Ó, mín meðvirka þjóð Helga Vala Helgadóttir skrifar 12. desember 2016 07:00 Á dögunum fór fram ráðning í stöðu þingmanna Íslendinga. 63 manneskjur skyldu valdar úr hópi fjölda umsækjenda. Umsóknarferlið var ekkert sérstaklega langt en allir umsækjendur gerðu sitt til að telja okkur trú um ágæti sitt og ástæðu þess að þeir skyldu valdir. Á meðal umsækjenda voru einstaklingar sem áður hafa verið í vinnu hjá okkur. Þar á meðal þeir sem ekki hafa séð sér fært að mæta til vinnu undanfarna mánuði en hafa þó verið á fullum launum allan tímann. Vinnuveitendurnir vita af þessu. Við vitum að þessir tilteknu einstaklingar hafa lítið sem ekkert mætt til vinnu en gerum ekkert til að mótmæla því. Eftir að ráðið var í stöður þingmanna að nýju þann 29. október sl. hafa örfáir dagar liðið þar sem óskað hefur verið eftir starfskröftum þingmannanna en þessir sömu ekki enn séð sér fært að mæta í vinnu. Einhverra hluta vegna segjum við ekki neitt. Við látum eins og það sé fullkomlega eðlilegt að þiggja laun sem eru margföld meðallaun almenns borgara án þess að láta svo lítið að mæta til vinnu. Hvar annars staðar myndi slíkt vera samþykkt? Hvar annars staðar þætti það eðlilegt að þú tækir að þér opinbert starf og mættir bara ekkert? Er ekki kominn tími til að við fáum skrifstofustjóra Alþingis til að birta samantekt óútskýrðra fjarvista þingmanna svo við getum haft alvöru yfirsýn yfir mætingar þeirra, sem og að settar verði reglur um það hvernig taka eigi á svona skrópurum? Þetta geta ekki verið eðlileg skilaboð til annarra starfsmanna hins opinbera.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Helga Vala Helgadóttir Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun
Á dögunum fór fram ráðning í stöðu þingmanna Íslendinga. 63 manneskjur skyldu valdar úr hópi fjölda umsækjenda. Umsóknarferlið var ekkert sérstaklega langt en allir umsækjendur gerðu sitt til að telja okkur trú um ágæti sitt og ástæðu þess að þeir skyldu valdir. Á meðal umsækjenda voru einstaklingar sem áður hafa verið í vinnu hjá okkur. Þar á meðal þeir sem ekki hafa séð sér fært að mæta til vinnu undanfarna mánuði en hafa þó verið á fullum launum allan tímann. Vinnuveitendurnir vita af þessu. Við vitum að þessir tilteknu einstaklingar hafa lítið sem ekkert mætt til vinnu en gerum ekkert til að mótmæla því. Eftir að ráðið var í stöður þingmanna að nýju þann 29. október sl. hafa örfáir dagar liðið þar sem óskað hefur verið eftir starfskröftum þingmannanna en þessir sömu ekki enn séð sér fært að mæta í vinnu. Einhverra hluta vegna segjum við ekki neitt. Við látum eins og það sé fullkomlega eðlilegt að þiggja laun sem eru margföld meðallaun almenns borgara án þess að láta svo lítið að mæta til vinnu. Hvar annars staðar myndi slíkt vera samþykkt? Hvar annars staðar þætti það eðlilegt að þú tækir að þér opinbert starf og mættir bara ekkert? Er ekki kominn tími til að við fáum skrifstofustjóra Alþingis til að birta samantekt óútskýrðra fjarvista þingmanna svo við getum haft alvöru yfirsýn yfir mætingar þeirra, sem og að settar verði reglur um það hvernig taka eigi á svona skrópurum? Þetta geta ekki verið eðlileg skilaboð til annarra starfsmanna hins opinbera.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun