Geðveik jólagjöf María Bjarnadóttir skrifar 23. desember 2016 07:00 Landlæknir skrifaði nýlega um að Norðurlandamet Íslendinga í lyfjanotkun ætti rætur í kerfisvanda og að það þyrfti að huga að fleiri geðheilbrigðisúrræðum en ávísun lyfja. Þetta eru engar fréttir fyrir almenning sem hefur kallað eftir auknu aðgengi að sálfræðiþjónustu. Það er undirskriftalisti á Facebook. Þetta var meira að segja sjóðheitt kosningamál. Fyrir kosningar voru allir flokkar sammála um að það þyrfti aukið fjármagn í geðheilbrigðismál. Meira fjármagn og fleiri sálfræðinga. Alveg akút. Fjármálaráðherra sagði í umræðum um heilbrigðismál fyrir kosningar að við værum „að missa alltof margt ungt fólk í örorku af því að við erum að bregðast þessu fólki á fyrstu stigum vandans“. Nýkjörinn þingmaður Pírata var í mikilvægu viðtali í vikunni þar sem hann benti á að íslenskt samfélag hefði misst 49 einstaklinga í sjálfsvíg á síðasta ári og að það yrði að veita fé til forvarna og stórauka þjónustu. Það væri hreinlega lífsnauðsynlegt. Heppilegt að nú eru til umræðu fjárlög á Alþingi. Í frumvarpinu er tekið fram að auka eigi fjármagn til heilsugæslu svo hún geti veitt sálfræðiþjónustu í samræmi við ályktun Alþingis frá í apríl. Fjárhæðin er 60 milljónir. Með launatengdum gjöldum dekkar þetta laun fyrir rúmlega 6 sálfræðinga. Þvílík ofurmenni ef þessir 6 starfsmenn eiga að duga til að bregðast við vandanum. Hvernig væri að þingmenn myndu standa við gefin kosningaloforð, bregðast við ábendingum sérfræðinga og notenda og þrykkja í gegn almennilegri fjárveitingu í málaflokkinn? Væri það ekki geðveik jólagjöf til okkar allra? Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi María Bjarnadóttir Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Landlæknir skrifaði nýlega um að Norðurlandamet Íslendinga í lyfjanotkun ætti rætur í kerfisvanda og að það þyrfti að huga að fleiri geðheilbrigðisúrræðum en ávísun lyfja. Þetta eru engar fréttir fyrir almenning sem hefur kallað eftir auknu aðgengi að sálfræðiþjónustu. Það er undirskriftalisti á Facebook. Þetta var meira að segja sjóðheitt kosningamál. Fyrir kosningar voru allir flokkar sammála um að það þyrfti aukið fjármagn í geðheilbrigðismál. Meira fjármagn og fleiri sálfræðinga. Alveg akút. Fjármálaráðherra sagði í umræðum um heilbrigðismál fyrir kosningar að við værum „að missa alltof margt ungt fólk í örorku af því að við erum að bregðast þessu fólki á fyrstu stigum vandans“. Nýkjörinn þingmaður Pírata var í mikilvægu viðtali í vikunni þar sem hann benti á að íslenskt samfélag hefði misst 49 einstaklinga í sjálfsvíg á síðasta ári og að það yrði að veita fé til forvarna og stórauka þjónustu. Það væri hreinlega lífsnauðsynlegt. Heppilegt að nú eru til umræðu fjárlög á Alþingi. Í frumvarpinu er tekið fram að auka eigi fjármagn til heilsugæslu svo hún geti veitt sálfræðiþjónustu í samræmi við ályktun Alþingis frá í apríl. Fjárhæðin er 60 milljónir. Með launatengdum gjöldum dekkar þetta laun fyrir rúmlega 6 sálfræðinga. Þvílík ofurmenni ef þessir 6 starfsmenn eiga að duga til að bregðast við vandanum. Hvernig væri að þingmenn myndu standa við gefin kosningaloforð, bregðast við ábendingum sérfræðinga og notenda og þrykkja í gegn almennilegri fjárveitingu í málaflokkinn? Væri það ekki geðveik jólagjöf til okkar allra? Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun