Jólin byrja í júlí Elín Albertsdóttir skrifar 14. desember 2016 17:15 Hera Björk hefur gaman af öllu sem viðkemur jólum og finnst þetta skemmtilegur árstími. Söngkonan Hera Björk Þórhallsdóttir segist vera gríðarlegt jólabarn. „Mér finnst sko ekkert sérstaklega leiðinlegt að þurfa að byrja að hugsa um jólin í júlí eins og gerist hjá mér á hverju ári þegar skipulagningin hefst fyrir jólavertíðina. Hef óskaplega gaman af öllu sem viðkemur jólunum, elska birtuna, jólabókaflóðið, kertaljósin, kósíið, matinn, gæðastundirnar og tónlistina, klárlega minn uppáhaldstími.“Lestu margar bækur um jólin? „Já, ég er mikill lestrarhestur og les að jafnaði 4-6 bækur um jólin ef tími gefst til. Það er orðið venja hjá okkur familíunni að vera í náttfötunum eins mikið og við getum yfir jólin og lesa sem mest.“Hver er skemmtilegasta jólabók sem þú hefur lesið og af hverju? „Ég get nú eiginlega varla gert upp á milli allra þessara dásamlegu bóka sem ég hef lesið um ævina en ætli ég geti ekki nefnt Alkemistann. Það er bara algerlega mögnuð bók og situr lengi í manni. Annars er ég alveg sérstök áhugamanneskja um ævisögur og þá sér í lagi kvenna sem hafa í gegnum aldirnar þurft að berjast fyrir tilverurétti sínum í þessum heimi, dáist endalaust að formæðrum okkar.“Hvaða bók langar þig að fá í jólagjöf um þessi jól? „Mig langar gríðarlega mikið í Tvísaga eftir hana Ásdísi Höllu, gluggaði aðeins í hana um daginn og var heltekin alveg um leið. Þetta er greinilega mögnuð saga sem hún segir þarna af sér og sínum og ég hlakka gríðarlega til að lesa hana upp til agna.“ Jól Jólafréttir Mest lesið Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu: 22. desember Jól Jólanámskeið Jól Gyðingakökur Jól Afslöppuð aðventa - svona minnkar þú desemberstressið Jólin Gott er að gefa Jólin Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Frá ljósanna hásal Jól Tré úr pappír og tilfallandi efnivið Jól Smáréttir sem gleðja bragðlaukana Jól Vísir og Fréttablaðið leita að jólamynd ársins Jól
Söngkonan Hera Björk Þórhallsdóttir segist vera gríðarlegt jólabarn. „Mér finnst sko ekkert sérstaklega leiðinlegt að þurfa að byrja að hugsa um jólin í júlí eins og gerist hjá mér á hverju ári þegar skipulagningin hefst fyrir jólavertíðina. Hef óskaplega gaman af öllu sem viðkemur jólunum, elska birtuna, jólabókaflóðið, kertaljósin, kósíið, matinn, gæðastundirnar og tónlistina, klárlega minn uppáhaldstími.“Lestu margar bækur um jólin? „Já, ég er mikill lestrarhestur og les að jafnaði 4-6 bækur um jólin ef tími gefst til. Það er orðið venja hjá okkur familíunni að vera í náttfötunum eins mikið og við getum yfir jólin og lesa sem mest.“Hver er skemmtilegasta jólabók sem þú hefur lesið og af hverju? „Ég get nú eiginlega varla gert upp á milli allra þessara dásamlegu bóka sem ég hef lesið um ævina en ætli ég geti ekki nefnt Alkemistann. Það er bara algerlega mögnuð bók og situr lengi í manni. Annars er ég alveg sérstök áhugamanneskja um ævisögur og þá sér í lagi kvenna sem hafa í gegnum aldirnar þurft að berjast fyrir tilverurétti sínum í þessum heimi, dáist endalaust að formæðrum okkar.“Hvaða bók langar þig að fá í jólagjöf um þessi jól? „Mig langar gríðarlega mikið í Tvísaga eftir hana Ásdísi Höllu, gluggaði aðeins í hana um daginn og var heltekin alveg um leið. Þetta er greinilega mögnuð saga sem hún segir þarna af sér og sínum og ég hlakka gríðarlega til að lesa hana upp til agna.“
Jól Jólafréttir Mest lesið Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu: 22. desember Jól Jólanámskeið Jól Gyðingakökur Jól Afslöppuð aðventa - svona minnkar þú desemberstressið Jólin Gott er að gefa Jólin Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Frá ljósanna hásal Jól Tré úr pappír og tilfallandi efnivið Jól Smáréttir sem gleðja bragðlaukana Jól Vísir og Fréttablaðið leita að jólamynd ársins Jól