Um alvarlega fjárhagsstöðu Háskóla Íslands jón atli benediktsson skrifar 17. desember 2016 14:55 Árið 2005 gerðu Samtök evrópskra háskóla (European University Association, EUA) viðamikla úttekt á Háskóla Íslands og komst úttektarnefndin, sem skipuð var erlendum sérfræðingum, að þeirri niðurstöðu að Háskóli Íslands væri alþjóðlegur rannsóknaháskóli í hæsta gæðaflokki, vel rekinn og skilvirkur. Jafnframt sendu erlendu sérfræðingarnir stjórnvöldum skýr skilaboð: Fjármögnun háskólans væri verulega ábótavant í alþjóðlegum samanburði og ógnaði það gæðum starfseminnar til lengri tíma litið. Þremur árum eftir birtingu skýrslu EUA hrundi íslenska bankakerfið með tilheyrandi afleiðingum fyrir íslenskt efnahagslíf. Dró þá enn úr fjárveitingum til Háskóla Íslands þótt nemendum hafi fjölgað mikið á sama tíma. Þessa óheillaþróun má glöggt sjá á greiðslum sem Háskólinn fær til að mennta nemendur í mismunandi faggreinum (í reikniflokka) á eftirfarandi mynd.Breiði ferillinn á myndinni sýnir vegið meðal nemendaígildi við skólann. Frá árinu 2007 hefur staðið til af hálfu stjórnvalda að ráðast í nauðsynlega heildarendurskoðun á því reiknilíkani sem notað er til að meta kostnað vegna kennslu háskólanema. Ef miðað er við árið 2007 vantar um 14% upp á að verðgildi nemendaígildis sé sambærilegt árið 2016 hjá Háskóla Íslands, sem var samt mun lægra en í samanburðarlöndunum. Miðað við þessar forsendur vantar nú um 1.300 m. kr. í kennslufjárveitingu til háskólans bara til að ná fyrri stöðu. Þessi tala er í samræmi við stefnumótun skólans. Nýleg stefna Háskóla Íslands tilgreinir verkefni næstu ára sem miða að því að þróa og auka gæði kennslu, byggja upp öfluga rannsóknarinnviði og nýta þekkingu í þágu samfélagsins. Áætluð fjárþörf fyrir brýnustu verkefni næsta árs er um 1.200 m. kr. Til að glöggva sig betur á fjárhagsstöðu Háskóla Íslands er gagnlegt að bera skólann saman við háskóla á Norðurlöndunum, en í þeim samanburði telst Háskóli Íslands meðalstór. Samanburðurinn sýnir að einungis tveir háskólar af 38 á Norðurlöndunum eru með lægri heildartekjur á ársnema heldur en Háskóli Íslands, sbr. myndina hér á eftir. Annar þessara tveggja háskóla er hreinn viðskiptaháskóli sem er alfarið í lægsta reikniflokki. Í skemmstu máli sagt fær enginn sambærilegur skóli á Norðurlöndum jafn lágt framlag með nemendum og þurfa tekjur á hvern ársnema við Háskóla Íslands að tvöfaldast bara til að ná meðaltali Norðurlanda.Þrátt fyrir verulegan niðurskurð undanfarin ár hefur Háskóla Íslands tekist að halda rekstrinum í jafnvægi með ítrasta aðhaldi í rekstri, launalækkunum, auknu álagi á starfsfólk, frestun nauðsynlegrar uppbyggingar innviða og minni þjónustu við nemendur. Þrátt fyrir þetta er nú svo komið að árið 2016 verður a.m.k. 300 m.kr. halli á rekstrinum sem er fordæmalaus staða. Útlit var fyrir að nokkuð myndi rofa til í fjármögnun Háskóla Íslands þegar Aldarafmælissjóður HÍ var stofnaður í þverpólitískri sátt allra stjórnmálaflokka á Alþingi á 100 ára afmæli Háskólans árið 2011. Var það yfirlýst markmið með stofnun sjóðsins að framlög til Háskóla Íslands myndu aukast í áföngum uns náð væri meðalfjárveitingum til háskóla í ríkjum OECD árið 2016 og meðaltali fjárveitinga til háskóla á hinum Norðurlöndunum árið 2020. Þetta markmið var ítrekað í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar og einnig í stefnu Vísinda- og tækniráðs sem lýtur formennsku forsætisráðherra og er skipað sex öðrum ráðherrum ríkisstjórnarinnar. Þessi fyrirheit hafa ekki verið efnd og í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2017-2021 er þeirra að engu getið. Ef ekki nást fram breytingar á fjármögnun Háskóla Íslands, og raunar háskólastigsins alls, blasir við að endurskoða þarf starfsemi háskólanna með verulega neikvæðum afleiðingum fyrir allt háskólanám, vísindastarf, framþróun í atvinnusköpun og samkeppnisstöðu Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Jón Atli Benediktsson Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Árið 2005 gerðu Samtök evrópskra háskóla (European University Association, EUA) viðamikla úttekt á Háskóla Íslands og komst úttektarnefndin, sem skipuð var erlendum sérfræðingum, að þeirri niðurstöðu að Háskóli Íslands væri alþjóðlegur rannsóknaháskóli í hæsta gæðaflokki, vel rekinn og skilvirkur. Jafnframt sendu erlendu sérfræðingarnir stjórnvöldum skýr skilaboð: Fjármögnun háskólans væri verulega ábótavant í alþjóðlegum samanburði og ógnaði það gæðum starfseminnar til lengri tíma litið. Þremur árum eftir birtingu skýrslu EUA hrundi íslenska bankakerfið með tilheyrandi afleiðingum fyrir íslenskt efnahagslíf. Dró þá enn úr fjárveitingum til Háskóla Íslands þótt nemendum hafi fjölgað mikið á sama tíma. Þessa óheillaþróun má glöggt sjá á greiðslum sem Háskólinn fær til að mennta nemendur í mismunandi faggreinum (í reikniflokka) á eftirfarandi mynd.Breiði ferillinn á myndinni sýnir vegið meðal nemendaígildi við skólann. Frá árinu 2007 hefur staðið til af hálfu stjórnvalda að ráðast í nauðsynlega heildarendurskoðun á því reiknilíkani sem notað er til að meta kostnað vegna kennslu háskólanema. Ef miðað er við árið 2007 vantar um 14% upp á að verðgildi nemendaígildis sé sambærilegt árið 2016 hjá Háskóla Íslands, sem var samt mun lægra en í samanburðarlöndunum. Miðað við þessar forsendur vantar nú um 1.300 m. kr. í kennslufjárveitingu til háskólans bara til að ná fyrri stöðu. Þessi tala er í samræmi við stefnumótun skólans. Nýleg stefna Háskóla Íslands tilgreinir verkefni næstu ára sem miða að því að þróa og auka gæði kennslu, byggja upp öfluga rannsóknarinnviði og nýta þekkingu í þágu samfélagsins. Áætluð fjárþörf fyrir brýnustu verkefni næsta árs er um 1.200 m. kr. Til að glöggva sig betur á fjárhagsstöðu Háskóla Íslands er gagnlegt að bera skólann saman við háskóla á Norðurlöndunum, en í þeim samanburði telst Háskóli Íslands meðalstór. Samanburðurinn sýnir að einungis tveir háskólar af 38 á Norðurlöndunum eru með lægri heildartekjur á ársnema heldur en Háskóli Íslands, sbr. myndina hér á eftir. Annar þessara tveggja háskóla er hreinn viðskiptaháskóli sem er alfarið í lægsta reikniflokki. Í skemmstu máli sagt fær enginn sambærilegur skóli á Norðurlöndum jafn lágt framlag með nemendum og þurfa tekjur á hvern ársnema við Háskóla Íslands að tvöfaldast bara til að ná meðaltali Norðurlanda.Þrátt fyrir verulegan niðurskurð undanfarin ár hefur Háskóla Íslands tekist að halda rekstrinum í jafnvægi með ítrasta aðhaldi í rekstri, launalækkunum, auknu álagi á starfsfólk, frestun nauðsynlegrar uppbyggingar innviða og minni þjónustu við nemendur. Þrátt fyrir þetta er nú svo komið að árið 2016 verður a.m.k. 300 m.kr. halli á rekstrinum sem er fordæmalaus staða. Útlit var fyrir að nokkuð myndi rofa til í fjármögnun Háskóla Íslands þegar Aldarafmælissjóður HÍ var stofnaður í þverpólitískri sátt allra stjórnmálaflokka á Alþingi á 100 ára afmæli Háskólans árið 2011. Var það yfirlýst markmið með stofnun sjóðsins að framlög til Háskóla Íslands myndu aukast í áföngum uns náð væri meðalfjárveitingum til háskóla í ríkjum OECD árið 2016 og meðaltali fjárveitinga til háskóla á hinum Norðurlöndunum árið 2020. Þetta markmið var ítrekað í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar og einnig í stefnu Vísinda- og tækniráðs sem lýtur formennsku forsætisráðherra og er skipað sex öðrum ráðherrum ríkisstjórnarinnar. Þessi fyrirheit hafa ekki verið efnd og í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2017-2021 er þeirra að engu getið. Ef ekki nást fram breytingar á fjármögnun Háskóla Íslands, og raunar háskólastigsins alls, blasir við að endurskoða þarf starfsemi háskólanna með verulega neikvæðum afleiðingum fyrir allt háskólanám, vísindastarf, framþróun í atvinnusköpun og samkeppnisstöðu Íslands.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun