Nýi eigandi Grímsstaða: Umdeildur huldumaður með vasa fulla af seðlum Svavar Hávarðsson skrifar 21. desember 2016 07:45 Milljarðamæringurinn og landeigandinn Jim Ratcliffe. vísir/epa Kaup breska milljarðamæringsins Jims Ratcliffe á Grímsstöðum á Fjöllum, ásamt jörðum í Vopnafirði, hafa vakið nokkra athygli – en kannski minni en von var á. Umhverfismál og varðveisla villta laxins í Norður-Atlantshafi er uppgefin ástæða Ratcliffes á kaupunum. Umfjöllun erlendra fjölmiðla um iðnjöfurinn og fyrirtæki hans Ineos, eða það litla sem hefur birst, bendir ekki til þess að umhverfismál séu honum sérstaklega hugleikin þegar kemur að rekstri fyrirtækja í hans eigu. Austurfrétt sagði fyrst frá því í byrjun mánaðarins að fimmti ríkasti maður Bretlandseyja væri orðinn umsvifamikill landeigandi í Vopnafirði – hafi keypt þrjár jarðir í Vopnafirði en ætti hlutdeild í átta öðrum í gegnum Veiðifélagið Streng. Á mánudag greindi RÚV frá kaupum Ratcliffes á 50% af Grímsstöðum á Fjöllum, og í tilkynningu hans sagði að það væri gert með verndunarsjónarmið í huga. Þess má geta að vatnasvið Selár í Vopnafirði nær inn á umrætt land.Auðurinn í milljörðum punda Kaupin hafa vakið spurningar vegna augljósrar tengingar við hugmyndir kínverska auðmannsins Huang Nubo fyrir nokkrum árum – sem vöktu hörð viðbrögð. Síðar lögðu þau Ögmundur Jónasson og Svandís Svavarsdóttir, þingmenn Vinstri grænna, fram þingsályktunartillögu um kaup ríkisins á jörðinni – sem þegar á fjórðung hennar. Gekk málið til nefndar og virðist hafa dagað þar uppi. Jim Ratcliffe virðist vera hálfgerður huldumaður í alþjóðlegu viðskiptalífi – lítið ber á honum persónulega öfugt við umsvif viðskiptaveldis hans. Ineos Group Limited er efnaframleiðslurisi með umsvif í öllum heimshlutum. Velta fyrirtækisins og persónulegur auður Ratcliffes er allur talinn í milljörðum punda, en erfitt er að festa hendur á því hversu efnaður hann er.JR eða Dr. No Í umfjöllun Financial Times um Ratcliffe segir að hann sé hlédrægur og dulur, en hafi verið kallaður JR eftir þekktri persónu úr sápuóperunni Dallas. Eins hefur nafn Dr. No verið tengt við Ratcliffe, og vísað til eins þekktasta illmennis kvikmyndasögunnar. FT nefnir þó ekki í hvaða samhengi þessi viðurnefni voru tengd eiganda Grímsstaða á Fjöllum. Þar segir að nafn fyrirtækis hans, Ineos, sé hins vegar ekki almenningi tamt, þrátt fyrir að framleiðsluvörur þess séu óbeint inni á heimilum milljóna manna – hvort sem það er tappi á flösku, tannkrem, tölvur eða bíllinn fyrir utan. Orkugeirinn tengist fyrirtækinu einnig beint, bæði í vinnslu á olíu og kolum. Breska stórblaðið Guardian fjallaði um fyrirtækið í september síðastliðnum og áform þess um að hefja vinnslu á jarðgasi í Bretlandi með svokölluðu bergbroti (eða fracking) sem hefur vægast sagt verið umdeild aðferð við orkuöflun víða um heim. Snertir það umhverfismál í víðu samhengi og hefur ekki síst verið í umræðunni vegna aukinnar athygli heimsbyggðarinnar á loftslagsbreytingum sem stærsta hagsmunamáls samtíðarinnar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Jarðakaup útlendinga Tengdar fréttir Jörðin á Grímsstöðum seld til bresks milljarðamærings: „Fengu svakalega góða tölu fyrir þetta“ Jóhann Friðgeir Valdimarsson fasteignasali segir Jim Ratcliffe ætla að gera ekki neitt við Grímsstaði. 19. desember 2016 22:53 Ögmundur segir sölu Grímsstaða mark um vesaldóm stjórnvalda Ögmundur Jónasson er harðorður um sölu Grímsstaða á Fjöllum til breska auðkýfingsins Jim Ratcliffe. 20. desember 2016 14:45 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Kaup breska milljarðamæringsins Jims Ratcliffe á Grímsstöðum á Fjöllum, ásamt jörðum í Vopnafirði, hafa vakið nokkra athygli – en kannski minni en von var á. Umhverfismál og varðveisla villta laxins í Norður-Atlantshafi er uppgefin ástæða Ratcliffes á kaupunum. Umfjöllun erlendra fjölmiðla um iðnjöfurinn og fyrirtæki hans Ineos, eða það litla sem hefur birst, bendir ekki til þess að umhverfismál séu honum sérstaklega hugleikin þegar kemur að rekstri fyrirtækja í hans eigu. Austurfrétt sagði fyrst frá því í byrjun mánaðarins að fimmti ríkasti maður Bretlandseyja væri orðinn umsvifamikill landeigandi í Vopnafirði – hafi keypt þrjár jarðir í Vopnafirði en ætti hlutdeild í átta öðrum í gegnum Veiðifélagið Streng. Á mánudag greindi RÚV frá kaupum Ratcliffes á 50% af Grímsstöðum á Fjöllum, og í tilkynningu hans sagði að það væri gert með verndunarsjónarmið í huga. Þess má geta að vatnasvið Selár í Vopnafirði nær inn á umrætt land.Auðurinn í milljörðum punda Kaupin hafa vakið spurningar vegna augljósrar tengingar við hugmyndir kínverska auðmannsins Huang Nubo fyrir nokkrum árum – sem vöktu hörð viðbrögð. Síðar lögðu þau Ögmundur Jónasson og Svandís Svavarsdóttir, þingmenn Vinstri grænna, fram þingsályktunartillögu um kaup ríkisins á jörðinni – sem þegar á fjórðung hennar. Gekk málið til nefndar og virðist hafa dagað þar uppi. Jim Ratcliffe virðist vera hálfgerður huldumaður í alþjóðlegu viðskiptalífi – lítið ber á honum persónulega öfugt við umsvif viðskiptaveldis hans. Ineos Group Limited er efnaframleiðslurisi með umsvif í öllum heimshlutum. Velta fyrirtækisins og persónulegur auður Ratcliffes er allur talinn í milljörðum punda, en erfitt er að festa hendur á því hversu efnaður hann er.JR eða Dr. No Í umfjöllun Financial Times um Ratcliffe segir að hann sé hlédrægur og dulur, en hafi verið kallaður JR eftir þekktri persónu úr sápuóperunni Dallas. Eins hefur nafn Dr. No verið tengt við Ratcliffe, og vísað til eins þekktasta illmennis kvikmyndasögunnar. FT nefnir þó ekki í hvaða samhengi þessi viðurnefni voru tengd eiganda Grímsstaða á Fjöllum. Þar segir að nafn fyrirtækis hans, Ineos, sé hins vegar ekki almenningi tamt, þrátt fyrir að framleiðsluvörur þess séu óbeint inni á heimilum milljóna manna – hvort sem það er tappi á flösku, tannkrem, tölvur eða bíllinn fyrir utan. Orkugeirinn tengist fyrirtækinu einnig beint, bæði í vinnslu á olíu og kolum. Breska stórblaðið Guardian fjallaði um fyrirtækið í september síðastliðnum og áform þess um að hefja vinnslu á jarðgasi í Bretlandi með svokölluðu bergbroti (eða fracking) sem hefur vægast sagt verið umdeild aðferð við orkuöflun víða um heim. Snertir það umhverfismál í víðu samhengi og hefur ekki síst verið í umræðunni vegna aukinnar athygli heimsbyggðarinnar á loftslagsbreytingum sem stærsta hagsmunamáls samtíðarinnar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Jarðakaup útlendinga Tengdar fréttir Jörðin á Grímsstöðum seld til bresks milljarðamærings: „Fengu svakalega góða tölu fyrir þetta“ Jóhann Friðgeir Valdimarsson fasteignasali segir Jim Ratcliffe ætla að gera ekki neitt við Grímsstaði. 19. desember 2016 22:53 Ögmundur segir sölu Grímsstaða mark um vesaldóm stjórnvalda Ögmundur Jónasson er harðorður um sölu Grímsstaða á Fjöllum til breska auðkýfingsins Jim Ratcliffe. 20. desember 2016 14:45 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Jörðin á Grímsstöðum seld til bresks milljarðamærings: „Fengu svakalega góða tölu fyrir þetta“ Jóhann Friðgeir Valdimarsson fasteignasali segir Jim Ratcliffe ætla að gera ekki neitt við Grímsstaði. 19. desember 2016 22:53
Ögmundur segir sölu Grímsstaða mark um vesaldóm stjórnvalda Ögmundur Jónasson er harðorður um sölu Grímsstaða á Fjöllum til breska auðkýfingsins Jim Ratcliffe. 20. desember 2016 14:45