Gróðusetja tré á aðventunni Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 10. desember 2016 20:30 Hitinn var fjögur til átta stig á Íslandi í dag og enn hærri tölur eru á veðurkorti morgundagsins. Veðurfræðingar segja aldrei hafa mælst hærri meðalhiti frá því mælingar hófust um miðbik nítjándu aldar. Nú þegar tvær vikur eru til jóla er til að mynda autt í Bláfjöllum, húsflugur hafa vaknað til lífsins og suða inni á heimilum og grasið er víða enn fagurgrænt. Og þau eru misjöfn desemberverkin en hestamenn í Spretti nýta aðventuna til að gróðursetja tré. „Maður er úti á peysunni í tíu stiga hita í desember. Þetta er með ólíkindum,” segir Óskar Páll, hestamaður í Spretti. Skógfræðingur segir það frábæra hugmynd að gróðursetja í þessu veðurfari. “Þetta er í rauninni besti tíminn. Plönturnar eru í dvala og það er ófrosin jörð og fólk á endilega að nýta tímann til gróðusetningar ef það hefur tök á,” segir Aðalsteinn Sigurgeirsson og bætir við að ekki þurfi að hafa áhyggjur af gróðrinum í svona tíð. „Þessar trjátegundir sem við erum með eru aðlagaðar svona hita á þessum tíma, þær eru komnar í djúpan dvala og það þarf eitthvað mikið að ganga á til að þær brjóti þann dvala og laufgist,” segir hann og að þvert á móti gætu hlýindin haft góð áhrif á gróðurinn. „Það getur einmitt gerst að þegar vorið kemur þá verður enginn holklaki í jörðu, rótarkerfið er bara tilbúið að fara af stað og það verða í raun minni ræktunarvandamál, en annars,” segir Aðalsteinn, skógfræðingur. Veður Tengdar fréttir Meiri líkur en minni á rauðum jólum "Það er ekki neinn kuldi í kortunum hjá okkur.“ 6. desember 2016 11:19 Sjáðu muninn á Reykjavík milli ára: Hiti aldrei hærri í ár en snjódýptin aldrei meiri í fyrra Margir munu eflaust þá daga þegar snjór var í Reykjavík en það þarf svo sem ekki að leita langt aftur í tímann. 8. desember 2016 11:45 Styttist í að garðyrkjufólk fari að klóra sér í höfðinu yfir hlýindunum "Við erum farin að sjá brum þrútna.“ 7. desember 2016 13:17 Ekkert lát á hlýindum: 13 stiga hiti á Hvammi undir Eyjafjöllum í nótt Samkvæmt spá Veðurstofu Íslands er ekkert lát á þessum hlýindum, og verða Íslendingar meira og minna í mildu lofti næstu vikuna. 7. desember 2016 11:25 Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Fleiri fréttir Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastalund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Sjá meira
Hitinn var fjögur til átta stig á Íslandi í dag og enn hærri tölur eru á veðurkorti morgundagsins. Veðurfræðingar segja aldrei hafa mælst hærri meðalhiti frá því mælingar hófust um miðbik nítjándu aldar. Nú þegar tvær vikur eru til jóla er til að mynda autt í Bláfjöllum, húsflugur hafa vaknað til lífsins og suða inni á heimilum og grasið er víða enn fagurgrænt. Og þau eru misjöfn desemberverkin en hestamenn í Spretti nýta aðventuna til að gróðursetja tré. „Maður er úti á peysunni í tíu stiga hita í desember. Þetta er með ólíkindum,” segir Óskar Páll, hestamaður í Spretti. Skógfræðingur segir það frábæra hugmynd að gróðursetja í þessu veðurfari. “Þetta er í rauninni besti tíminn. Plönturnar eru í dvala og það er ófrosin jörð og fólk á endilega að nýta tímann til gróðusetningar ef það hefur tök á,” segir Aðalsteinn Sigurgeirsson og bætir við að ekki þurfi að hafa áhyggjur af gróðrinum í svona tíð. „Þessar trjátegundir sem við erum með eru aðlagaðar svona hita á þessum tíma, þær eru komnar í djúpan dvala og það þarf eitthvað mikið að ganga á til að þær brjóti þann dvala og laufgist,” segir hann og að þvert á móti gætu hlýindin haft góð áhrif á gróðurinn. „Það getur einmitt gerst að þegar vorið kemur þá verður enginn holklaki í jörðu, rótarkerfið er bara tilbúið að fara af stað og það verða í raun minni ræktunarvandamál, en annars,” segir Aðalsteinn, skógfræðingur.
Veður Tengdar fréttir Meiri líkur en minni á rauðum jólum "Það er ekki neinn kuldi í kortunum hjá okkur.“ 6. desember 2016 11:19 Sjáðu muninn á Reykjavík milli ára: Hiti aldrei hærri í ár en snjódýptin aldrei meiri í fyrra Margir munu eflaust þá daga þegar snjór var í Reykjavík en það þarf svo sem ekki að leita langt aftur í tímann. 8. desember 2016 11:45 Styttist í að garðyrkjufólk fari að klóra sér í höfðinu yfir hlýindunum "Við erum farin að sjá brum þrútna.“ 7. desember 2016 13:17 Ekkert lát á hlýindum: 13 stiga hiti á Hvammi undir Eyjafjöllum í nótt Samkvæmt spá Veðurstofu Íslands er ekkert lát á þessum hlýindum, og verða Íslendingar meira og minna í mildu lofti næstu vikuna. 7. desember 2016 11:25 Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Fleiri fréttir Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastalund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Sjá meira
Meiri líkur en minni á rauðum jólum "Það er ekki neinn kuldi í kortunum hjá okkur.“ 6. desember 2016 11:19
Sjáðu muninn á Reykjavík milli ára: Hiti aldrei hærri í ár en snjódýptin aldrei meiri í fyrra Margir munu eflaust þá daga þegar snjór var í Reykjavík en það þarf svo sem ekki að leita langt aftur í tímann. 8. desember 2016 11:45
Styttist í að garðyrkjufólk fari að klóra sér í höfðinu yfir hlýindunum "Við erum farin að sjá brum þrútna.“ 7. desember 2016 13:17
Ekkert lát á hlýindum: 13 stiga hiti á Hvammi undir Eyjafjöllum í nótt Samkvæmt spá Veðurstofu Íslands er ekkert lát á þessum hlýindum, og verða Íslendingar meira og minna í mildu lofti næstu vikuna. 7. desember 2016 11:25