Jómfrúarræða Nichole: Helsti styrkleiki tvítyngdra barna vanræktur í íslensku skólakerfi Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 15. desember 2016 13:05 Nichole Leigh Mosty, þingmaður Bjartrar framtíðar, hélt jómfrúarræðu sína á Alþingi í morgun. Vísir/Anton Nichole Leigh Mosty, þingmaður Bjartrar framtíðar, segist vona að í starfi sínu á Alþingi fái hún tækifæri til að greiða leið fyrir fleiri innflytjendur til að taka virkan þátt í íslensku samfélagi. Nichole hélt jómfrúarræðu sína á Alþingi í morgun undir dagskrárliðnum Störf þingsins. „Mér er það mikill heiður að standa hér í dag, í fyrsta sinn í pontu sem kjörinn þingmaður af erlendu bergi brotinn, sem hefur áunnið sér íslenskan ríkisborgarrétt. Ég segi það með þakklæti, stolti og virðingu. Ég tilheyri minnihlutahópi sem hefur nú réttilega fengið málsvara á Alþingi,“ sagði Nichole. Hún sagðist lánsöm að búa á Íslandi „þar sem mannréttindi, jafnrétti og lýðræði eru gildi sem við höldum hátt á lofti.“Helsti styrkleiki tvítyngdra barna hefur lítið sem ekkert gildi Nichole starfaði sem leikskólastjóri áður en hún tók sæti á Alþingi og segir hún að í menntakerfinu felist tækifæri til að jafna stöðu innflytjenda í íslensku samfélagi, en þó finnist þar einnig mismunun milli innflytjenda og innfæddra. „Börnum sem tala fleiri en eitt tungumál er ekki boðið að efla móðurmál samhliða íslensku með þeim afleiðingum að þeirra helsti styrkleiki hefur lítið sem ekkert gildi í íslenska skólakerfinu og að brottfall nemenda af erlendu bergi brotnu er töluvert hærra en íslenskra nemenda.“ Ræða Nichole virðist hafa snert marga í þingsalnum, meðal annars segist Björt Ólafsdóttir, flokksystir Nichole, hafa grátið og að mörg hjörtu í salnum hafi tekið kipp.Ræða Nichole í heild sinni:Virðulegur forsetiMér er það mikill heiður að standa hér í dag, í fyrsta sinn í pontu sem kjörinn þingmaður af erlendu bergi brotinn, sem hefur áunnið sér íslenskan ríkisborgarrétt. Ég segi það með þakklæti, stolti og virðingu. Ég tilheyri minnihlutahópi sem hefur nú réttilega fengið málsvara á Alþingi.Ég er lánsöm að búa á Íslandi þar sem mannréttindi, jafnrétti og lýðræði eru gildi sem við höldum hátt á lofti. Það þýðir auðvitað að innflytjendur hafa sama réttindi og standa jafnfætis Íslendingum hvað varðar tækifæri á vinnumarkaði, í skólakerfinu og almennt í samfélaginu.Sem leikskólastjóri var það minn heiður að þjóna mörgum fjölskyldum sem voru af erlendu bergi brotnar. Í því starfi upplifði ég að tækifæri allra á Íslandi eru ekki jöfn. Allt of oft heyrum við um mansal, mismun og brot á réttindum innflytjenda. Á sama tíma er talað um þörf fyrir „erlent vinnuafl“. Það er alls staðar skortur á vinnuafli í samfélaginu en allt of fáir útlendingar sem fá erlenda menntun sína metna til fulls. Þó að við innflytjendur séum einungis 10% af samfélaginu hér, erum við nóg stór hópur til þess að gera gagn og hafa áhrif á þróun samfélagsins.Í menntun og menntunarkerfi felst tækifæri til að jafna stöðu innflytjenda í íslensku samfélagi. Þar finnst þó einnig mismunun á milli innflytjenda og innfæddra. Börnum sem tala fleiri en eitt tungumál er ekki boðið að efla móðurmál samhliða íslensku með þeim afleiðingum að þeirra helsti styrkleiki hefur lítið sem ekkert gildi í íslenska skólakerfinu og að brottfall nemenda af erlendu bergi brotnu er töluvert hærra en íslenskra nemenda.Það er mín bjartasta von að í starfi mínu á Alþingi fái ég tækifæri til að greiða leið fyrir fleiri innflytjendur til að taka virkan þátt í íslensku samfélagi. Við þurfum á því að halda og þannig búum við til betra samfélag. Alþingi Mest lesið „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fjölskylda komst lífs af eftir ótrúlega tilviljun Innlent „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Innlent Fleiri fréttir Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af eftir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Tóku skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Sjá meira
Nichole Leigh Mosty, þingmaður Bjartrar framtíðar, segist vona að í starfi sínu á Alþingi fái hún tækifæri til að greiða leið fyrir fleiri innflytjendur til að taka virkan þátt í íslensku samfélagi. Nichole hélt jómfrúarræðu sína á Alþingi í morgun undir dagskrárliðnum Störf þingsins. „Mér er það mikill heiður að standa hér í dag, í fyrsta sinn í pontu sem kjörinn þingmaður af erlendu bergi brotinn, sem hefur áunnið sér íslenskan ríkisborgarrétt. Ég segi það með þakklæti, stolti og virðingu. Ég tilheyri minnihlutahópi sem hefur nú réttilega fengið málsvara á Alþingi,“ sagði Nichole. Hún sagðist lánsöm að búa á Íslandi „þar sem mannréttindi, jafnrétti og lýðræði eru gildi sem við höldum hátt á lofti.“Helsti styrkleiki tvítyngdra barna hefur lítið sem ekkert gildi Nichole starfaði sem leikskólastjóri áður en hún tók sæti á Alþingi og segir hún að í menntakerfinu felist tækifæri til að jafna stöðu innflytjenda í íslensku samfélagi, en þó finnist þar einnig mismunun milli innflytjenda og innfæddra. „Börnum sem tala fleiri en eitt tungumál er ekki boðið að efla móðurmál samhliða íslensku með þeim afleiðingum að þeirra helsti styrkleiki hefur lítið sem ekkert gildi í íslenska skólakerfinu og að brottfall nemenda af erlendu bergi brotnu er töluvert hærra en íslenskra nemenda.“ Ræða Nichole virðist hafa snert marga í þingsalnum, meðal annars segist Björt Ólafsdóttir, flokksystir Nichole, hafa grátið og að mörg hjörtu í salnum hafi tekið kipp.Ræða Nichole í heild sinni:Virðulegur forsetiMér er það mikill heiður að standa hér í dag, í fyrsta sinn í pontu sem kjörinn þingmaður af erlendu bergi brotinn, sem hefur áunnið sér íslenskan ríkisborgarrétt. Ég segi það með þakklæti, stolti og virðingu. Ég tilheyri minnihlutahópi sem hefur nú réttilega fengið málsvara á Alþingi.Ég er lánsöm að búa á Íslandi þar sem mannréttindi, jafnrétti og lýðræði eru gildi sem við höldum hátt á lofti. Það þýðir auðvitað að innflytjendur hafa sama réttindi og standa jafnfætis Íslendingum hvað varðar tækifæri á vinnumarkaði, í skólakerfinu og almennt í samfélaginu.Sem leikskólastjóri var það minn heiður að þjóna mörgum fjölskyldum sem voru af erlendu bergi brotnar. Í því starfi upplifði ég að tækifæri allra á Íslandi eru ekki jöfn. Allt of oft heyrum við um mansal, mismun og brot á réttindum innflytjenda. Á sama tíma er talað um þörf fyrir „erlent vinnuafl“. Það er alls staðar skortur á vinnuafli í samfélaginu en allt of fáir útlendingar sem fá erlenda menntun sína metna til fulls. Þó að við innflytjendur séum einungis 10% af samfélaginu hér, erum við nóg stór hópur til þess að gera gagn og hafa áhrif á þróun samfélagsins.Í menntun og menntunarkerfi felst tækifæri til að jafna stöðu innflytjenda í íslensku samfélagi. Þar finnst þó einnig mismunun á milli innflytjenda og innfæddra. Börnum sem tala fleiri en eitt tungumál er ekki boðið að efla móðurmál samhliða íslensku með þeim afleiðingum að þeirra helsti styrkleiki hefur lítið sem ekkert gildi í íslenska skólakerfinu og að brottfall nemenda af erlendu bergi brotnu er töluvert hærra en íslenskra nemenda.Það er mín bjartasta von að í starfi mínu á Alþingi fái ég tækifæri til að greiða leið fyrir fleiri innflytjendur til að taka virkan þátt í íslensku samfélagi. Við þurfum á því að halda og þannig búum við til betra samfélag.
Alþingi Mest lesið „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fjölskylda komst lífs af eftir ótrúlega tilviljun Innlent „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Innlent Fleiri fréttir Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af eftir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Tóku skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Sjá meira