Volkswagen T-Roc kemur 2017 Finnur Thorlacius skrifar 12. desember 2016 10:11 Volkswagen T-Roc. Volkswagen sýndi tilraunabílinn T-Roc árið 2014, en þar fer fremur smár jepplingur, bíll á stærð við Volkswagen Golf, enda að miklu leiti byggður á honum. Svo virðist sem Volkswagen sé komið afar langt í þróun þessa bíls því tilkynnt hefur verið að fyrirtækið muni sýna svo til framleiðslutilbúna útfærslu hans á bílasýningunni í Genf í mars komandi. Heimildir herma að Volkswagen stefni að því að sýna endanlega útgáfu hans á bílasýningunni í Frankfurt í september og bíllinn verði svo kominn í sölu fyrir enda næsta árs. Svo virðist sem Volkswagen ætli að halda sig við nafnið T-Roc, en það var upphaflegi tilraunabíllinn nefndur. Í tilraunabílnum var opnanlegt tvískipt þak sem hægt var að stinga í skottið, en til stendur að framleiða bílinn með venjulegu föstu þaki. T-Roc er nokkru minni bíll en Tiguan jepplingurinn, eða 4,18 metrar að lengd á móti 4,49 m Tiguan og einnig mjórri og talsvert lægri. Segja má að T-Roc verði dálítið eins og hækkaður Golf og ekki er talið ólíklegt að hann verði alveg eins að innan. Hann mun að auki fá sama vélbúnað og Golf og getgátur eru um að hann verði framleiddur í GTI útfærslu með 230 eða 245 hestafla vélum. Í fyrstu mun T-Roc eingöngu verða í boði framhjóladrifinn, en seinna meir einnig fjórhjóladrifinn. Þá stendur einnig til að bjóða hann sem tengiltvinnbíl og sem rafmagnsbíl. Það kemur ef til vill ekki mikið á óvart að Volkswagen ákveði að smíða T-Roc, en minni jepplingar seljast einkum vel um allan heim nú. Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent
Volkswagen sýndi tilraunabílinn T-Roc árið 2014, en þar fer fremur smár jepplingur, bíll á stærð við Volkswagen Golf, enda að miklu leiti byggður á honum. Svo virðist sem Volkswagen sé komið afar langt í þróun þessa bíls því tilkynnt hefur verið að fyrirtækið muni sýna svo til framleiðslutilbúna útfærslu hans á bílasýningunni í Genf í mars komandi. Heimildir herma að Volkswagen stefni að því að sýna endanlega útgáfu hans á bílasýningunni í Frankfurt í september og bíllinn verði svo kominn í sölu fyrir enda næsta árs. Svo virðist sem Volkswagen ætli að halda sig við nafnið T-Roc, en það var upphaflegi tilraunabíllinn nefndur. Í tilraunabílnum var opnanlegt tvískipt þak sem hægt var að stinga í skottið, en til stendur að framleiða bílinn með venjulegu föstu þaki. T-Roc er nokkru minni bíll en Tiguan jepplingurinn, eða 4,18 metrar að lengd á móti 4,49 m Tiguan og einnig mjórri og talsvert lægri. Segja má að T-Roc verði dálítið eins og hækkaður Golf og ekki er talið ólíklegt að hann verði alveg eins að innan. Hann mun að auki fá sama vélbúnað og Golf og getgátur eru um að hann verði framleiddur í GTI útfærslu með 230 eða 245 hestafla vélum. Í fyrstu mun T-Roc eingöngu verða í boði framhjóladrifinn, en seinna meir einnig fjórhjóladrifinn. Þá stendur einnig til að bjóða hann sem tengiltvinnbíl og sem rafmagnsbíl. Það kemur ef til vill ekki mikið á óvart að Volkswagen ákveði að smíða T-Roc, en minni jepplingar seljast einkum vel um allan heim nú.
Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent