McLaren tvöfaldaði söluna Finnur Thorlacius skrifar 5. janúar 2017 16:29 McLaren 570S. Árið í fyrra verður væntanlega í minnum haft hjá breska sportbílaframleiðandanum McLaren þar sem fyrirtækið tvöfaldaði bílasölu sína. Í fyrra seldi McLaren 3.286 bíla en 1.654 bíla árið 2015. Það gerir vöxt í sölu uppá 99,6%. N-Ameríka er áfram stærsti sölumarkaður McLaren og seldust þar 1.139 bílar en Evrópa kemur þó rétt þar á eftir með 996 selda bíla og 153% aukningu á milli ára, en vöxturinn vestahafs nam 106%. Vöxturinn í miðausturlöndum, S-Ameríku, Mið-Ameríku og Afríku var 69% og alls seldi McLaren 228 bíla í Kína í fyrra. Þó svo að 3.286 bíla sala sé ekki mikil í samanburði við margan annan bílaframleiðandann, þá ber að hafa í huga að bílar McLaren eru æði dýrir og kostar t.d. þeirra söluhæsti bíll, McLaren 570S 201.450 dollara, eða 23 milljón krónur og því mætti fimmfalda eða þess vegna tífalda sölumagnið í samanburði við sölu hefbundinna bíla. McLaren 650S kostar 349.500 dollara, eða fast að helmingi meira en 570S. McLaren ætla ekki að láta þar við sitja þó svo bílasalan hafi tvöfaldast í fyrra, heldur stefna ótrauðir að 10.000 bíla sölu árið 2020. Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent
Árið í fyrra verður væntanlega í minnum haft hjá breska sportbílaframleiðandanum McLaren þar sem fyrirtækið tvöfaldaði bílasölu sína. Í fyrra seldi McLaren 3.286 bíla en 1.654 bíla árið 2015. Það gerir vöxt í sölu uppá 99,6%. N-Ameríka er áfram stærsti sölumarkaður McLaren og seldust þar 1.139 bílar en Evrópa kemur þó rétt þar á eftir með 996 selda bíla og 153% aukningu á milli ára, en vöxturinn vestahafs nam 106%. Vöxturinn í miðausturlöndum, S-Ameríku, Mið-Ameríku og Afríku var 69% og alls seldi McLaren 228 bíla í Kína í fyrra. Þó svo að 3.286 bíla sala sé ekki mikil í samanburði við margan annan bílaframleiðandann, þá ber að hafa í huga að bílar McLaren eru æði dýrir og kostar t.d. þeirra söluhæsti bíll, McLaren 570S 201.450 dollara, eða 23 milljón krónur og því mætti fimmfalda eða þess vegna tífalda sölumagnið í samanburði við sölu hefbundinna bíla. McLaren 650S kostar 349.500 dollara, eða fast að helmingi meira en 570S. McLaren ætla ekki að láta þar við sitja þó svo bílasalan hafi tvöfaldast í fyrra, heldur stefna ótrauðir að 10.000 bíla sölu árið 2020.
Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent