Tekist á um kirkjuheimsóknir: "Enginn skaðast af því að heyra guðsorð“ Sveinn Arnarsson. skrifar 7. desember 2016 14:00 Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Siðmennt, og Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir Nú fer að líða að jólum og sá tími fer í hönd þar sem grunnskólabörn landsins mörg hver heimsækja guðshús á skólatíma í áætlunarferðum skólanna. Hafa þessar kirkjuheimsóknir strokið mörgum foreldrum andhæris þar sem þeir vilja sjálfir stjórna andlegu uppeldi barna sinna án utanaðkomandi trúboðs. Vilja margir hverjir halda því fram að grímulaust trúboð fari fram í þessum kirkjuheimsóknum grunnskóla þar sem óhörðnuð börn hitta presta án foreldra sinna. Ásmundur Friðriksson, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í suðurkjördæmi, birtir á Facebook síðu sinni myndir af því þegar 1. – 4. bekkur Gerðaskóla í Garði fór í heimsókn í Útskálakirkju til að heimsækja prest. Segir hann að hinir bekkirnir fari einnig til messu í dag. Er þetta liður í skólastarfinu að heimsækja guðshús fyrir jólin. „Presturinn, Bára Friðriksdóttir talar við börnin, spilar á gítar og syngur með þeim. Þetta er liður í undirbúningi jólanna og börnin fá að kynnast boðskap jólanna. Í Reykjavík er skólum bannað að fara með börnin í kirkjur eða halda jólatrésskemmtanir eins og einhver skaðist af því,“ segir Ásmundur. Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Siðmennt, segir kirkjuheimsóknir eigi ekki að vera á skólatíma. Það sé réttur foreldra að ala upp börn í þeirri lífsskoðun sem það aðhyllist. „Þetta er svipaður áróður og við sjáum birtast á hverju einasta ári fyrir jólin. Persónulega tel ég að kirkjuheimsóknir á skólatíma séu ekki æskilegar. Það verður að skilja á milli kennslu í trúarbragðafræði og innrætingu með til dæmis heimsóknum í kirkjur. Við höfum fengið allt of mörg dæmi undanfarnar vikur þar sem foreldrar eru að kvarta meðal annars yfir kirkjuheimsóknum,“ segir Bjarni. „Og þó svo að það sé til í samskiptareglum skóla og trúfélaga að slíkar heimsóknir eigi að vera á forsendum skólans þá höfum við of mörg dæmi um hið gagnstæða. Það er hugsanlegt að það sé réttlætanlegt að fara í kirkjuheimsóknir en það má velta upp þeirri spurningu af hverju það gerist alltaf í desember.“Dómkirkjan í ReykjavíkÞingmenn sitji undir upphafningu kristniÁsmundur Friðriksson vitnar í orð séra Hjálmars Jónssonar við þingsetningu í gær. Þar hefur Ásmundur eftir prestinum að kirkjan gangi ekki á rétt annarra sem aðhyllast önnur eða engin trúarbrögð. „En það er engum gerður greiði með því að við verðum sögulaus, hefðalaus og trúlaus. Ekkert samfélag batnar við það,“ á Presturinn að hafa sagt.Bjarni segir þetta skjóta skökku við. „Þetta er náttúrulega staðlað svar presta að við verðum einhvernveginn sögu- og hefðalaus við að aðhyllast ekki kristna trú. Þarna skilur á milli okkar og þjóðkirkjunnar. Hversu lengi ætla þingmenn að sitja undir því við setningu alþingis að þjóðkirkjan dembi svona yfir þau upphafningu kristinnar trúar upp yfir önnur trúarbrögð eða trúleysi? Þetta er ekki í fyrsta skipti sem svona er sagt í setningarræðu presta við guðsþjónustu.“ Ásmundur fullyrðir í færslu sinni að kirkjuheimsóknir í Reykjavík séu bannaðar og jólatrésskemmtanir einnig. Þessu vísar Bjarni á bug. „Það er merkilegt að Ásmundur haldi þessu fram því þetta er rangt og þarf að gera athugasemd við. Skólum í Reykjavík er ekki bannað að fara í kirkjur. Það má líka halda jólatrésskemmtanir“Bjarni Jónasson, framkvæmdastjóri Siðmenntar.vísit/stefánÆvaforn siðurJóhann Geirdal, skólastjóri Gerðaskóla, segir nemendum boðið upp á að fara til kirkju og eru þar í um hálftíma. Þetta sé frjálst val barnanna að fara. „Þetta er ævaforn siður sem hefur verið haldið við. Fyrir örfáum árum var þessi dagur inni á skóladagatali en við höfum tekið það út til að milda þetta. Foreldrar vita af þessu fyrir fram og geta látið vita ef þau vilja ekki að börnin gangi til kirkju. Þá gerum við ýmislegt skemmtilegt fyrir þau börn. Það á ekki að vera leiðinlegt fyrir þau að vera í skólanum á meðan,“ segir Jóhann. Menntamálaráðuneytið hefur gefið út tilmæli um að foreldrar þurfi ekki að taka ákvörðun um að barnið sitt fari ekki til kirkju. Voru tilmælin sett fyrir nokkrum árum. Eftir fremsta megni skal forðast að nemendur og foreldrar séu settir í þá aðstöðu að þurfa að gera grein fyrir lífsskoðunum sínum. Um almenna kynningu eða auglýsinga á starfsemi trúfélaga í skólum skulu gilda sömu reglur og um kynningu annarra félagasamtaka. Jóhann segir þessi tilmæli vera höfð til hliðsjónar. „Þetta er svo sem alltaf á gráu svæði, ég geri mér grein fyrir því. Þetta eru líka gamlar hefðir. Ég veit ekki um nein tilvik að þetta hafi verið vandamál hjá foreldrum. Þetta er ekki stór skóli og við þekkjumst öll ágætlega hérna,“ segir Jóhann. „Það er alveg rétt að tilmælin eru til staðar en svona reynum við að fara milt í þetta og að fólk geti valið hvort það fari eða verði eftir í skólanum.“Stendur vörð um kristna trúÁsmundur segir það skipta miklu máli að fólk fái að heyra guðsorð. Guðsorðið og jólin séu grundvöllur kristinnar trúar og engum hafi orðið meint af „Sjálfur var ég alinn upp í góðri guðstrú, skírður, fermdur og gifti mig fyrir framan altari guðs og hef ekki skaðast af því. Ég veit ekki til þess að neinn hafi skaðast af því að fá að heyra guðsorð eða fengið nýja testamentið að gjöf,“ segir Ásmundur. „Með þessu er ég ekki að gera lítið úr trú annarra. Allir hafa gott af því að heyra falleg orð, sama hvaðan þau koma.“ Ásmundur Friðriksson segir það skipta miklu máli að standa vörð um kristna trú. „Ég er aðeins með þessu að vekja athygli á því hversu mikilvægt það sé að hin kristnu gildi, sem samfélagið hefur byggst upp á síðustu þúsund ár, gleymist ekki. Við megum ekki missa sjónar af stöðu þjóðkirkjunnar,“ segir Ásmundur. Bjarni Jónsson hjá Siðmennt gerir enga athugasemd við þau orð þingmannsins. Öllum sé frjálst að standa vörð um þau trúarbrögð sem þeir aðhyllast. „Það skiptir hins vegar miklu máli að hann standi vörð um trúnna sem einstaklingur. Það er einnig mikilvægt að trúfrelsið, sem og frelsið til að iðka ekki trú, sé einnig haft að leiðarljósi,“ segir Bjarni. Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Nú fer að líða að jólum og sá tími fer í hönd þar sem grunnskólabörn landsins mörg hver heimsækja guðshús á skólatíma í áætlunarferðum skólanna. Hafa þessar kirkjuheimsóknir strokið mörgum foreldrum andhæris þar sem þeir vilja sjálfir stjórna andlegu uppeldi barna sinna án utanaðkomandi trúboðs. Vilja margir hverjir halda því fram að grímulaust trúboð fari fram í þessum kirkjuheimsóknum grunnskóla þar sem óhörðnuð börn hitta presta án foreldra sinna. Ásmundur Friðriksson, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í suðurkjördæmi, birtir á Facebook síðu sinni myndir af því þegar 1. – 4. bekkur Gerðaskóla í Garði fór í heimsókn í Útskálakirkju til að heimsækja prest. Segir hann að hinir bekkirnir fari einnig til messu í dag. Er þetta liður í skólastarfinu að heimsækja guðshús fyrir jólin. „Presturinn, Bára Friðriksdóttir talar við börnin, spilar á gítar og syngur með þeim. Þetta er liður í undirbúningi jólanna og börnin fá að kynnast boðskap jólanna. Í Reykjavík er skólum bannað að fara með börnin í kirkjur eða halda jólatrésskemmtanir eins og einhver skaðist af því,“ segir Ásmundur. Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Siðmennt, segir kirkjuheimsóknir eigi ekki að vera á skólatíma. Það sé réttur foreldra að ala upp börn í þeirri lífsskoðun sem það aðhyllist. „Þetta er svipaður áróður og við sjáum birtast á hverju einasta ári fyrir jólin. Persónulega tel ég að kirkjuheimsóknir á skólatíma séu ekki æskilegar. Það verður að skilja á milli kennslu í trúarbragðafræði og innrætingu með til dæmis heimsóknum í kirkjur. Við höfum fengið allt of mörg dæmi undanfarnar vikur þar sem foreldrar eru að kvarta meðal annars yfir kirkjuheimsóknum,“ segir Bjarni. „Og þó svo að það sé til í samskiptareglum skóla og trúfélaga að slíkar heimsóknir eigi að vera á forsendum skólans þá höfum við of mörg dæmi um hið gagnstæða. Það er hugsanlegt að það sé réttlætanlegt að fara í kirkjuheimsóknir en það má velta upp þeirri spurningu af hverju það gerist alltaf í desember.“Dómkirkjan í ReykjavíkÞingmenn sitji undir upphafningu kristniÁsmundur Friðriksson vitnar í orð séra Hjálmars Jónssonar við þingsetningu í gær. Þar hefur Ásmundur eftir prestinum að kirkjan gangi ekki á rétt annarra sem aðhyllast önnur eða engin trúarbrögð. „En það er engum gerður greiði með því að við verðum sögulaus, hefðalaus og trúlaus. Ekkert samfélag batnar við það,“ á Presturinn að hafa sagt.Bjarni segir þetta skjóta skökku við. „Þetta er náttúrulega staðlað svar presta að við verðum einhvernveginn sögu- og hefðalaus við að aðhyllast ekki kristna trú. Þarna skilur á milli okkar og þjóðkirkjunnar. Hversu lengi ætla þingmenn að sitja undir því við setningu alþingis að þjóðkirkjan dembi svona yfir þau upphafningu kristinnar trúar upp yfir önnur trúarbrögð eða trúleysi? Þetta er ekki í fyrsta skipti sem svona er sagt í setningarræðu presta við guðsþjónustu.“ Ásmundur fullyrðir í færslu sinni að kirkjuheimsóknir í Reykjavík séu bannaðar og jólatrésskemmtanir einnig. Þessu vísar Bjarni á bug. „Það er merkilegt að Ásmundur haldi þessu fram því þetta er rangt og þarf að gera athugasemd við. Skólum í Reykjavík er ekki bannað að fara í kirkjur. Það má líka halda jólatrésskemmtanir“Bjarni Jónasson, framkvæmdastjóri Siðmenntar.vísit/stefánÆvaforn siðurJóhann Geirdal, skólastjóri Gerðaskóla, segir nemendum boðið upp á að fara til kirkju og eru þar í um hálftíma. Þetta sé frjálst val barnanna að fara. „Þetta er ævaforn siður sem hefur verið haldið við. Fyrir örfáum árum var þessi dagur inni á skóladagatali en við höfum tekið það út til að milda þetta. Foreldrar vita af þessu fyrir fram og geta látið vita ef þau vilja ekki að börnin gangi til kirkju. Þá gerum við ýmislegt skemmtilegt fyrir þau börn. Það á ekki að vera leiðinlegt fyrir þau að vera í skólanum á meðan,“ segir Jóhann. Menntamálaráðuneytið hefur gefið út tilmæli um að foreldrar þurfi ekki að taka ákvörðun um að barnið sitt fari ekki til kirkju. Voru tilmælin sett fyrir nokkrum árum. Eftir fremsta megni skal forðast að nemendur og foreldrar séu settir í þá aðstöðu að þurfa að gera grein fyrir lífsskoðunum sínum. Um almenna kynningu eða auglýsinga á starfsemi trúfélaga í skólum skulu gilda sömu reglur og um kynningu annarra félagasamtaka. Jóhann segir þessi tilmæli vera höfð til hliðsjónar. „Þetta er svo sem alltaf á gráu svæði, ég geri mér grein fyrir því. Þetta eru líka gamlar hefðir. Ég veit ekki um nein tilvik að þetta hafi verið vandamál hjá foreldrum. Þetta er ekki stór skóli og við þekkjumst öll ágætlega hérna,“ segir Jóhann. „Það er alveg rétt að tilmælin eru til staðar en svona reynum við að fara milt í þetta og að fólk geti valið hvort það fari eða verði eftir í skólanum.“Stendur vörð um kristna trúÁsmundur segir það skipta miklu máli að fólk fái að heyra guðsorð. Guðsorðið og jólin séu grundvöllur kristinnar trúar og engum hafi orðið meint af „Sjálfur var ég alinn upp í góðri guðstrú, skírður, fermdur og gifti mig fyrir framan altari guðs og hef ekki skaðast af því. Ég veit ekki til þess að neinn hafi skaðast af því að fá að heyra guðsorð eða fengið nýja testamentið að gjöf,“ segir Ásmundur. „Með þessu er ég ekki að gera lítið úr trú annarra. Allir hafa gott af því að heyra falleg orð, sama hvaðan þau koma.“ Ásmundur Friðriksson segir það skipta miklu máli að standa vörð um kristna trú. „Ég er aðeins með þessu að vekja athygli á því hversu mikilvægt það sé að hin kristnu gildi, sem samfélagið hefur byggst upp á síðustu þúsund ár, gleymist ekki. Við megum ekki missa sjónar af stöðu þjóðkirkjunnar,“ segir Ásmundur. Bjarni Jónsson hjá Siðmennt gerir enga athugasemd við þau orð þingmannsins. Öllum sé frjálst að standa vörð um þau trúarbrögð sem þeir aðhyllast. „Það skiptir hins vegar miklu máli að hann standi vörð um trúnna sem einstaklingur. Það er einnig mikilvægt að trúfrelsið, sem og frelsið til að iðka ekki trú, sé einnig haft að leiðarljósi,“ segir Bjarni.
Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira