Magni kvaðst vera saklaus Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 15. desember 2016 07:00 Magni Böðvar Þorvaldsson. Mynd/JSO Magni Böðvar Þorvaldsson, sem ákærður er fyrir morðið á Sherry Prather sem framið var árið 2012, mætti fyrir dóm í Jacksonville í Flórída í gær og kvaðst saklaus. Þá var ákæran einnig lesin upp fyrir Magna. Magni á íslenskan föður og bandaríska móður og er því með tvöfalt ríkisfang. Í Bandaríkjunum gengur hann undir nafninu Johnny Wayne Johnson. Í samtali við Fréttablaðið segir Sara Hatt, unnusta Magna, að opinber lögfræðingur hans hafi ekki mætt til réttarhaldanna. Þá svari hann heldur ekki í síma. Hatt segist nauðsynlega þurfa að hitta lögfræðinginn þar sem hún sé með myndir og upptökur sem geti hjálpað málstað Magna. „Við þurfum hjálp til þess að útvega honum annan lögfræðing. Við höfum ekki efni á því sjálf,“ segir Hatt. Hún segist einnig hafa sætt ofsóknum eftir handtöku Magna. „Móðir fórnarlambsins veittist að mér í dómsal og spurði mig hvernig væri að vera trúlofuð morðingja.“ Þá segir hún Magna ekki hafa fengið að taka lyf sem hann þarfnist. „Við komumst að því að hjúkrunarfræðingur fangelsisins hafði gefið honum sýklalyf við vandamálum tengdum kólesteróli,“ segir Hatt og bætir því við að það hafi verið leiðrétt í gær. „Magni hefur verið mjög samstarfsfús allan tímann. Hann hefur hlýtt öllum og ekki angrað neinn. Ég tala við hann daglega og við skrifumst á. Því miður er Magni mjög þunglyndur,“ segir Hatt. Magni mætir næst fyrir dóm þann 25. janúar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Flórídafanginn Tengdar fréttir Magni skallaði borðið er hann var sakaður um morð Magni, sem er með tvöfalt ríkisfang, er ákærður fyrir að hafa myrt Sherry Prather árið 2012. 14. desember 2016 07:00 Magni Böðvar fyrir dóm í desember Íslendingur í Flórída hefur verið ákærður fyrir morð. Hann hefur einu sinni mætt fyrir dóminn og á að mæta aftur tólfta desember. Áður verið dæmdur í fangelsi fyrir innbrot og ákærður fyrir umferðarlagabrot. 28. nóvember 2016 07:00 Óttast að Magni fái ekki sanngjörn réttarhöld "Ég er lafhrædd um að hann fái alls ekki sanngjörn réttarhöld,“ segir Sara Hatt, unnusta Magna Böðvars Þorvaldssonar sem ákærður hefur verið fyrir morð í Jacksonville í Flórída. 29. nóvember 2016 05:00 Íslendingur í haldi lögreglu í Flórída vegna gruns um morð Magni Böðvar Þorvaldsson er í haldi lögreglunnar í Jacksonville í Flórída grunaður um að hafa banað Sherry Prather árið 2012. Vísbendingar tveggja vitna leiddu til sterks gruns lögreglu um að hann tengdist morðinu. 27. nóvember 2016 20:45 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Sjá meira
Magni Böðvar Þorvaldsson, sem ákærður er fyrir morðið á Sherry Prather sem framið var árið 2012, mætti fyrir dóm í Jacksonville í Flórída í gær og kvaðst saklaus. Þá var ákæran einnig lesin upp fyrir Magna. Magni á íslenskan föður og bandaríska móður og er því með tvöfalt ríkisfang. Í Bandaríkjunum gengur hann undir nafninu Johnny Wayne Johnson. Í samtali við Fréttablaðið segir Sara Hatt, unnusta Magna, að opinber lögfræðingur hans hafi ekki mætt til réttarhaldanna. Þá svari hann heldur ekki í síma. Hatt segist nauðsynlega þurfa að hitta lögfræðinginn þar sem hún sé með myndir og upptökur sem geti hjálpað málstað Magna. „Við þurfum hjálp til þess að útvega honum annan lögfræðing. Við höfum ekki efni á því sjálf,“ segir Hatt. Hún segist einnig hafa sætt ofsóknum eftir handtöku Magna. „Móðir fórnarlambsins veittist að mér í dómsal og spurði mig hvernig væri að vera trúlofuð morðingja.“ Þá segir hún Magna ekki hafa fengið að taka lyf sem hann þarfnist. „Við komumst að því að hjúkrunarfræðingur fangelsisins hafði gefið honum sýklalyf við vandamálum tengdum kólesteróli,“ segir Hatt og bætir því við að það hafi verið leiðrétt í gær. „Magni hefur verið mjög samstarfsfús allan tímann. Hann hefur hlýtt öllum og ekki angrað neinn. Ég tala við hann daglega og við skrifumst á. Því miður er Magni mjög þunglyndur,“ segir Hatt. Magni mætir næst fyrir dóm þann 25. janúar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Flórídafanginn Tengdar fréttir Magni skallaði borðið er hann var sakaður um morð Magni, sem er með tvöfalt ríkisfang, er ákærður fyrir að hafa myrt Sherry Prather árið 2012. 14. desember 2016 07:00 Magni Böðvar fyrir dóm í desember Íslendingur í Flórída hefur verið ákærður fyrir morð. Hann hefur einu sinni mætt fyrir dóminn og á að mæta aftur tólfta desember. Áður verið dæmdur í fangelsi fyrir innbrot og ákærður fyrir umferðarlagabrot. 28. nóvember 2016 07:00 Óttast að Magni fái ekki sanngjörn réttarhöld "Ég er lafhrædd um að hann fái alls ekki sanngjörn réttarhöld,“ segir Sara Hatt, unnusta Magna Böðvars Þorvaldssonar sem ákærður hefur verið fyrir morð í Jacksonville í Flórída. 29. nóvember 2016 05:00 Íslendingur í haldi lögreglu í Flórída vegna gruns um morð Magni Böðvar Þorvaldsson er í haldi lögreglunnar í Jacksonville í Flórída grunaður um að hafa banað Sherry Prather árið 2012. Vísbendingar tveggja vitna leiddu til sterks gruns lögreglu um að hann tengdist morðinu. 27. nóvember 2016 20:45 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Sjá meira
Magni skallaði borðið er hann var sakaður um morð Magni, sem er með tvöfalt ríkisfang, er ákærður fyrir að hafa myrt Sherry Prather árið 2012. 14. desember 2016 07:00
Magni Böðvar fyrir dóm í desember Íslendingur í Flórída hefur verið ákærður fyrir morð. Hann hefur einu sinni mætt fyrir dóminn og á að mæta aftur tólfta desember. Áður verið dæmdur í fangelsi fyrir innbrot og ákærður fyrir umferðarlagabrot. 28. nóvember 2016 07:00
Óttast að Magni fái ekki sanngjörn réttarhöld "Ég er lafhrædd um að hann fái alls ekki sanngjörn réttarhöld,“ segir Sara Hatt, unnusta Magna Böðvars Þorvaldssonar sem ákærður hefur verið fyrir morð í Jacksonville í Flórída. 29. nóvember 2016 05:00
Íslendingur í haldi lögreglu í Flórída vegna gruns um morð Magni Böðvar Þorvaldsson er í haldi lögreglunnar í Jacksonville í Flórída grunaður um að hafa banað Sherry Prather árið 2012. Vísbendingar tveggja vitna leiddu til sterks gruns lögreglu um að hann tengdist morðinu. 27. nóvember 2016 20:45