Vitleysa við Austurvöll Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 3. desember 2016 07:00 Fimm vikur eru frá alþingiskosningum og enn er engin ríkisstjórn í sjónmáli. Bjarni Benediktsson hefur fengið stjórnarmyndunarumboð frá forsetanum tvisvar og Katrín Jakobsdóttir einu sinni. Formlegar viðræður hafa strandað. Sama á við um þreifingar allra flokka, sem fram hafa farið leynt og ljóst, þær hafa engu skilað. Nú, þegar forsetinn hefur fært Birgittu umboðið, er staðan einhvern veginn svona: Sjálfstæðismenn gera engar málamiðlanir í Evrópu- og sjávarútvegsmálum. Vinstri græn halda fast í kreddur um skattahækkanir, skattahækkana vegna. Samfylkingin, eða það sem eftir er af henni, er í sárum, tvístígandi og efast um umboð sitt. Engu er líkara en Framsókn sé haldin alvarlegum sjúkdómi – hún fær hvergi að vera með. Málamiðlanir virðast eitur í beinum Viðreisnar. Björt framtíð hefur límt sig fasta við Viðreisn, er orðin einhvers konar fylgihnöttur – hefur meira að segja gert formann Viðreisnar að talsmanni sínum. Sú afstaða hefur þann kost að draga úr flækjustiginu. Flokkarnir verða sex í stað sjö. Útspil Katrínar Jakobsdóttur um þjóðstjórn leysir engan vanda. Hvernig ætti að takast að mynda stjórn allra flokka þegar flokkarnir hver um sig finna ekki flöt á samstarfi við þá sem næst þeim standa í litrófinu? Veganesti Birgittu er, að sumir neita að taka Pírata alvarlega. Engu er líkara en að í gamla flokkakerfinu sé það viðurkennd skoðun að atkvæði þeim greidd hafi minna vægi en atkvæði annarra. Sjálf hafa þau útilokað að vinna með núverandi stjórnarflokkum. En nú gæti komið í þeirra hlut að brjóta odd af oflæti sínu. Getur verið að Birgittu og félögum auðnist að finna samstarfsflötinn, sem allir leita að? En með hverri vikunni aukast líkurnar á því að fljótlega verði kosið aftur til Alþingis. Slíkt gerist þó varla fyrr en með vorinu. Á meðan gæti þingið þurft að sætta sig við minnihlutastjórn, sem ekki er hefð fyrir á Íslandi, eða að forseti taki af skarið og myndi utanþingsstjórn. Það yrði sitjandi þingmönnum til vansa því þrátt fyrir allt er bjartara framundan í þjóðarbúskapnum en oft áður og spennandi tækifæri fyrir ríkisstjórn sem vill láta að sér kveða. En staðan er ruglingsleg. Það eru svo mörg mál sem komið hafa í veg fyrir myndun ríkisstjórnar á síðustu vikum. Ættu kosningar að snúast um Evrópumál, sjávarútvegsmál, skattamál eða eitthvað allt annað? Er hægt að benda á eitt mál umfram annað sem valdið hefur því að ekki er hægt að mynda ríkisstjórn? Síðustu vikur eru ekki stjórnmálastéttinni til frægðarauka. Henni hefur ekki bara mistekist við myndun ríkisstjórnar heldur hafa yfirlýsingar að óreyndu lokað leiðum, sem verður að halda opnum ef ríkisstjórn á að verða til. Nú ætti tími stórkarlalegra yfirlýsinga þvers og kruss að vera liðinn. Kjósendur eiga betra skilið en þennan hringlanda. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun
Fimm vikur eru frá alþingiskosningum og enn er engin ríkisstjórn í sjónmáli. Bjarni Benediktsson hefur fengið stjórnarmyndunarumboð frá forsetanum tvisvar og Katrín Jakobsdóttir einu sinni. Formlegar viðræður hafa strandað. Sama á við um þreifingar allra flokka, sem fram hafa farið leynt og ljóst, þær hafa engu skilað. Nú, þegar forsetinn hefur fært Birgittu umboðið, er staðan einhvern veginn svona: Sjálfstæðismenn gera engar málamiðlanir í Evrópu- og sjávarútvegsmálum. Vinstri græn halda fast í kreddur um skattahækkanir, skattahækkana vegna. Samfylkingin, eða það sem eftir er af henni, er í sárum, tvístígandi og efast um umboð sitt. Engu er líkara en Framsókn sé haldin alvarlegum sjúkdómi – hún fær hvergi að vera með. Málamiðlanir virðast eitur í beinum Viðreisnar. Björt framtíð hefur límt sig fasta við Viðreisn, er orðin einhvers konar fylgihnöttur – hefur meira að segja gert formann Viðreisnar að talsmanni sínum. Sú afstaða hefur þann kost að draga úr flækjustiginu. Flokkarnir verða sex í stað sjö. Útspil Katrínar Jakobsdóttur um þjóðstjórn leysir engan vanda. Hvernig ætti að takast að mynda stjórn allra flokka þegar flokkarnir hver um sig finna ekki flöt á samstarfi við þá sem næst þeim standa í litrófinu? Veganesti Birgittu er, að sumir neita að taka Pírata alvarlega. Engu er líkara en að í gamla flokkakerfinu sé það viðurkennd skoðun að atkvæði þeim greidd hafi minna vægi en atkvæði annarra. Sjálf hafa þau útilokað að vinna með núverandi stjórnarflokkum. En nú gæti komið í þeirra hlut að brjóta odd af oflæti sínu. Getur verið að Birgittu og félögum auðnist að finna samstarfsflötinn, sem allir leita að? En með hverri vikunni aukast líkurnar á því að fljótlega verði kosið aftur til Alþingis. Slíkt gerist þó varla fyrr en með vorinu. Á meðan gæti þingið þurft að sætta sig við minnihlutastjórn, sem ekki er hefð fyrir á Íslandi, eða að forseti taki af skarið og myndi utanþingsstjórn. Það yrði sitjandi þingmönnum til vansa því þrátt fyrir allt er bjartara framundan í þjóðarbúskapnum en oft áður og spennandi tækifæri fyrir ríkisstjórn sem vill láta að sér kveða. En staðan er ruglingsleg. Það eru svo mörg mál sem komið hafa í veg fyrir myndun ríkisstjórnar á síðustu vikum. Ættu kosningar að snúast um Evrópumál, sjávarútvegsmál, skattamál eða eitthvað allt annað? Er hægt að benda á eitt mál umfram annað sem valdið hefur því að ekki er hægt að mynda ríkisstjórn? Síðustu vikur eru ekki stjórnmálastéttinni til frægðarauka. Henni hefur ekki bara mistekist við myndun ríkisstjórnar heldur hafa yfirlýsingar að óreyndu lokað leiðum, sem verður að halda opnum ef ríkisstjórn á að verða til. Nú ætti tími stórkarlalegra yfirlýsinga þvers og kruss að vera liðinn. Kjósendur eiga betra skilið en þennan hringlanda. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun