Morgundagurinn ræður úrslitum varðandi það hvort flokkarnir fimm fara í formlegar viðræður Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. desember 2016 10:15 Samfylkingin, Viðreisn, Píratar, Björt framtíð og Vinstri græn eiga nú í óformlegum viðræðum til að kanna grundvöll fyrir myndun ríkisstjórn flokkanna fimm. vísir Það mun ráðast á morgun hvort að Píratar, Vinstri grænir, Samfylkingin, Viðreisn og Björt framtíð muni hefja formlegar viðræður um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Þetta segir Kristján Gunnarsson, fjölmiðlafulltrúi Pírata, í samtali við Vísi en Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata sem fer með stjórnarmyndunarumboðið, baðst undan viðtali um stöðuna í viðræðunum þegar eftir því var leitað. Birgitta og formenn hinna flokkanna, það er þau Katrín Jakobsdóttir, Logi Már Einarsson, Benedikt Jóhannesson og Óttarr Proppé, hafa átt í óformlegum viðræðum í þessari viku og fundað daglega síðan á mánudag. Að sögn Kristjáns munu þeir funda aftur í dag eftir að þingfundi lýkur en á fundunum hefur verið lögð áhersla á það að ræða stór mál á borð við sjávarútvegsmálin, skattamáli og fjármögnun ríkissjóðs til að kanna hvort að þar séu einhverjir ásteytingarsteinar. Þá hafa formenn flokkanna einnig unnið að því að finna sameiginlega ferla varðandi það hvernig taka skuli ákvarðanir í formlegum stjórnarmyndunar-viðræðum og hvernig vinna skuli stjórnarsáttmála ef til þess kemur. Kristján segir að það sé í raun enginn tímarammi varðandi það hvenær formlegar stjórnarmyndunarviðræður þurfa að hefjast þó flokkarnir miði við að það liggi fyrir á morgun en þá verður vika liðin frá því að Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, veitti Birgittu stjórnarmyndunarumboðið. „Ég held að það sé alveg hægt að segja að það sé fullur skilningur á því frá forseta Íslands að það þurfi að taka sér tíma í þetta og vanda sig. Það er búið að gefa það út að við viljum geta svarað því fyrir helgi, sem er þá á morgun, hvort farið verði í formlegar viðræður og þessir fundir í þessari viku miða að því að geta svarað þeirri spurningu í lok vikunnar,“ segir Kristján og bætir við að öll vinna við viðræðurnar sé unnin í fullu samráði flokkanna; það sé ekki þannig að Birgitta eða Píratar stýri þeim. Fundur hefst á Alþingi núna klukkan 10:30 en þá mælir Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, fyrir bandorminum svokallaða en í honum felast margvíslegar lagabreytingar sem þarf að gera vegna fjárlaga sem ráðherrann mælti fyrir í gær. Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Birgitta um viðræður: Fundurinn í dag var frábær Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segist vongóð um að það takist að fara í formlegar viðræður um stjórnarsamstarf í lok þessarar viku. Fundir milli flokkanna fimm halda áfram á morgun. 6. desember 2016 23:39 Fyrsta fundi lokið: Ætla að halda óformlegum viðræðum áfram á morgun Flokkarnir fimm ræddu hvernig þeir geta náð saman í stærstu málunum. 5. desember 2016 15:34 Alþingi sett í miðri stjórnarmyndun í dag Leiðtogar flokkanna sammála um að gefa sér tíma fram að helgi eða inn í helgina til að komast að því hvort þeir hefji formlegar viðræður. 6. desember 2016 12:43 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Fleiri fréttir Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Sjá meira
Það mun ráðast á morgun hvort að Píratar, Vinstri grænir, Samfylkingin, Viðreisn og Björt framtíð muni hefja formlegar viðræður um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Þetta segir Kristján Gunnarsson, fjölmiðlafulltrúi Pírata, í samtali við Vísi en Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata sem fer með stjórnarmyndunarumboðið, baðst undan viðtali um stöðuna í viðræðunum þegar eftir því var leitað. Birgitta og formenn hinna flokkanna, það er þau Katrín Jakobsdóttir, Logi Már Einarsson, Benedikt Jóhannesson og Óttarr Proppé, hafa átt í óformlegum viðræðum í þessari viku og fundað daglega síðan á mánudag. Að sögn Kristjáns munu þeir funda aftur í dag eftir að þingfundi lýkur en á fundunum hefur verið lögð áhersla á það að ræða stór mál á borð við sjávarútvegsmálin, skattamáli og fjármögnun ríkissjóðs til að kanna hvort að þar séu einhverjir ásteytingarsteinar. Þá hafa formenn flokkanna einnig unnið að því að finna sameiginlega ferla varðandi það hvernig taka skuli ákvarðanir í formlegum stjórnarmyndunar-viðræðum og hvernig vinna skuli stjórnarsáttmála ef til þess kemur. Kristján segir að það sé í raun enginn tímarammi varðandi það hvenær formlegar stjórnarmyndunarviðræður þurfa að hefjast þó flokkarnir miði við að það liggi fyrir á morgun en þá verður vika liðin frá því að Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, veitti Birgittu stjórnarmyndunarumboðið. „Ég held að það sé alveg hægt að segja að það sé fullur skilningur á því frá forseta Íslands að það þurfi að taka sér tíma í þetta og vanda sig. Það er búið að gefa það út að við viljum geta svarað því fyrir helgi, sem er þá á morgun, hvort farið verði í formlegar viðræður og þessir fundir í þessari viku miða að því að geta svarað þeirri spurningu í lok vikunnar,“ segir Kristján og bætir við að öll vinna við viðræðurnar sé unnin í fullu samráði flokkanna; það sé ekki þannig að Birgitta eða Píratar stýri þeim. Fundur hefst á Alþingi núna klukkan 10:30 en þá mælir Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, fyrir bandorminum svokallaða en í honum felast margvíslegar lagabreytingar sem þarf að gera vegna fjárlaga sem ráðherrann mælti fyrir í gær.
Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Birgitta um viðræður: Fundurinn í dag var frábær Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segist vongóð um að það takist að fara í formlegar viðræður um stjórnarsamstarf í lok þessarar viku. Fundir milli flokkanna fimm halda áfram á morgun. 6. desember 2016 23:39 Fyrsta fundi lokið: Ætla að halda óformlegum viðræðum áfram á morgun Flokkarnir fimm ræddu hvernig þeir geta náð saman í stærstu málunum. 5. desember 2016 15:34 Alþingi sett í miðri stjórnarmyndun í dag Leiðtogar flokkanna sammála um að gefa sér tíma fram að helgi eða inn í helgina til að komast að því hvort þeir hefji formlegar viðræður. 6. desember 2016 12:43 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Fleiri fréttir Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Sjá meira
Birgitta um viðræður: Fundurinn í dag var frábær Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segist vongóð um að það takist að fara í formlegar viðræður um stjórnarsamstarf í lok þessarar viku. Fundir milli flokkanna fimm halda áfram á morgun. 6. desember 2016 23:39
Fyrsta fundi lokið: Ætla að halda óformlegum viðræðum áfram á morgun Flokkarnir fimm ræddu hvernig þeir geta náð saman í stærstu málunum. 5. desember 2016 15:34
Alþingi sett í miðri stjórnarmyndun í dag Leiðtogar flokkanna sammála um að gefa sér tíma fram að helgi eða inn í helgina til að komast að því hvort þeir hefji formlegar viðræður. 6. desember 2016 12:43