Marvel ljóstrar upp um söguþráð Thor: Ragnarok Birgir Olgeirsson skrifar 6. janúar 2017 12:47 Hér sjást leikstjóri Thor: Ragnarok, Taika Waititi, og Chris Hemsworth á tökustað. Vísir/Marvel Marvel kvikmyndaverið hefur gefið út hver söguþráður þriðju myndarinnar um þrumuguðinn Þór, Thor: Ragnarok, verður.Þeir sem vilja ekkert vita eru varaðir við því að halda áfram lestri greinarinnar því í henni munu koma fram atriði sem gætu spillt áhorfi þeirra sem vilja upplifa myndina án nokkurrar vitneskju um söguþráð hennar.Chris Hemsworth snýr aftur sem Thor og verður Mark Ruffalo með honum í myndinni sem vísindamaðurinn Bruce Banner sem breytist í óargadýrið Hulk. Samkvæmt því sem Marvel hefur gefið út þá munu þessar ofurhetjur slást í þessari mynd.Stutta samantektina á söguþræði myndarinnar hljómar svona: Thor er fangelsaður hinum enda alheimsins án hamarsins volduga og þarf einhvern veginn að koma sér aftur með hraði til Ásgarðs til að koma í veg fyrir Ragnarök, endalok heimkynna hans og siðmenningar í Ásgarði, og takast á við Hel, gyðju dauðaríkisins. Áður en hann getur gert það þarf hann að sleppa lifandi úr bardagakeppni þar sem hann þarf meðal annars að mæta Hulk.“ Þar með er ljóst að notast verður við eitthvað úr hinum frægu myndasögum Planet Hulk, þar sem Hulk þarf að berjast fyrir lífi sínu sem skylmingaþræll á annarri plánetu eftir að ofurhetjur gerðu hann útlægan frá jörðinni. Thor sást síðast í atriði sem sýnt var eftir kredit-lista Marvel-myndarinnar Doctor Strange í október síðastliðnum. Þar bað hann Doctor Strange að hjálpa sér við leit að föður hans, Óðni, leikinn af Anthony Hopkins. Hulk sást síðast þegar hann lét sig hverfa í Avengers-þotunni undir lok Avengers: Age of Ultron. Mun Benedict Cumberbatch leika Dr. Strange í Thor: Ragnarok og þá snýr Tom Hiddleston aftur sem Loki. Jeff Goldblum mun einnig leika karakter í þessari mynd sem nefnist Grandmaster, sem er sagður einn af öldungum alheimsins sem hefur öðlast fullkomið vald á öllum leikjum. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Sjáðu hvaða stórmyndir verða í bíó árið 2017 Listinn er frekar langur. 22. desember 2016 21:30 Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Marvel kvikmyndaverið hefur gefið út hver söguþráður þriðju myndarinnar um þrumuguðinn Þór, Thor: Ragnarok, verður.Þeir sem vilja ekkert vita eru varaðir við því að halda áfram lestri greinarinnar því í henni munu koma fram atriði sem gætu spillt áhorfi þeirra sem vilja upplifa myndina án nokkurrar vitneskju um söguþráð hennar.Chris Hemsworth snýr aftur sem Thor og verður Mark Ruffalo með honum í myndinni sem vísindamaðurinn Bruce Banner sem breytist í óargadýrið Hulk. Samkvæmt því sem Marvel hefur gefið út þá munu þessar ofurhetjur slást í þessari mynd.Stutta samantektina á söguþræði myndarinnar hljómar svona: Thor er fangelsaður hinum enda alheimsins án hamarsins volduga og þarf einhvern veginn að koma sér aftur með hraði til Ásgarðs til að koma í veg fyrir Ragnarök, endalok heimkynna hans og siðmenningar í Ásgarði, og takast á við Hel, gyðju dauðaríkisins. Áður en hann getur gert það þarf hann að sleppa lifandi úr bardagakeppni þar sem hann þarf meðal annars að mæta Hulk.“ Þar með er ljóst að notast verður við eitthvað úr hinum frægu myndasögum Planet Hulk, þar sem Hulk þarf að berjast fyrir lífi sínu sem skylmingaþræll á annarri plánetu eftir að ofurhetjur gerðu hann útlægan frá jörðinni. Thor sást síðast í atriði sem sýnt var eftir kredit-lista Marvel-myndarinnar Doctor Strange í október síðastliðnum. Þar bað hann Doctor Strange að hjálpa sér við leit að föður hans, Óðni, leikinn af Anthony Hopkins. Hulk sást síðast þegar hann lét sig hverfa í Avengers-þotunni undir lok Avengers: Age of Ultron. Mun Benedict Cumberbatch leika Dr. Strange í Thor: Ragnarok og þá snýr Tom Hiddleston aftur sem Loki. Jeff Goldblum mun einnig leika karakter í þessari mynd sem nefnist Grandmaster, sem er sagður einn af öldungum alheimsins sem hefur öðlast fullkomið vald á öllum leikjum.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Sjáðu hvaða stórmyndir verða í bíó árið 2017 Listinn er frekar langur. 22. desember 2016 21:30 Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira