Eiðurinn er langvinsælasta íslenska bíómynd ársins og kemst engin önnur með tærnar þar sem hún hefur hælana. Þetta kemur fram í tölum sem FRÍSK, Félag rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði, tók saman fyrir Vísi en þær ná yfir tekjur og aðsókn íslenskra kvikmynda hér á landi frá 1. janúar 2016 til dagsins í dag. Enn er eitthvað eftir af árinu og myndir á borð við Eiðinn, Grimmd og Innsæi enn í sýningu. Eina frumsýning sem eftir er á árinu er á kvikmyndinni Hjartasteini 28. desember næstkomandi. Hún nær því aðeins þremur dögum í sýningu og er því aðsóknin fyrir árið orðin nokkuð fastsett og ekki búist við stórvægilegum breytingum á þessum lista. Yfirburðir Eiðsins voru slíkir að 43 þúsund sáu þá mynd á meðan 40.629 sáu hinar myndirnar á listanum til samans.Í 1. sæti er sem fyrr segir Eiðurinn en frá því hún var frumsýnd í september síðastliðnum hefur hún þénað rúmar 63 milljónir króna á 43 þúsund gestum. 424 sýningar hafa verið haldnar á myndinni og voru að jafnaði 101 á hverri sýningu. Í 2. sæti er kvikmyndin Grimmd sem hefur þénað 17,4 milljónir króna á 19.548 gestum frá því hún var frumsýnd í október síðastliðnum. Myndin hefur verið sýnd 207 sinnum í bíósal en að jafnaði voru 94 á hverri sýningu. Í 3. sæti er Fyrir framan annað fólk sem hefur þénað 14,6 milljónir króna á 10.891 gesti. 239 sýningar hafa verið haldnar á myndinni og voru að jafnaði 46 á hverri þeirra. Myndin var frumsýnd í febrúar síðastliðnum. Í 4. sæti er heimildarmyndin Innsæi - The Sea Within en frá því myndin var frumsýnd í október síðastliðnum hefur hún þénað 3,1 milljón króna á 2.023 gestum. Myndin hefur verið sýnd 51 sinni í kvikmyndasal en að jafnaði voru 40 á hverri sýningu.Í 5. sæti var kvikmyndin Reykjavík. Hún þénaði 2,1 milljón króna á 2.569 gestum. 99 sýningar voru haldnar á myndinni og voru 26 að jafnaði á hverri sýningu. Myndin var frumsýnd í mars síðastliðnum. Í 6. sæti er heimildarmyndin Njósnir, lygar og fjölskyldubönd. Myndin var frumsýnd í febrúar síðastliðnum og þénaði 1,4 milljónir króna á 1.151 sýningargesti. Hún var sýnd 26 sinnum og mættu að jafnaði 44 á hverja sýningu.Í 7. sæti er kvikmyndin Hrútar en það ber að hafa í huga að myndin var frumsýnd í júní í fyrra. Þrátt fyrir það náðu Hrútar að draga 921 í bíó árið 2016 og náði því í tekjur upp á 1,1 milljón króna. Myndin var sýnd 22 sinnum á þessu ári og en að jafnaði voru 42 á hverri sýningu. Í 8. sæti er heimildarmyndin Ransacked sem var frumsýnd í október síðastliðnum. Myndin þénaði 900 þúsund krónur á 610 sýningargestum. Hún var sýnd 33 sinnum en að jafnaði mættu 18 á hverja sýningu.Í 9. sæti er heimildarmyndin Baskavígin. Myndin var frumsýnd í nóvember síðastliðnum og þénaði 729 þúsund á 718 sýningargestum. Myndin hefur verið sýnd 18 sinnum í bíó en að jafnaði voru 40 á hverri sýningu.Í 10. sæti var heimildarmyndin Yarn sem var frumsýnd í september síðastliðnum. Myndin þénaði 609 þúsund krónur á 454 sýningargestum. Hún var sýnd 20 sinnum og voru að jafnaði 23 á hverri sýningu.Í 11. sæti var Fúsi sem líkt og Hrútar var frumsýnd í fyrra. Hún var sýnd 102 sinnum árið 2016 og fékk til sín 347 gesti og hafði upp úr því 450 þúsund krónur. Að jafnaði voru 3 á hverri sýningu á þessu ári.Í 12. sæti var heimildarmyndin Úti að aka - Á reykspúandi kadilakk yfir Ameríku. Myndin var frumsýnd í maí síðastliðnum og þénaði 293 þúsund á 221 sýningargesti. Myndin var sýnd 17 sinnum og voru að jafnaði 13 á hverri sýningu.Í 13. sæti er myndin kvikmyndin Þrestir sem var frumsýnd í október árið 2015. Árið 2016 var hún sýnd þrisvar sinnum í bíó og voru að jafnaði 37 á hverri sýningu. Í heildina sáu 111 Þresti árið 2016 í bíó hér á landi og hafði myndin upp úr því 107 þúsund krónur í tekjur. Í 14. sæti er heimildarmyndin Keep Frozen. Hún var frumsýnd í maí síðastliðnum og þénaði 106 þúsund krónur á 341 sýningargesti. Hún var sýnd 15 sinnum en að jafnaði voru 23 á hverri sýningu.Í 15. sæti er heimildarmyndin Aumingja Ísland. Myndin var frumsýnd í nóvember síðastliðnum og hefur þénað 40 þúsund krónur á 239 sýningargestum. Á sjö sýningum voru að jafnaði 34 áhorfendur.Í 16. sæti er heimildarmyndin Rúnturinn sem var frumsýnd í nóvember síðastliðnum. Myndin hefur þénað rúmar 36 þúsund krónur á 139 sýningargestum. Þegar þetta er ritað hefur myndin verið sýnd átta sinnum og voru 17 áhorfendur að jafnaði á hverri sýningu.Í 17. sæti er kvikmyndin Austur sem var frumsýnd í apríl árið 2015. Myndin var sýnd fjórum sinnum á þessu ári en skráðir áhorfendur á þeim sýningum eru tveir sem skilaði 3.200 krónum í tekjur.Uppfært: Upplýsingum um frumsýningu Hjartasteins var bætt við greinina. Fréttir ársins 2016 Menning Tengdar fréttir Íslenska bíóárið 2017: Ég man þig og Undir trénu með mikla yfirburði Myndirnar fóru báðar yfir Eiðinn sem var aðsóknarmest í fyrra. 8. desember 2017 10:30 Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið
Eiðurinn er langvinsælasta íslenska bíómynd ársins og kemst engin önnur með tærnar þar sem hún hefur hælana. Þetta kemur fram í tölum sem FRÍSK, Félag rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði, tók saman fyrir Vísi en þær ná yfir tekjur og aðsókn íslenskra kvikmynda hér á landi frá 1. janúar 2016 til dagsins í dag. Enn er eitthvað eftir af árinu og myndir á borð við Eiðinn, Grimmd og Innsæi enn í sýningu. Eina frumsýning sem eftir er á árinu er á kvikmyndinni Hjartasteini 28. desember næstkomandi. Hún nær því aðeins þremur dögum í sýningu og er því aðsóknin fyrir árið orðin nokkuð fastsett og ekki búist við stórvægilegum breytingum á þessum lista. Yfirburðir Eiðsins voru slíkir að 43 þúsund sáu þá mynd á meðan 40.629 sáu hinar myndirnar á listanum til samans.Í 1. sæti er sem fyrr segir Eiðurinn en frá því hún var frumsýnd í september síðastliðnum hefur hún þénað rúmar 63 milljónir króna á 43 þúsund gestum. 424 sýningar hafa verið haldnar á myndinni og voru að jafnaði 101 á hverri sýningu. Í 2. sæti er kvikmyndin Grimmd sem hefur þénað 17,4 milljónir króna á 19.548 gestum frá því hún var frumsýnd í október síðastliðnum. Myndin hefur verið sýnd 207 sinnum í bíósal en að jafnaði voru 94 á hverri sýningu. Í 3. sæti er Fyrir framan annað fólk sem hefur þénað 14,6 milljónir króna á 10.891 gesti. 239 sýningar hafa verið haldnar á myndinni og voru að jafnaði 46 á hverri þeirra. Myndin var frumsýnd í febrúar síðastliðnum. Í 4. sæti er heimildarmyndin Innsæi - The Sea Within en frá því myndin var frumsýnd í október síðastliðnum hefur hún þénað 3,1 milljón króna á 2.023 gestum. Myndin hefur verið sýnd 51 sinni í kvikmyndasal en að jafnaði voru 40 á hverri sýningu.Í 5. sæti var kvikmyndin Reykjavík. Hún þénaði 2,1 milljón króna á 2.569 gestum. 99 sýningar voru haldnar á myndinni og voru 26 að jafnaði á hverri sýningu. Myndin var frumsýnd í mars síðastliðnum. Í 6. sæti er heimildarmyndin Njósnir, lygar og fjölskyldubönd. Myndin var frumsýnd í febrúar síðastliðnum og þénaði 1,4 milljónir króna á 1.151 sýningargesti. Hún var sýnd 26 sinnum og mættu að jafnaði 44 á hverja sýningu.Í 7. sæti er kvikmyndin Hrútar en það ber að hafa í huga að myndin var frumsýnd í júní í fyrra. Þrátt fyrir það náðu Hrútar að draga 921 í bíó árið 2016 og náði því í tekjur upp á 1,1 milljón króna. Myndin var sýnd 22 sinnum á þessu ári og en að jafnaði voru 42 á hverri sýningu. Í 8. sæti er heimildarmyndin Ransacked sem var frumsýnd í október síðastliðnum. Myndin þénaði 900 þúsund krónur á 610 sýningargestum. Hún var sýnd 33 sinnum en að jafnaði mættu 18 á hverja sýningu.Í 9. sæti er heimildarmyndin Baskavígin. Myndin var frumsýnd í nóvember síðastliðnum og þénaði 729 þúsund á 718 sýningargestum. Myndin hefur verið sýnd 18 sinnum í bíó en að jafnaði voru 40 á hverri sýningu.Í 10. sæti var heimildarmyndin Yarn sem var frumsýnd í september síðastliðnum. Myndin þénaði 609 þúsund krónur á 454 sýningargestum. Hún var sýnd 20 sinnum og voru að jafnaði 23 á hverri sýningu.Í 11. sæti var Fúsi sem líkt og Hrútar var frumsýnd í fyrra. Hún var sýnd 102 sinnum árið 2016 og fékk til sín 347 gesti og hafði upp úr því 450 þúsund krónur. Að jafnaði voru 3 á hverri sýningu á þessu ári.Í 12. sæti var heimildarmyndin Úti að aka - Á reykspúandi kadilakk yfir Ameríku. Myndin var frumsýnd í maí síðastliðnum og þénaði 293 þúsund á 221 sýningargesti. Myndin var sýnd 17 sinnum og voru að jafnaði 13 á hverri sýningu.Í 13. sæti er myndin kvikmyndin Þrestir sem var frumsýnd í október árið 2015. Árið 2016 var hún sýnd þrisvar sinnum í bíó og voru að jafnaði 37 á hverri sýningu. Í heildina sáu 111 Þresti árið 2016 í bíó hér á landi og hafði myndin upp úr því 107 þúsund krónur í tekjur. Í 14. sæti er heimildarmyndin Keep Frozen. Hún var frumsýnd í maí síðastliðnum og þénaði 106 þúsund krónur á 341 sýningargesti. Hún var sýnd 15 sinnum en að jafnaði voru 23 á hverri sýningu.Í 15. sæti er heimildarmyndin Aumingja Ísland. Myndin var frumsýnd í nóvember síðastliðnum og hefur þénað 40 þúsund krónur á 239 sýningargestum. Á sjö sýningum voru að jafnaði 34 áhorfendur.Í 16. sæti er heimildarmyndin Rúnturinn sem var frumsýnd í nóvember síðastliðnum. Myndin hefur þénað rúmar 36 þúsund krónur á 139 sýningargestum. Þegar þetta er ritað hefur myndin verið sýnd átta sinnum og voru 17 áhorfendur að jafnaði á hverri sýningu.Í 17. sæti er kvikmyndin Austur sem var frumsýnd í apríl árið 2015. Myndin var sýnd fjórum sinnum á þessu ári en skráðir áhorfendur á þeim sýningum eru tveir sem skilaði 3.200 krónum í tekjur.Uppfært: Upplýsingum um frumsýningu Hjartasteins var bætt við greinina.
Íslenska bíóárið 2017: Ég man þig og Undir trénu með mikla yfirburði Myndirnar fóru báðar yfir Eiðinn sem var aðsóknarmest í fyrra. 8. desember 2017 10:30