Basillauf í baunadós Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 24. desember 2016 07:00 Nýbúar, einföld ljósmyndaröð Birgis Andréssonar myndlistarmanns, sem lést langt fyrir aldur fram rétt rúmlega fimmtugur fyrir bráðum áratug, er einlæg og falleg lýsing á sýn listamannsins á útlent fólk sem sest að á Íslandi. Birgir plantar kryddjurtum í dósir undan afurðum frá niðursuðuverksmiðjunni Ora. Jurtirnar, sem flestir þekkja nöfnin á núorðið, voru framandi flestum Íslendingum fyrir örfáum árum. En á myndum Birgis dafna þær vel og eru afar gróskumiklar í sinni nýju en alíslensku dós, sem finna má í eldhússkápnum á flestum íslenskum heimilum. Jurtirnar eru tákn um gróskuna sem straumar frá framandi slóðum flytja með sér ef vel er hlúð að þeim. Dæmi eru basillauf í baunadós og tamarillo í túnfiskdós. Alþingi veitti fyrir jólahelgina rúmlega þrjátíu nýbúum ríkisborgararétt. Fólkið kemur frá fjarlægum löndum eins og Súdan, Gana, Bólivíu, Haíti og Kósóvó. Margt þetta fólk hefur þegar sett áberandi svip á bæjarlífið í Reykjavík eða sinni nýju heimabyggð með blæbrigðum sem við vildum ekki vera án. Í umræðum um málið á Alþingi tók Pawel Bartoszek, nýr þingmaður Viðreisnar, sem er af pólsku bergi brotinn, til máls. Hann rifjaði upp þau tímamót þegar hann sjálfur og móðir hans fengu ríkisborgararétt fyrir tveimur áratugum. Pawel óskaði nýjum ríkisborgurum til hamingju með daginn og þakkaði forseta þingsins, Steingrími J. Sigfússyni, sem einn núverandi þingmanna sat á þingi, þegar hann fékk ríkisborgararétt á Íslandi. Í framhaldinu urðu atvik, sem gefa skemmtilega mynd af Alþingi. Þau eru eiginlega gleðileg andstaða við þá mynd sem við erum vön að fá úr þingsal síðustu dagana fyrir jól – árstíma málþófs og hvimleiðra orðahnippinga milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Fleiri myndir af þessu tagi myndu hjálpa Alþingi að reka af sér slyðruorðið, sem með réttu eða röngu fer af því meðal landsmanna. Pawel er einn þeirra fjölmörgu, sem staðfesta boðskap Birgis Andréssonar. Hann segir sömu söguna og basillaufin í baunadósinni. Menn geta verið sammála honum eða ósammála í pólitík en varla verður um það deilt, að hann hefur komið með nýja og að sumu leyti ferska sýn í greinaskrifum og pólitískri umræðu. Pawel sat líka í stjórnlagaráði, sem tókst að koma sér saman um drög að nýrri stjórnarskrá án áberandi átaka – verkefni sem Alþingi hefur ekki tekist að leysa þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir í þrjá aldarfjórðunga. Hann er einn fjölmargra nýbúa sem hafa bætt við það, sem fyrir er, á vettvangi sem margir fylgjast með. Það er einkar ánægjulegt að þinglok fyrir jólin séu í þessum anda. Við skulum vona að í því felist fyrirheit um betri tíma. Það væri kærkomin jólagjöf.Gleðileg jól! Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun
Nýbúar, einföld ljósmyndaröð Birgis Andréssonar myndlistarmanns, sem lést langt fyrir aldur fram rétt rúmlega fimmtugur fyrir bráðum áratug, er einlæg og falleg lýsing á sýn listamannsins á útlent fólk sem sest að á Íslandi. Birgir plantar kryddjurtum í dósir undan afurðum frá niðursuðuverksmiðjunni Ora. Jurtirnar, sem flestir þekkja nöfnin á núorðið, voru framandi flestum Íslendingum fyrir örfáum árum. En á myndum Birgis dafna þær vel og eru afar gróskumiklar í sinni nýju en alíslensku dós, sem finna má í eldhússkápnum á flestum íslenskum heimilum. Jurtirnar eru tákn um gróskuna sem straumar frá framandi slóðum flytja með sér ef vel er hlúð að þeim. Dæmi eru basillauf í baunadós og tamarillo í túnfiskdós. Alþingi veitti fyrir jólahelgina rúmlega þrjátíu nýbúum ríkisborgararétt. Fólkið kemur frá fjarlægum löndum eins og Súdan, Gana, Bólivíu, Haíti og Kósóvó. Margt þetta fólk hefur þegar sett áberandi svip á bæjarlífið í Reykjavík eða sinni nýju heimabyggð með blæbrigðum sem við vildum ekki vera án. Í umræðum um málið á Alþingi tók Pawel Bartoszek, nýr þingmaður Viðreisnar, sem er af pólsku bergi brotinn, til máls. Hann rifjaði upp þau tímamót þegar hann sjálfur og móðir hans fengu ríkisborgararétt fyrir tveimur áratugum. Pawel óskaði nýjum ríkisborgurum til hamingju með daginn og þakkaði forseta þingsins, Steingrími J. Sigfússyni, sem einn núverandi þingmanna sat á þingi, þegar hann fékk ríkisborgararétt á Íslandi. Í framhaldinu urðu atvik, sem gefa skemmtilega mynd af Alþingi. Þau eru eiginlega gleðileg andstaða við þá mynd sem við erum vön að fá úr þingsal síðustu dagana fyrir jól – árstíma málþófs og hvimleiðra orðahnippinga milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Fleiri myndir af þessu tagi myndu hjálpa Alþingi að reka af sér slyðruorðið, sem með réttu eða röngu fer af því meðal landsmanna. Pawel er einn þeirra fjölmörgu, sem staðfesta boðskap Birgis Andréssonar. Hann segir sömu söguna og basillaufin í baunadósinni. Menn geta verið sammála honum eða ósammála í pólitík en varla verður um það deilt, að hann hefur komið með nýja og að sumu leyti ferska sýn í greinaskrifum og pólitískri umræðu. Pawel sat líka í stjórnlagaráði, sem tókst að koma sér saman um drög að nýrri stjórnarskrá án áberandi átaka – verkefni sem Alþingi hefur ekki tekist að leysa þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir í þrjá aldarfjórðunga. Hann er einn fjölmargra nýbúa sem hafa bætt við það, sem fyrir er, á vettvangi sem margir fylgjast með. Það er einkar ánægjulegt að þinglok fyrir jólin séu í þessum anda. Við skulum vona að í því felist fyrirheit um betri tíma. Það væri kærkomin jólagjöf.Gleðileg jól! Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun