Ég á þessari ljóðatík mikið að þakka Magnús Guðmundsson skrifar 15. desember 2016 10:00 Hallgrímur Helgason og Lukka horfast í augu og eru eflaust að huga að ljóðlistinni. Visir/Eyþór Hann Gísli Örn er svo ákveðinn og mikill sjarmör að ég gat ekki sagt nei,“ segir Hallgrímur Helgason um tilefni þess að hann hafi látist til leiðast að þýða Óþelló, eitt af meistaraverkum Williams Shakespeare. Hallgrímur bætir við að þeir Gísli Örn hafi átt gott samstarf þegar þegar hann tókst á við að þýða Rómeó og Júlíu á sínum tíma og það hafi því verið gaman að endurnýja þá samvinnu. Skemmtilegur félagsskapur Hallgrímur segir að þetta sé óneitanlega gríðarleg vinna en það komi líka til baka með ýmsum hætti. „Þetta er svona ríflega hálft ár þar sem maður gerir ekkert annað. Maður þarf að skila svona 30 til 40 línum á dag svo þetta er ansi stíft en þessar línur eru líka kraftgefandi. Shakespeare hefur örvandi áhrif og maður fer upp á eitthvert orkustig sem er líka akkúrat það sem þarf til þess að þýða þetta.“ En þetta hlýtur að vera aðeins önnur upplifun á verki á borð við Óþelló að fara svona djúpt ofan í það línu fyrir línu öfugt við t.d. að lesa það sér til skemmtunar eða að sjá það í leikhúsinu? „Jú, það er alveg á við heilt endurmenntunarnámskeið að fá að eyða hálfu ári með verki eftir Shakespeare og ótrúlega gaman. Ég var með gömlu þýðingarnar, eftir Helga Hálfdanarson og Matthías Jochumsson, til hliðsjónar og þetta var dáldið eins og að sitja fundi með þeim þremur: Shakespeare, Helga Hálfa og Matta Jokk. Á hverjum morgni mættu þeir klukkan níu og þetta var ekki leiðinlegur félagsskapur.“ Jagó og ríkisstjórnarmyndun Málheimur Shakespeares er gríðarlega stór og Hallgrímur bendir auk þess á hve djúpa innsýn hann hafi í mannlegt eðli. „Hann fer með persónurnar sínar niður í þeirra eigið helvíti og hér sérstaklega Óþelló. Það sem var snúnast var þó jafnvægiskúnstin sem Jagó beitir en hann er allt leikritið að fokka í yfirmanni sínum Óþelló á mjög svo lúmskan og djöfullegan hátt. Hann notar tungumál sem er hlaðið kynferðislegum vísunum en samt þannig að það er aldrei hægt að nappa hann á því. Þetta eru orð eins og: „en hvort í taumi hún teljist laus, lát vera allan grun.“ Þarna vefur hann inn í textann hugtakinu „lauslát vera“ um Desdemónu, konu Óþellós, á einkar lúmskan hátt, en hann er einmitt stöðugt að ýja að því að hún sé að halda fram hjá með Kassíó sem á að taka við af Óþelló sem æðsti yfirmaður á Kýpur. Í stíl við þetta er talað um að Kassíó muni „fylla rúm hans“. Þetta er allt svona, ótrúleg orðakúnst sem var bæði erfitt og gaman að glíma við. Jagó er snillingur í svona óræðum skilaboðum. Aldrei hægt að hanka hann, stingur alltaf í hjartastað, en kannast svo aldrei við neitt. Dæmigerður síkópat. Hann væri til að mynda örugglega fljótur að mynda ríkisstjórn á Íslandi í dag en svo mundu allir ráðherrarnir vakna upp valdalausir daginn eftir. Jagó væri með öll völdin.“ Hallgrímur Helgason og tíkin Lukka ganga mikið saman. Hann yrkir en hún skoðar heiminn.Visir/Eyþór Lukka og ljóðið Nú í haust sendi Hallgrímur frá sér ljóðabókina Lukka. Ljóðin yrkir Hallgrímur á göngu með tíkinni Lukku en hvernig skyldi það fara saman við átökin við Shakespeare? „Þetta fer ágætlega saman enda ólík form. Ég er öllu afslappaðri í forminu í ljóðabókinni enda er stakhenda mjög stíft og agað form sem maður þarf að fylgja. Alltaf að passa upp á þessi fimm atkvæði í hverri línu en í ljóðunum hennar Lukku er maður frjálsari. Reyndar var þessi ljóðabók ort veturinn 2013 til 2014 þannig að þetta er soldið eldra stöff. Ég held að hlutir hafi alltaf gott af því að liggja aðeins í pækli í tölvunni en svo fer maður yfir þetta aftur og aftur og vinsar úr. Mér tókst meira að segja að stytta þessa bók um þrjátíu blaðsíður en samt varð hún kannski aðeins of löng hjá mér.“ Hallgrímur segir að ljóðin hafi byrjað að vella fram þegar hann byrjaði að labba með tíkina. „Þetta hefur verið nokkuð stöðugt rennsli síðan. Þannig að ég á henni mikið að þakka, þessari ljóðatík. Þessir göngutúrar eru orðnir eins og einhver dagleg bænastund sem ég hlakka til. Þetta eru aðstæður sem hundurinn neyðir mann til þess að upplifa því annars væri maður bara inni hjá sér að drekka morgunkaffi. Hlandbuna á staur Ég ákvað einhvers staðar á leiðinni að það væri í raun ekkert eitt þema í bókinni annað en hundurinn. Það er einstaka ljóð um hundinn, eitthvað sem tíkin gerir, eins og þegar hún réttir manni loppuna rétt fyrir svefninn og við leiðumst svona líka sætlega inn í draumalandið,“ segir Hallgrímur og hlær og bendir á að tíkin Lukka eigi til ýmsa skemmtilega takta sem verði sjálfkrafa að ljóði. En ég ákvað að vera bara opinn og láta ljóðið koma til mín, ekki setjast niður og þvinga það fram. Þetta er meira og minna ort utan dyra og svo skrifa ég þetta bara á blað strax og ég kem inn. Þetta myndar meiri fjarlægð, verður léttara og ekkert puð. Markmiðið var að hafa þetta einfalt og láta hugmyndirnar skína.“ Hallgrímur fór til Kóreu árið 2010 og þar kynntist hann verkum ljóðskáldsins Ko Un. „Hann opnaði fyrir mér nýja sýn. Mín hugmynd um ljóðskáld var að þau væru með bók á tíu ára fresti. Fá orð og fá ljóð. En þessi maður sem yrkir stundum eins og búddamunkur, stundum eins og mótmælaskáld, en líka eins og fyllibytta og húmoristi, yrkir stundum tíu ljóð á dag að eigin sögn. Þegar hann sat í fangelsi orti hann ljóð um hverja einustu manneskju sem hann hafði hitt á ævinni. 10.000 líf heitir bálkurinn sá. Hann getur ort um nánast hvað sem er og allt verður honum að ljóði. Þetta breytti viðhorfi mínu, að þetta þyrfti ekki að vera svona hátíðlegt og gerði ljóðið hversdagslegt fyrir mér. Hundurinn að þefa af hlandbunu á ljósastaur getur orðið að ljóði. Og þegar flæðið byrjar á maður bara að fagna því.“ Bókmenntir Höfundatal Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Hann Gísli Örn er svo ákveðinn og mikill sjarmör að ég gat ekki sagt nei,“ segir Hallgrímur Helgason um tilefni þess að hann hafi látist til leiðast að þýða Óþelló, eitt af meistaraverkum Williams Shakespeare. Hallgrímur bætir við að þeir Gísli Örn hafi átt gott samstarf þegar þegar hann tókst á við að þýða Rómeó og Júlíu á sínum tíma og það hafi því verið gaman að endurnýja þá samvinnu. Skemmtilegur félagsskapur Hallgrímur segir að þetta sé óneitanlega gríðarleg vinna en það komi líka til baka með ýmsum hætti. „Þetta er svona ríflega hálft ár þar sem maður gerir ekkert annað. Maður þarf að skila svona 30 til 40 línum á dag svo þetta er ansi stíft en þessar línur eru líka kraftgefandi. Shakespeare hefur örvandi áhrif og maður fer upp á eitthvert orkustig sem er líka akkúrat það sem þarf til þess að þýða þetta.“ En þetta hlýtur að vera aðeins önnur upplifun á verki á borð við Óþelló að fara svona djúpt ofan í það línu fyrir línu öfugt við t.d. að lesa það sér til skemmtunar eða að sjá það í leikhúsinu? „Jú, það er alveg á við heilt endurmenntunarnámskeið að fá að eyða hálfu ári með verki eftir Shakespeare og ótrúlega gaman. Ég var með gömlu þýðingarnar, eftir Helga Hálfdanarson og Matthías Jochumsson, til hliðsjónar og þetta var dáldið eins og að sitja fundi með þeim þremur: Shakespeare, Helga Hálfa og Matta Jokk. Á hverjum morgni mættu þeir klukkan níu og þetta var ekki leiðinlegur félagsskapur.“ Jagó og ríkisstjórnarmyndun Málheimur Shakespeares er gríðarlega stór og Hallgrímur bendir auk þess á hve djúpa innsýn hann hafi í mannlegt eðli. „Hann fer með persónurnar sínar niður í þeirra eigið helvíti og hér sérstaklega Óþelló. Það sem var snúnast var þó jafnvægiskúnstin sem Jagó beitir en hann er allt leikritið að fokka í yfirmanni sínum Óþelló á mjög svo lúmskan og djöfullegan hátt. Hann notar tungumál sem er hlaðið kynferðislegum vísunum en samt þannig að það er aldrei hægt að nappa hann á því. Þetta eru orð eins og: „en hvort í taumi hún teljist laus, lát vera allan grun.“ Þarna vefur hann inn í textann hugtakinu „lauslát vera“ um Desdemónu, konu Óþellós, á einkar lúmskan hátt, en hann er einmitt stöðugt að ýja að því að hún sé að halda fram hjá með Kassíó sem á að taka við af Óþelló sem æðsti yfirmaður á Kýpur. Í stíl við þetta er talað um að Kassíó muni „fylla rúm hans“. Þetta er allt svona, ótrúleg orðakúnst sem var bæði erfitt og gaman að glíma við. Jagó er snillingur í svona óræðum skilaboðum. Aldrei hægt að hanka hann, stingur alltaf í hjartastað, en kannast svo aldrei við neitt. Dæmigerður síkópat. Hann væri til að mynda örugglega fljótur að mynda ríkisstjórn á Íslandi í dag en svo mundu allir ráðherrarnir vakna upp valdalausir daginn eftir. Jagó væri með öll völdin.“ Hallgrímur Helgason og tíkin Lukka ganga mikið saman. Hann yrkir en hún skoðar heiminn.Visir/Eyþór Lukka og ljóðið Nú í haust sendi Hallgrímur frá sér ljóðabókina Lukka. Ljóðin yrkir Hallgrímur á göngu með tíkinni Lukku en hvernig skyldi það fara saman við átökin við Shakespeare? „Þetta fer ágætlega saman enda ólík form. Ég er öllu afslappaðri í forminu í ljóðabókinni enda er stakhenda mjög stíft og agað form sem maður þarf að fylgja. Alltaf að passa upp á þessi fimm atkvæði í hverri línu en í ljóðunum hennar Lukku er maður frjálsari. Reyndar var þessi ljóðabók ort veturinn 2013 til 2014 þannig að þetta er soldið eldra stöff. Ég held að hlutir hafi alltaf gott af því að liggja aðeins í pækli í tölvunni en svo fer maður yfir þetta aftur og aftur og vinsar úr. Mér tókst meira að segja að stytta þessa bók um þrjátíu blaðsíður en samt varð hún kannski aðeins of löng hjá mér.“ Hallgrímur segir að ljóðin hafi byrjað að vella fram þegar hann byrjaði að labba með tíkina. „Þetta hefur verið nokkuð stöðugt rennsli síðan. Þannig að ég á henni mikið að þakka, þessari ljóðatík. Þessir göngutúrar eru orðnir eins og einhver dagleg bænastund sem ég hlakka til. Þetta eru aðstæður sem hundurinn neyðir mann til þess að upplifa því annars væri maður bara inni hjá sér að drekka morgunkaffi. Hlandbuna á staur Ég ákvað einhvers staðar á leiðinni að það væri í raun ekkert eitt þema í bókinni annað en hundurinn. Það er einstaka ljóð um hundinn, eitthvað sem tíkin gerir, eins og þegar hún réttir manni loppuna rétt fyrir svefninn og við leiðumst svona líka sætlega inn í draumalandið,“ segir Hallgrímur og hlær og bendir á að tíkin Lukka eigi til ýmsa skemmtilega takta sem verði sjálfkrafa að ljóði. En ég ákvað að vera bara opinn og láta ljóðið koma til mín, ekki setjast niður og þvinga það fram. Þetta er meira og minna ort utan dyra og svo skrifa ég þetta bara á blað strax og ég kem inn. Þetta myndar meiri fjarlægð, verður léttara og ekkert puð. Markmiðið var að hafa þetta einfalt og láta hugmyndirnar skína.“ Hallgrímur fór til Kóreu árið 2010 og þar kynntist hann verkum ljóðskáldsins Ko Un. „Hann opnaði fyrir mér nýja sýn. Mín hugmynd um ljóðskáld var að þau væru með bók á tíu ára fresti. Fá orð og fá ljóð. En þessi maður sem yrkir stundum eins og búddamunkur, stundum eins og mótmælaskáld, en líka eins og fyllibytta og húmoristi, yrkir stundum tíu ljóð á dag að eigin sögn. Þegar hann sat í fangelsi orti hann ljóð um hverja einustu manneskju sem hann hafði hitt á ævinni. 10.000 líf heitir bálkurinn sá. Hann getur ort um nánast hvað sem er og allt verður honum að ljóði. Þetta breytti viðhorfi mínu, að þetta þyrfti ekki að vera svona hátíðlegt og gerði ljóðið hversdagslegt fyrir mér. Hundurinn að þefa af hlandbunu á ljósastaur getur orðið að ljóði. Og þegar flæðið byrjar á maður bara að fagna því.“
Bókmenntir Höfundatal Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira