Lyfjuð þjóð Þorbjörn Þórðarson skrifar 8. desember 2016 07:00 Hún er rík sú tilhneiging margra að gagnrýna „sjúkdómsvæðingu“ þjóðfélagsins og þá breytni sumra nútímamanna að bera vandamál sín á torg. Iðulega eru sjónarmið af þessu tagi lituð af fortíðarþrá. Menn hafi verið miklu harðari af sér í gamla daga og fólk eigi frekar að bera harm sinn í hljóði og harka af sér. Þótt orðræða af þessum meiði sé hjal sem hefur takmarkaða praktíska þýðingu fyrir úrlausn raunverulegra vandamála er ástæða til að leggja við hlustir þegar þessar sömu raddir gagnrýna lyfjanotkun Íslendinga. Maðurinn notar mjög oft lyf til að hjúkra sjálfum sér til heilsu þegar jafn góð náttúruleg úrræði eru til staðar. Hér má nefna andlega kvilla eins og svefnleysi, streitu, kvíða, depurð og vanlíðan af ýmsu tagi. Samkvæmt gögnum sem Embætti landlæknis hefur birt eru Íslendingar í dag handhafar Norðurlandameta í notkun lyfseðilsskyldra verkjalyfja, svefn- og róandi lyfja, róandi og kvíðastillandi lyfja, flogaveikilyfja og örvandi lyfja. Íslendingar hafa verið á toppnum í notkun þessara lyfja í mörg ár en það er nýtt að við séum orðin hæst á Norðurlöndunum í notkun verkjalyfja. Fjöldi þeirra sem nota oxycodon hefur aukist um tæplega 30 prósent milli ára. Þetta lyf, sem oft er selt undir heitinu OxyContin, er notað til að meðhöndla langvarandi sársauka. Embætti landlæknis veit ekki hvers vegna notendum þessa lyfs hefur fjölgað svona mikið milli ára. Árin 2011-2012 var talsverð umfjöllun í fjölmiðlum um mikla notkun Íslendinga á metýlfenídat-lyfjum eins og Rítalíni og Concerta. Núna, fimm árum síðar, sýna tölur að notkun þessara lyfja hefur bara aukist. Embætti landlæknis veit ekki hvers vegna. Hvers vegna eru íslenskir læknar miklu duglegri að ávísa þessum ávanabindandi lyfjum en kollegar þeirra á hinum Norðurlöndunum? Varla er skýringin sú að tíðni ADHD er mun hærri hjá Íslendingum? Í verkahring hvers er það að komast að ástæðunni ef ekki Embættis landlæknis? Embættið á lögum samkvæmt að hafa eftirlit með lyfjaávísunum lækna og starfrækir í þeim tilgangi sérstakan gagnagrunn. Það dugar ekki fyrir starfsmenn embættisins að yppa öxlum í viðtölum og reyna að giska á ástæðurnar. Það er líka ríkt tilefni til að hafa áhyggjur af mikilli notkun Íslendinga á svefnlyfjum, róandi lyfjum og kvíðastillandi lyfjum. Hægt er að vinna bug á kvíða og svefnleysi með öðrum vægari úrræðum en lyfjum. Þar má nefna hugræna atferlismeðferð. Íslenskir læknar eiga ekki að grípa til lyfjaávísana nema önnur vægari úrræði hafi reynst árangurslaus. Oft eru íslenskir læknar að ávísa stórhættulegum ávanabindandi lyfjum til að leysa vandamál sem auðveldlega má vinna bug á án lyfjanotkunar. Að þessu sögðu er mikilvægt að íslensk heilbrigðisyfirvöld, með Embætti landlæknis og velferðarráðuneytið í broddi fylkingar, hefji strax vinnu við að komast til botns í því hvers vegna Íslendingar nota miklu meira af lyfjum við andlegum kvillum en hinar Norðurlandaþjóðirnar. Kvillum sem í flestum tilvikum má meðhöndla án lyfjanotkunar.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun
Hún er rík sú tilhneiging margra að gagnrýna „sjúkdómsvæðingu“ þjóðfélagsins og þá breytni sumra nútímamanna að bera vandamál sín á torg. Iðulega eru sjónarmið af þessu tagi lituð af fortíðarþrá. Menn hafi verið miklu harðari af sér í gamla daga og fólk eigi frekar að bera harm sinn í hljóði og harka af sér. Þótt orðræða af þessum meiði sé hjal sem hefur takmarkaða praktíska þýðingu fyrir úrlausn raunverulegra vandamála er ástæða til að leggja við hlustir þegar þessar sömu raddir gagnrýna lyfjanotkun Íslendinga. Maðurinn notar mjög oft lyf til að hjúkra sjálfum sér til heilsu þegar jafn góð náttúruleg úrræði eru til staðar. Hér má nefna andlega kvilla eins og svefnleysi, streitu, kvíða, depurð og vanlíðan af ýmsu tagi. Samkvæmt gögnum sem Embætti landlæknis hefur birt eru Íslendingar í dag handhafar Norðurlandameta í notkun lyfseðilsskyldra verkjalyfja, svefn- og róandi lyfja, róandi og kvíðastillandi lyfja, flogaveikilyfja og örvandi lyfja. Íslendingar hafa verið á toppnum í notkun þessara lyfja í mörg ár en það er nýtt að við séum orðin hæst á Norðurlöndunum í notkun verkjalyfja. Fjöldi þeirra sem nota oxycodon hefur aukist um tæplega 30 prósent milli ára. Þetta lyf, sem oft er selt undir heitinu OxyContin, er notað til að meðhöndla langvarandi sársauka. Embætti landlæknis veit ekki hvers vegna notendum þessa lyfs hefur fjölgað svona mikið milli ára. Árin 2011-2012 var talsverð umfjöllun í fjölmiðlum um mikla notkun Íslendinga á metýlfenídat-lyfjum eins og Rítalíni og Concerta. Núna, fimm árum síðar, sýna tölur að notkun þessara lyfja hefur bara aukist. Embætti landlæknis veit ekki hvers vegna. Hvers vegna eru íslenskir læknar miklu duglegri að ávísa þessum ávanabindandi lyfjum en kollegar þeirra á hinum Norðurlöndunum? Varla er skýringin sú að tíðni ADHD er mun hærri hjá Íslendingum? Í verkahring hvers er það að komast að ástæðunni ef ekki Embættis landlæknis? Embættið á lögum samkvæmt að hafa eftirlit með lyfjaávísunum lækna og starfrækir í þeim tilgangi sérstakan gagnagrunn. Það dugar ekki fyrir starfsmenn embættisins að yppa öxlum í viðtölum og reyna að giska á ástæðurnar. Það er líka ríkt tilefni til að hafa áhyggjur af mikilli notkun Íslendinga á svefnlyfjum, róandi lyfjum og kvíðastillandi lyfjum. Hægt er að vinna bug á kvíða og svefnleysi með öðrum vægari úrræðum en lyfjum. Þar má nefna hugræna atferlismeðferð. Íslenskir læknar eiga ekki að grípa til lyfjaávísana nema önnur vægari úrræði hafi reynst árangurslaus. Oft eru íslenskir læknar að ávísa stórhættulegum ávanabindandi lyfjum til að leysa vandamál sem auðveldlega má vinna bug á án lyfjanotkunar. Að þessu sögðu er mikilvægt að íslensk heilbrigðisyfirvöld, með Embætti landlæknis og velferðarráðuneytið í broddi fylkingar, hefji strax vinnu við að komast til botns í því hvers vegna Íslendingar nota miklu meira af lyfjum við andlegum kvillum en hinar Norðurlandaþjóðirnar. Kvillum sem í flestum tilvikum má meðhöndla án lyfjanotkunar.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun