Tillögur Pírata um aukið gagnsæi kjararáðs felldar Heimir Már Pétursson skrifar 20. desember 2016 18:30 Vísir/Anton Píratar vilja að kveðið verði sterkar á um gagnsæi í störfum kjararáðs en gert er ráð fyrir í frumvarpi um ráðið sem kom til annarrar umræðu í þinginu í dag. Litlar breytingar voru gerðar á frumvarpi fjármálaráðherra um jöfnun lífeyrisréttinda sem BSRB styður ekki óbreytt og er töluverð andstaða við það á þingi. Nú eru aðeins fjórir dagar til jóla og fjárlagafrumvarpið og tengd frumvörp eru enn til umfjöllunar í nefndum Alþingis. Það er því ekki víst að náist að klára þau mál fyrir jól. Í dag ræddi þingmenn aftur annars vegar um kjararáð og hins vegar um jöfnun lífeyrisréttinda. Fulltrúar allra flokka nema Pírata stóðu að áliti efnahags- og viðskiptanefndar um frumvarp fjármálaráðherra um kjararáð sem felur aðallega í sér að þeim sem þiggja laun eftir úrskurðum ráðsins fækkar úr 180 í 150. Björt Ólafsdóttir þingflokksformaður Bjartrar framtíðar sagði breytingar á frumvarpinu tryggja að kjararáð færi eftir þróun kjara á almennum markaði í sínum úrskurðum og gerði það að minnsta kosti einu sinni á ári svo ekki yrði um stór stökk í hækkun launa æðstu ráðmanna. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata mælti fyrir minnihlutaáliti þeirra. „Við hyggjumst leggja fram að kjararáð birti opinberlega fundargerðir sínar. Eins viljum við leggja fram þá tillögu að kjararáði beri að leggja fram opinberlega hagsmunaskrá sína,“ sagði Þórhildur Sunna en breytingatillögur Pírata voru allar felldar. Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins skrifaði undir nefndarálit með fyrirvara og gagnrýndi að í frumvarpinu væri gert ráð fyrir að kjararáð verði sjálfstæð stjórnsýslunefnd sem heyrði þar með undir framkvæmdavaldið. „Geti ekki verið stjórnsýslustofnun og þar af leiðandi hluti af framkvæmdavaldinu og eigi síðan að ákvarða laun dómara. Það einfaldlega standist ekki stjórnarskrána,“ sagði Brynjar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar, Viðreisnar og Framsóknarflokks standa saman að meirihlutaáliti frá efnahags- og viðskiptanefnd varðandi jöfnun lífeyriskjara. En hinir þrír flokkarnir á þingi leggja hver fram sín sérálit. BSRB gagnrýnir að lífeyriskjör sjóðfélaga undir sextíu ára séu ekki baktryggð. Þá eigi eftir að fjalla um hvernig jafna eigi launakjör opinberra starfsmanna við kjör á almenna markaðnum. Sigríður Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins mælti fyrir meirihlutaáliti flokkanna fjögurra og segir gæta of mikillar svartsýni hjá opinberu stéttarfélögunum varðandi ávöxtun lífeyrissjóða þeirra í framtíðinni. Þá sé engin ein lausn varðandi jöfnun launakjara á vinnumarkaðnum eftir að búið væri að jafn lífeyriskjörin. „En þetta er auðvitað bara verkefni til framtíðar sem mér heyrist stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins vera alveg sammála um að fara í. Þannig að það er ekki verið að vísa þessu vandamáli óleystu inn í framtíðina? Nei, nei alls ekki. Menn eru búnir að lýsa yfir vilja til að skoða þessi mál,“ segir Sigríður. Uppfært:Breytingatillögur Pírata voru ekki felldar í umræðunni, heldur voru þær dregnar til baka í þeirri von að samkomulag gæti tekist um þær í efnahags- og viðskiptanefnd áður en þriðja umræða um málið fer fram á Alþingi. Alþingi Mest lesið „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Sjá meira
Píratar vilja að kveðið verði sterkar á um gagnsæi í störfum kjararáðs en gert er ráð fyrir í frumvarpi um ráðið sem kom til annarrar umræðu í þinginu í dag. Litlar breytingar voru gerðar á frumvarpi fjármálaráðherra um jöfnun lífeyrisréttinda sem BSRB styður ekki óbreytt og er töluverð andstaða við það á þingi. Nú eru aðeins fjórir dagar til jóla og fjárlagafrumvarpið og tengd frumvörp eru enn til umfjöllunar í nefndum Alþingis. Það er því ekki víst að náist að klára þau mál fyrir jól. Í dag ræddi þingmenn aftur annars vegar um kjararáð og hins vegar um jöfnun lífeyrisréttinda. Fulltrúar allra flokka nema Pírata stóðu að áliti efnahags- og viðskiptanefndar um frumvarp fjármálaráðherra um kjararáð sem felur aðallega í sér að þeim sem þiggja laun eftir úrskurðum ráðsins fækkar úr 180 í 150. Björt Ólafsdóttir þingflokksformaður Bjartrar framtíðar sagði breytingar á frumvarpinu tryggja að kjararáð færi eftir þróun kjara á almennum markaði í sínum úrskurðum og gerði það að minnsta kosti einu sinni á ári svo ekki yrði um stór stökk í hækkun launa æðstu ráðmanna. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata mælti fyrir minnihlutaáliti þeirra. „Við hyggjumst leggja fram að kjararáð birti opinberlega fundargerðir sínar. Eins viljum við leggja fram þá tillögu að kjararáði beri að leggja fram opinberlega hagsmunaskrá sína,“ sagði Þórhildur Sunna en breytingatillögur Pírata voru allar felldar. Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins skrifaði undir nefndarálit með fyrirvara og gagnrýndi að í frumvarpinu væri gert ráð fyrir að kjararáð verði sjálfstæð stjórnsýslunefnd sem heyrði þar með undir framkvæmdavaldið. „Geti ekki verið stjórnsýslustofnun og þar af leiðandi hluti af framkvæmdavaldinu og eigi síðan að ákvarða laun dómara. Það einfaldlega standist ekki stjórnarskrána,“ sagði Brynjar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar, Viðreisnar og Framsóknarflokks standa saman að meirihlutaáliti frá efnahags- og viðskiptanefnd varðandi jöfnun lífeyriskjara. En hinir þrír flokkarnir á þingi leggja hver fram sín sérálit. BSRB gagnrýnir að lífeyriskjör sjóðfélaga undir sextíu ára séu ekki baktryggð. Þá eigi eftir að fjalla um hvernig jafna eigi launakjör opinberra starfsmanna við kjör á almenna markaðnum. Sigríður Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins mælti fyrir meirihlutaáliti flokkanna fjögurra og segir gæta of mikillar svartsýni hjá opinberu stéttarfélögunum varðandi ávöxtun lífeyrissjóða þeirra í framtíðinni. Þá sé engin ein lausn varðandi jöfnun launakjara á vinnumarkaðnum eftir að búið væri að jafn lífeyriskjörin. „En þetta er auðvitað bara verkefni til framtíðar sem mér heyrist stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins vera alveg sammála um að fara í. Þannig að það er ekki verið að vísa þessu vandamáli óleystu inn í framtíðina? Nei, nei alls ekki. Menn eru búnir að lýsa yfir vilja til að skoða þessi mál,“ segir Sigríður. Uppfært:Breytingatillögur Pírata voru ekki felldar í umræðunni, heldur voru þær dregnar til baka í þeirri von að samkomulag gæti tekist um þær í efnahags- og viðskiptanefnd áður en þriðja umræða um málið fer fram á Alþingi.
Alþingi Mest lesið „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Sjá meira