Kia GT er 5,1 sek. í 100 Finnur Thorlacius skrifar 12. desember 2016 14:13 Kia mun kynna sportbílinn Kia GT á bílasýningunni í Detroit í næsta mánuði, en þar fer sneggsti bíll sem S-kóreski bílaframleiðandinn hefur nokkurn tíma framleitt. Hann er aðeins 5,1 sekúndu í 100 km hraða, enda 315 hestöfl. Vélin í bílnum átti upphaflega að vera í KIA GT4 Stinger sem Kia kynnti sem tilraunabíl fyrir nokkrum árum, en hefur hætt við að framleiða. Í Evrópu verður Kia GT einnig í boði með dísilvél, líklega sömu 197 hestafla vélinni og er í Hyundai Santa Fe. Kia hefur verið að reyna GT bílinn á Nürburgring brautinni og akstur hans þar má sjá í myndskeiðinu hér að ofan. Þar sést meðal annars að bílnum er ekið á 244 km hraða, en hámarkshraði bílsins er víst nálægt 280 km/klst. Einnig sést að bílnum hefur verið ekið 13.164 kílómetra, svo víst er að Kia slær ekki slöku við í prufuakstrinum á þessum bíl. Kia GT verður kominn í sýningarsali víða um heim í sumar og mun kosta kringum 30.000 dollara í Bandaríkjunum, eða 3,3 milljónir króna, en eitthvað dýrari verður hann vafalaust hér á landi. Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent
Kia mun kynna sportbílinn Kia GT á bílasýningunni í Detroit í næsta mánuði, en þar fer sneggsti bíll sem S-kóreski bílaframleiðandinn hefur nokkurn tíma framleitt. Hann er aðeins 5,1 sekúndu í 100 km hraða, enda 315 hestöfl. Vélin í bílnum átti upphaflega að vera í KIA GT4 Stinger sem Kia kynnti sem tilraunabíl fyrir nokkrum árum, en hefur hætt við að framleiða. Í Evrópu verður Kia GT einnig í boði með dísilvél, líklega sömu 197 hestafla vélinni og er í Hyundai Santa Fe. Kia hefur verið að reyna GT bílinn á Nürburgring brautinni og akstur hans þar má sjá í myndskeiðinu hér að ofan. Þar sést meðal annars að bílnum er ekið á 244 km hraða, en hámarkshraði bílsins er víst nálægt 280 km/klst. Einnig sést að bílnum hefur verið ekið 13.164 kílómetra, svo víst er að Kia slær ekki slöku við í prufuakstrinum á þessum bíl. Kia GT verður kominn í sýningarsali víða um heim í sumar og mun kosta kringum 30.000 dollara í Bandaríkjunum, eða 3,3 milljónir króna, en eitthvað dýrari verður hann vafalaust hér á landi.
Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent