Frumsýna Óþelló tvisvar Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 21. desember 2016 16:16 Leikhópurinn á æfingu. Gísli Örn Garðarsson leikstýrir og Ingvar E. Sigurðsson fer með titilhlutverkið. Vísir/Eyþór Breytt er út af hefðinni í Þjóðleikhúsinu þessi jólin, en þar hefur jólasýningin í mörg ár verið frumsýnd á annan í jólum. Hins vegar verður jólasýningin Óþelló eftir William Shakespeare frumsýnd annað kvöld og sérstök hátíðarsýning verður á annan í jólum. Samkvæmt Júlíu Aradóttur, kynningarfulltrúa hjá Þjóðleikhúsinu er ástæðan sú að einungis hluti sætanna í stóra salnum nýtist, meðal annars er ekki hægt að sitja á svölunum. „Ástæðan er í raun sú að leikmyndin er þannig að það nýtist bara hluti af sætunum í salnum. Þannig að við þurftum eiginlega að skipta þessu á tvær dagsetningar til að koma öllum fyrir, kortagestum, boðslistum, aðstandendum og öllu þessu. Og þá var bara þessi lausn ákveðin, ákveðið að prófa þetta,“ segir Júlía í samtali við Vísi sem segir jafnframt þetta vera í fyrsta skipti svo hún viti til sem brugðið er út af þeirri hefð að frumsýna á annan í jólum.Sjá einnig: Segir leikhúsið vera karlaheimMiðaverð á frumsýningar er yfirleitt um það bil tvöfalt hærra en miðaverð á venjulegar sýningar og verður það einnig svo á hátíðarsýninguna á annan í jólum. Miði á þá sýningu kostar 9.900 krónur en miði á aðrar sýningar eftir það er á 5.500 krónur. „Við nálgumst þetta eins og tvær frumsýningar. Það er bæði núna á morgun og svo annan í jólum sem við köllum hátíðarsýningu. Það er atriði fyrir mörgum sem hafa komið á annan í jólum í mörg ár, að halda í hefðina. Þannig við erum eiginlega með tvöfalda frumsýningu,“ segir Júlía.Meiri ró í hópnum Það er gamalgróin hjátrú í leikhúsi að önnur sýning sé ekki nándar jafn góð og frumsýningin. Júlía segir þó að leikhúsgestir sem koma á annan í jólum hafi ekkert að óttast og að margir hafi tekið vel í það að koma fyrir jól. „Kortagestirnir, sem eru frumsýningarkortagestir, skiptast eiginlega í tvennt. Öðrum helmingnum finnst fínt að koma fyrir jól en hinn vill halda í hefðina og koma á annan í jólum. Svo er reyndar, það er svo fyndið með þessa aðra sýningu. Þessi mýta er einhvernvegin í gangi en hún er oft bara ekki verri af því að edge-ið er komið af þannig það eru allir rólegri. Ekki sama stressið. Það er svona meiri ró í hópnum.“ Leikmyndin er þannig upp sett að ekki er hægt að nýta 140 sæti af þeim 500 sem eru í salnum. „Þetta er alveg stór hluti. Þannig það er eiginlega bara með því að hafa tvær sýningar er þetta rétt rúmlega sætafjöldinn á eina sýningu með öllum sætum. Þetta kemur nánast út á sléttu.“ Menning Tengdar fréttir Grípa í skugga á sviðinu Harmleikurinn um Óþelló er jólasýning Þjóðleikhússins í ár. Þau Arnmundur Backman og Aldís Hamilton fara með hlutverk í sýningunni og ræða um leikverkið og arfleifð foreldra sinna. 3. desember 2016 11:00 Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Breytt er út af hefðinni í Þjóðleikhúsinu þessi jólin, en þar hefur jólasýningin í mörg ár verið frumsýnd á annan í jólum. Hins vegar verður jólasýningin Óþelló eftir William Shakespeare frumsýnd annað kvöld og sérstök hátíðarsýning verður á annan í jólum. Samkvæmt Júlíu Aradóttur, kynningarfulltrúa hjá Þjóðleikhúsinu er ástæðan sú að einungis hluti sætanna í stóra salnum nýtist, meðal annars er ekki hægt að sitja á svölunum. „Ástæðan er í raun sú að leikmyndin er þannig að það nýtist bara hluti af sætunum í salnum. Þannig að við þurftum eiginlega að skipta þessu á tvær dagsetningar til að koma öllum fyrir, kortagestum, boðslistum, aðstandendum og öllu þessu. Og þá var bara þessi lausn ákveðin, ákveðið að prófa þetta,“ segir Júlía í samtali við Vísi sem segir jafnframt þetta vera í fyrsta skipti svo hún viti til sem brugðið er út af þeirri hefð að frumsýna á annan í jólum.Sjá einnig: Segir leikhúsið vera karlaheimMiðaverð á frumsýningar er yfirleitt um það bil tvöfalt hærra en miðaverð á venjulegar sýningar og verður það einnig svo á hátíðarsýninguna á annan í jólum. Miði á þá sýningu kostar 9.900 krónur en miði á aðrar sýningar eftir það er á 5.500 krónur. „Við nálgumst þetta eins og tvær frumsýningar. Það er bæði núna á morgun og svo annan í jólum sem við köllum hátíðarsýningu. Það er atriði fyrir mörgum sem hafa komið á annan í jólum í mörg ár, að halda í hefðina. Þannig við erum eiginlega með tvöfalda frumsýningu,“ segir Júlía.Meiri ró í hópnum Það er gamalgróin hjátrú í leikhúsi að önnur sýning sé ekki nándar jafn góð og frumsýningin. Júlía segir þó að leikhúsgestir sem koma á annan í jólum hafi ekkert að óttast og að margir hafi tekið vel í það að koma fyrir jól. „Kortagestirnir, sem eru frumsýningarkortagestir, skiptast eiginlega í tvennt. Öðrum helmingnum finnst fínt að koma fyrir jól en hinn vill halda í hefðina og koma á annan í jólum. Svo er reyndar, það er svo fyndið með þessa aðra sýningu. Þessi mýta er einhvernvegin í gangi en hún er oft bara ekki verri af því að edge-ið er komið af þannig það eru allir rólegri. Ekki sama stressið. Það er svona meiri ró í hópnum.“ Leikmyndin er þannig upp sett að ekki er hægt að nýta 140 sæti af þeim 500 sem eru í salnum. „Þetta er alveg stór hluti. Þannig það er eiginlega bara með því að hafa tvær sýningar er þetta rétt rúmlega sætafjöldinn á eina sýningu með öllum sætum. Þetta kemur nánast út á sléttu.“
Menning Tengdar fréttir Grípa í skugga á sviðinu Harmleikurinn um Óþelló er jólasýning Þjóðleikhússins í ár. Þau Arnmundur Backman og Aldís Hamilton fara með hlutverk í sýningunni og ræða um leikverkið og arfleifð foreldra sinna. 3. desember 2016 11:00 Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Grípa í skugga á sviðinu Harmleikurinn um Óþelló er jólasýning Þjóðleikhússins í ár. Þau Arnmundur Backman og Aldís Hamilton fara með hlutverk í sýningunni og ræða um leikverkið og arfleifð foreldra sinna. 3. desember 2016 11:00