Telur eðlilegt að endurskoða sérgreiðslur til þingmanna Höskuldur Kári Schram skrifar 16. janúar 2017 18:36 Steingrímur J. Sigfússon starfandi forseti Alþingis. Steingrímur J. Sigfússon starfandi forseti Alþingis telur eðlilegt að endurskoða reglur um aukagreiðslur til þingmanna til að mæta gagnrýni vegna mikillar launahækkunar á síðasta ári. Forsætisnefnd Alþingis fundaði um málið í dag. Kjararáð tók þá ákvörðun seint á síðasta ári að hækka laun þingmanna um 45 prósent eða upp í 1,1 milljón. Hækkunin hefur verið harðlega gagnrýnd og margir bent á að hún sé ekki í samræmi við þær hækkanir sem samið hefur verið um á hinum almenna vinnumarkaði. Forseti íslands hefur meðal annars kallað eftir því að Alþingi bregðist við þessu en sjálfur hefur hann ákveðið að láta hækkunina renna til góðra málefna. Fundað var um málið í forsætisnefnd Alþingis í dag en þar er meðal annars verið að skoða ýmsar sérgreiðslur þingmanna og hvort hægt sé að breyta þeim eða fella niður. Um er ræða ferðagreiðslur, ýmsar álagsgreiðslur og greiðslur til landsbyggðarþingmanna. Steingrímur J. Sigfússon starfandi forseti Alþingis segir að á fundinum hafi menn meðal annars verið að skoða rökin fyrir aukagreiðslum til þingmann. „Þær eru eðlisólíkar og geta verið í báðar áttir. Menn velta fyrir sér hvort það séu sömu rök fyrir álagi á þingfararkaupi hjá þeim sem þess njóta í ljósi þess hvert það er komið núna. Svo eru aðrir hlutir þar sem menn kannski telja að það halli á menn t.d. það er alveg ljóst að landsbyggðarþingmenn sem þurfa að kaupa eða leigja sér hér húsnæði og halda tvöfalt heimili þeir ríða nú ekki feitum hesti frá því. Ekki eins og leiguverð og fasteignamarkaður hefur þróast í hér a.m.k í nágrenni við þingið með þá greiðslu upp í það sem þeir fá. Það getur verið þörf fyrir það að endurskoða sumar af þessum greiðslum bara í ljósi breyttra aðstæðna,“ segir Steingrímur. Hann segir að það komi í hlut nýrrar forsætisnefndar að taka ákvörðun um framhald málsins. „Ég teldi skynsamlegt að endurskoða a.m.k þessar aðrar greiðslu það kunni að vera ástæða til að gera þar tilteknar breytingar en það er ekki komin niðurstaða í málið þannig að öðru leyti ætla ég ekki að tjá mig um málið. Ég hefur verið þeirrar skoðunar að það væri málefnalegt að bregðast með tilteknum hætti við,“ segir Steingrímur. Alþingi Mest lesið „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Fleiri fréttir Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon starfandi forseti Alþingis telur eðlilegt að endurskoða reglur um aukagreiðslur til þingmanna til að mæta gagnrýni vegna mikillar launahækkunar á síðasta ári. Forsætisnefnd Alþingis fundaði um málið í dag. Kjararáð tók þá ákvörðun seint á síðasta ári að hækka laun þingmanna um 45 prósent eða upp í 1,1 milljón. Hækkunin hefur verið harðlega gagnrýnd og margir bent á að hún sé ekki í samræmi við þær hækkanir sem samið hefur verið um á hinum almenna vinnumarkaði. Forseti íslands hefur meðal annars kallað eftir því að Alþingi bregðist við þessu en sjálfur hefur hann ákveðið að láta hækkunina renna til góðra málefna. Fundað var um málið í forsætisnefnd Alþingis í dag en þar er meðal annars verið að skoða ýmsar sérgreiðslur þingmanna og hvort hægt sé að breyta þeim eða fella niður. Um er ræða ferðagreiðslur, ýmsar álagsgreiðslur og greiðslur til landsbyggðarþingmanna. Steingrímur J. Sigfússon starfandi forseti Alþingis segir að á fundinum hafi menn meðal annars verið að skoða rökin fyrir aukagreiðslum til þingmann. „Þær eru eðlisólíkar og geta verið í báðar áttir. Menn velta fyrir sér hvort það séu sömu rök fyrir álagi á þingfararkaupi hjá þeim sem þess njóta í ljósi þess hvert það er komið núna. Svo eru aðrir hlutir þar sem menn kannski telja að það halli á menn t.d. það er alveg ljóst að landsbyggðarþingmenn sem þurfa að kaupa eða leigja sér hér húsnæði og halda tvöfalt heimili þeir ríða nú ekki feitum hesti frá því. Ekki eins og leiguverð og fasteignamarkaður hefur þróast í hér a.m.k í nágrenni við þingið með þá greiðslu upp í það sem þeir fá. Það getur verið þörf fyrir það að endurskoða sumar af þessum greiðslum bara í ljósi breyttra aðstæðna,“ segir Steingrímur. Hann segir að það komi í hlut nýrrar forsætisnefndar að taka ákvörðun um framhald málsins. „Ég teldi skynsamlegt að endurskoða a.m.k þessar aðrar greiðslu það kunni að vera ástæða til að gera þar tilteknar breytingar en það er ekki komin niðurstaða í málið þannig að öðru leyti ætla ég ekki að tjá mig um málið. Ég hefur verið þeirrar skoðunar að það væri málefnalegt að bregðast með tilteknum hætti við,“ segir Steingrímur.
Alþingi Mest lesið „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Fleiri fréttir Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Sjá meira