Stórkostlegur dagur fyrir Vestmannaeyjar Kristján Már Unnarsson skrifar 17. janúar 2017 19:00 Þetta er stórkostlegur dagur sem Eyjamenn hafa lengi beðið eftir, sagði forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja, að lokinni undirritun smíðasamnings um nýjan Herjólf. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 en sýndar voru myndir frá undirritunni, sem fram fór í höfuðstöðvum Vegagerðarinnar í dag. Þessi athöfn átti raunar að fara fram fyrir átta árum. „Svo kom hrun. Það var meira að segja, skilst mér, búið að draga pennana á loft,“ sagði Hildur Sólveig Sigurðardóttir, forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja. Og nú var loksins komið að því. Vegamálastjóri undirritaði samning við pólsku skipasmíðastöðina Crist um að smíða nýja Vestmannaeyjaferju fyrir 3,2 milljarða króna.Fulltrúi skipasmíðastöðvarinnar Crist í Gdynia og vegamálastjóri takast í hendur að lokinni undirritun.Vísir/Stefán Karlsson.„Þetta er bara stórkostlegur dagur, - dagur sem við höfum beðið mjög lengi eftir. Við bindum að sjálfsögðu miklar vonir við þessa nýju ferju,“ sagði Hildur. Gamli Herjólfur er orðinn 25 ára gamall en ferjan sem leysir hann af verður álíka stór en grunnristari. Hún verður jafnframt með skrúfubúnaði sem á að auðvelda skipstjórum að stýra inn í Landeyjahöfn. Vegagerðin vonast til að nýting hafnarinnar aukist um 40 prósent. „Hún fer vonandi frá 60 til 65 prósent, eins og hún er í dag, upp í það að vera 80 til 90 prósent,“ sagði Sigurður Áss Grétarsson, framkvæmdastjóri siglingasviðs Vegagerðarinnar.Sigurður Áss Grétarsson, framkvæmdastjóri siglingasviðs Vegagerðarinnar.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.„Þetta hefur auðvitað gríðarlega þýðingu fyrir okkur. Þetta hefur mikla þýðingu ekki síst fyrir hina almennu íbúa, sem hafa þá aukið ferðafrelsi. Þetta hefur mikla þýðingu fyrir atvinnulífið. Eins og á Íslandi almennt hefur ferðaþjónustan vaxið mikið í Vestmannaeyjum þannig að við sjáum fram á að ferðaþjónustunni muni vaxa enn frekar fiskur um hrygg,“ sagði Hildur Sólveig. Ef áætlanir ganga eftir vonast menn til að geta boðið upp á nýja ferju á þjóðhátíð 2018.Ný Vestmannaeyjaferja á að hefja siglingar milli lands og Eyja sumarið 2018.Mynd/Vegagerðin Tengdar fréttir Rúmlega einn milljarður í nýja Vestmannaeyjaferju 1,1 milljarður verður settur í byggingu nýrrar Vestmannaeyjaferju samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2017 sem lagt var fram í ár. 6. desember 2016 16:00 Undirrita samning um smíði Herjólfs Vegagerðin hefur samþykkt tilboð pólskrar skipasmíðastöðvar í smíði Herjólfs. Gert er ráð fyrir að nýja Vestmannaeyjaferjan hefji siglingar sumarið 2018. 12. janúar 2017 20:00 Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Þetta er stórkostlegur dagur sem Eyjamenn hafa lengi beðið eftir, sagði forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja, að lokinni undirritun smíðasamnings um nýjan Herjólf. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 en sýndar voru myndir frá undirritunni, sem fram fór í höfuðstöðvum Vegagerðarinnar í dag. Þessi athöfn átti raunar að fara fram fyrir átta árum. „Svo kom hrun. Það var meira að segja, skilst mér, búið að draga pennana á loft,“ sagði Hildur Sólveig Sigurðardóttir, forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja. Og nú var loksins komið að því. Vegamálastjóri undirritaði samning við pólsku skipasmíðastöðina Crist um að smíða nýja Vestmannaeyjaferju fyrir 3,2 milljarða króna.Fulltrúi skipasmíðastöðvarinnar Crist í Gdynia og vegamálastjóri takast í hendur að lokinni undirritun.Vísir/Stefán Karlsson.„Þetta er bara stórkostlegur dagur, - dagur sem við höfum beðið mjög lengi eftir. Við bindum að sjálfsögðu miklar vonir við þessa nýju ferju,“ sagði Hildur. Gamli Herjólfur er orðinn 25 ára gamall en ferjan sem leysir hann af verður álíka stór en grunnristari. Hún verður jafnframt með skrúfubúnaði sem á að auðvelda skipstjórum að stýra inn í Landeyjahöfn. Vegagerðin vonast til að nýting hafnarinnar aukist um 40 prósent. „Hún fer vonandi frá 60 til 65 prósent, eins og hún er í dag, upp í það að vera 80 til 90 prósent,“ sagði Sigurður Áss Grétarsson, framkvæmdastjóri siglingasviðs Vegagerðarinnar.Sigurður Áss Grétarsson, framkvæmdastjóri siglingasviðs Vegagerðarinnar.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.„Þetta hefur auðvitað gríðarlega þýðingu fyrir okkur. Þetta hefur mikla þýðingu ekki síst fyrir hina almennu íbúa, sem hafa þá aukið ferðafrelsi. Þetta hefur mikla þýðingu fyrir atvinnulífið. Eins og á Íslandi almennt hefur ferðaþjónustan vaxið mikið í Vestmannaeyjum þannig að við sjáum fram á að ferðaþjónustunni muni vaxa enn frekar fiskur um hrygg,“ sagði Hildur Sólveig. Ef áætlanir ganga eftir vonast menn til að geta boðið upp á nýja ferju á þjóðhátíð 2018.Ný Vestmannaeyjaferja á að hefja siglingar milli lands og Eyja sumarið 2018.Mynd/Vegagerðin
Tengdar fréttir Rúmlega einn milljarður í nýja Vestmannaeyjaferju 1,1 milljarður verður settur í byggingu nýrrar Vestmannaeyjaferju samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2017 sem lagt var fram í ár. 6. desember 2016 16:00 Undirrita samning um smíði Herjólfs Vegagerðin hefur samþykkt tilboð pólskrar skipasmíðastöðvar í smíði Herjólfs. Gert er ráð fyrir að nýja Vestmannaeyjaferjan hefji siglingar sumarið 2018. 12. janúar 2017 20:00 Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Rúmlega einn milljarður í nýja Vestmannaeyjaferju 1,1 milljarður verður settur í byggingu nýrrar Vestmannaeyjaferju samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2017 sem lagt var fram í ár. 6. desember 2016 16:00
Undirrita samning um smíði Herjólfs Vegagerðin hefur samþykkt tilboð pólskrar skipasmíðastöðvar í smíði Herjólfs. Gert er ráð fyrir að nýja Vestmannaeyjaferjan hefji siglingar sumarið 2018. 12. janúar 2017 20:00