Sundlaugin á Akranesi: Gengið út frá því að konur klæðist topp en engar starfsreglur í gildi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. janúar 2017 14:16 Hörður segir að farið verði yfir stefnu sundlaugarinnar í þessu máli. Akranes.is Forstöðumaður íþróttamannvirkja á Akranesi, Hörður Kári Jóhannesson segir að engar starfsreglur liggi fyrir um hvernig skuli bregðast við atvikum líkt og því sem átti sér stað í Jaðarsbakkalaug í gær. Þar fékk gestur sundlaugarinnar, Diljá Sigurðardóttir athugasemd frá starfsmanni fyrir að vera ber að ofan eftir að starfsfólki hafði borist kvörtun vegna þessa. Í samtali við Vísi segir Hörður að starfsfólk sundlaugarinnar hafi ekki lent áður í svipuðu atviki. Óskrifuð meginregla í lauginni hafi þó verið sú að konur þurfi að klæðast topp. „Það hefur bara verið þannig að fólk hefur verið í skýlum og sundbolum“ segir Hörður sem segir að starfsfólkið hafi ekki þurft að taka þátt í þessari umræðu, þar til nú. Því sé ljóst að fara þurfi yfir það hvaða stefnu sundlaugin hyggst taka í málinu. „Ég mun fara yfir atvikið með starfsfólkinu“ segir Hörður sem segir fólk vera óöruggt vegna þess að það viti ekki hvernig eigi að bregðast við í slíku atvikum. Starfsfólkinu hafi borist kvörtun frá sundlaugagesti og talið sig þurfa að bregðast við henni. „Menn greinir á um það hvort að þessi free the nipple herferð sé bara einn dagur á ári eða hvernig þetta er.“ „Við munum athuga hvernig stefnan er í öðrum sundlaugum og þá verður tekin ákvörðun um hvaða línu við tökum í þessu máli“ segir Hörður. Hann harmar það að Diljá hafi liðið illa í sundlauginni vegna málsins og biðst afsökunar á því, fyrir hönd sundlaugarinnar. Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Forstöðumaður íþróttamannvirkja á Akranesi, Hörður Kári Jóhannesson segir að engar starfsreglur liggi fyrir um hvernig skuli bregðast við atvikum líkt og því sem átti sér stað í Jaðarsbakkalaug í gær. Þar fékk gestur sundlaugarinnar, Diljá Sigurðardóttir athugasemd frá starfsmanni fyrir að vera ber að ofan eftir að starfsfólki hafði borist kvörtun vegna þessa. Í samtali við Vísi segir Hörður að starfsfólk sundlaugarinnar hafi ekki lent áður í svipuðu atviki. Óskrifuð meginregla í lauginni hafi þó verið sú að konur þurfi að klæðast topp. „Það hefur bara verið þannig að fólk hefur verið í skýlum og sundbolum“ segir Hörður sem segir að starfsfólkið hafi ekki þurft að taka þátt í þessari umræðu, þar til nú. Því sé ljóst að fara þurfi yfir það hvaða stefnu sundlaugin hyggst taka í málinu. „Ég mun fara yfir atvikið með starfsfólkinu“ segir Hörður sem segir fólk vera óöruggt vegna þess að það viti ekki hvernig eigi að bregðast við í slíku atvikum. Starfsfólkinu hafi borist kvörtun frá sundlaugagesti og talið sig þurfa að bregðast við henni. „Menn greinir á um það hvort að þessi free the nipple herferð sé bara einn dagur á ári eða hvernig þetta er.“ „Við munum athuga hvernig stefnan er í öðrum sundlaugum og þá verður tekin ákvörðun um hvaða línu við tökum í þessu máli“ segir Hörður. Hann harmar það að Diljá hafi liðið illa í sundlauginni vegna málsins og biðst afsökunar á því, fyrir hönd sundlaugarinnar.
Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira