Formenn Bjartrar og Viðreisnar bíða viðbragða Bjarna við málefnatillögum Heimir Már Pétursson skrifar 28. desember 2016 18:32 Formenn Viðreisnar og Bjartrar framtíðar kynntu málefnatillögur fyrir formanni Sjálfstæðisflokksins í gær, en formennirnir þrír hafa varist allra frétta af viðræðum þeirra undanfarna tvo sólarhringa. Miklar þreifingar eiga sér stað á bakvið tjöldin og þingflokkar bæði Bjartrar og Viðreisnar funduðu um stöðuna í dag. Leiðtogar Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar hafa farið með veggjum í gær og í dag en þeir funduðu í gær um mögulega stjórnarmyndun þeirra. Þar lögðu Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar og Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar fram ákveðnar tillögur fyrir Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins samkvæmt heimildum fréttastofunnar og bíða þeir enn viðbragða við þeim eftir því sem fréttastofan kemst næst. Þingflokkar Viðreisnar og Bjartrar framtíðar funduðu í sitthvoru lagi upp úr hádegi og bjóst Benedikt Jóhannesson fyrir þann fund við því að geta rætt við fréttamenn seinnipartinn í dag. En hann hefur hins vegar ekki enn gefið kost á viðtali og fátt hefur verið um svör frá honum sem og leiðtogum hinna flokkanna. Þá verjast þingmenn flokkanna þriggja allra frétta. Ljóst er að ólík stefna þessara flokka varðandi þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu um framtíð viðræðna við Evrópusambandið sem og varðandi breytta stefnu við úthlutun veiðiheimilda er enn stærsta og erfiðasta ágreiningsefnið. Flokkarnir hafa hins vegar rætt saman áður fljótlega eftir kosningar og verið í þreifingum undanfarið og ættu því að vera farnir að þekkja sársaukamörk hvers annars varðandi málamiðlanir. Forseti Íslands hefur einu sinni áður í ferlinu að loknum kosningum ákveðið að veita engum einum umboð til myndunar ríkisstjórnar en spurningin er hversu mikil þolinmæði hans er nú ef ekki fer að skýrast á allra næstu dögum hvort þessir þrír flokkar geti náð saman. Hann gæti þá gripið til þess ráðs að veita einhverjum formanni formlega umboðið í þeirri von að nýtt stjórnarmynstur gæti komið fram. Eða þá að hann kannaði möguleika á að einhverjir flokkar væru til í að verja aðra flokka vantrausti í minnihlutastjórn. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Úrslita að vænta í tilraunum til myndunar ACD stjórnar Leiðtogar stjórnmálaflokkanna láta ekki ná í sig þessar klukkustundirnar sem bendir til þess að einhverjar viðræður sé í gangi á milli þeirra. 28. desember 2016 11:49 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira
Formenn Viðreisnar og Bjartrar framtíðar kynntu málefnatillögur fyrir formanni Sjálfstæðisflokksins í gær, en formennirnir þrír hafa varist allra frétta af viðræðum þeirra undanfarna tvo sólarhringa. Miklar þreifingar eiga sér stað á bakvið tjöldin og þingflokkar bæði Bjartrar og Viðreisnar funduðu um stöðuna í dag. Leiðtogar Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar hafa farið með veggjum í gær og í dag en þeir funduðu í gær um mögulega stjórnarmyndun þeirra. Þar lögðu Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar og Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar fram ákveðnar tillögur fyrir Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins samkvæmt heimildum fréttastofunnar og bíða þeir enn viðbragða við þeim eftir því sem fréttastofan kemst næst. Þingflokkar Viðreisnar og Bjartrar framtíðar funduðu í sitthvoru lagi upp úr hádegi og bjóst Benedikt Jóhannesson fyrir þann fund við því að geta rætt við fréttamenn seinnipartinn í dag. En hann hefur hins vegar ekki enn gefið kost á viðtali og fátt hefur verið um svör frá honum sem og leiðtogum hinna flokkanna. Þá verjast þingmenn flokkanna þriggja allra frétta. Ljóst er að ólík stefna þessara flokka varðandi þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu um framtíð viðræðna við Evrópusambandið sem og varðandi breytta stefnu við úthlutun veiðiheimilda er enn stærsta og erfiðasta ágreiningsefnið. Flokkarnir hafa hins vegar rætt saman áður fljótlega eftir kosningar og verið í þreifingum undanfarið og ættu því að vera farnir að þekkja sársaukamörk hvers annars varðandi málamiðlanir. Forseti Íslands hefur einu sinni áður í ferlinu að loknum kosningum ákveðið að veita engum einum umboð til myndunar ríkisstjórnar en spurningin er hversu mikil þolinmæði hans er nú ef ekki fer að skýrast á allra næstu dögum hvort þessir þrír flokkar geti náð saman. Hann gæti þá gripið til þess ráðs að veita einhverjum formanni formlega umboðið í þeirri von að nýtt stjórnarmynstur gæti komið fram. Eða þá að hann kannaði möguleika á að einhverjir flokkar væru til í að verja aðra flokka vantrausti í minnihlutastjórn.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Úrslita að vænta í tilraunum til myndunar ACD stjórnar Leiðtogar stjórnmálaflokkanna láta ekki ná í sig þessar klukkustundirnar sem bendir til þess að einhverjar viðræður sé í gangi á milli þeirra. 28. desember 2016 11:49 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira
Úrslita að vænta í tilraunum til myndunar ACD stjórnar Leiðtogar stjórnmálaflokkanna láta ekki ná í sig þessar klukkustundirnar sem bendir til þess að einhverjar viðræður sé í gangi á milli þeirra. 28. desember 2016 11:49