. Verksmiðjan sem Rivian Automotive keypti af Mitsubishi og Chrysler var reist árið 1988 og í henni hafa verið framleiddir um 250.000 bílar á ári. Mitsubishi hætti framleiðslu í verksmiðjunni í fyrra. Rivian Automotive hefur frá stofnun skipt tvisvar um nafn, hét fyrst Mainstream Motors, síðan Avera Automotive, en Rivian Automotive frá árinu 2011. Rivian flutti höfuðstöðvar sínar frá Florida til Detroit í fyrra. Verksmiðja Tesla í Kaliforníu er í Fremont, um 60 kílómetra suðaustur af San Francisco og verksmiðjan þar verður líklega stækkuð um helming á næstunni til að geta framleitt mikið magn Tesla Model 3 bílsins. Við það mun starfsmannafjöldinn fara úr 6.200 í 9.300.
Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent