Forfaðir Donalds Trump hét Þormóður Ljótsson Kristján Már Unnarsson skrifar 21. nóvember 2016 19:02 Líkur benda til að Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti, og íslenskar konur eigi sameiginlegar rætur á norrænasta svæði Bretlandseyja en móðir Trump var fædd og uppalin á bænum Tungu í Ljóðhúsum á Suðureyjum. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 og rætt við þá Magnús Jónsson sagnfræðing og Agnar Helgason, líffræðilegan mannfræðing hjá Íslenskri erfðagreiningu. Í þáttaröðinni Landnemarnir á Stöð 2 hafa rætur íslensku þjóðarinnar á Suðureyjum við Skotland verið skoðaðar en Magnús Jónsson sagnfræðingur fer þangað reglulega með hópa Íslendinga í skoðunarferðir. Norskir fjölmiðlar hafa nú rakið rætur Donalds Trump til norrænna manna á sömu slóðum í gegnum móður hans, Mary Anne MacLeod, en forfaðir hennar hét Ljótur. Ætt Ljóts skiptist í tvo ættboga í gegnum syni hans, sem hétu Þorkell og Þormóður, en í skoskum ritum eru þeir nefndir Torquil og Tormod MacLeod. „Þormóður þessi er ættfaðir þeirra á Ljóðhúsum,“ segir Magnús en tekur fram að hann hafi verið uppi í kringum 1300 löngu eftir að Ísland var fullnumið. Magnús Jónsson sagnfræðingur.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Móðir Donalds Trump var frá bænum Tungu á Ljóðhúsum en svo var eyjan Lewis nefnd í fornsögum. Þar er allt morandi í norrænum örnefnum. „Á Kjalarnesi, í Kjós og í kringum Akranes eru mörg örnefni sem tengjast sömu örnefnum og á Ljóðhúsum,“ segir Magnús. Það er talið benda til þess að landnámsmenn þar hafi margir komið frá þessari eyju á Suðureyjum. Afkomendur Ketils flatnefs, Auður djúpúðga, Björn austræni, Helgi bjólan og Þórunn hyrna, eru nöfn úr landnámssögunni sem tengjast Suðureyjum. Og það er fleira en fornsögurnar og örnefnin. Rannsóknir Íslenskrar erfðagreiningar sýna sérstæð tengsl milli íslenskra kvenna og kvenna frá Suðureyjum. Þannig fundust tvö afbrigði hvatbera erfðaefnis einungis í Íslendingum og Suðureyingum, og hvergi annars staðar í heiminum, sem bendir til að konur ættaðar frá Suðureyjum hafi verið áberandi í landnámshópnum, að sögn Agnars Helgasonar hjá Íslenskri erfðagreiningu.Agnar Helgason, líffræðilegur mannfræðingur hjá Íslenskri erfðagreiningu.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Við Íslendingar eru náskyldir Suðureyingum í kvenlegg. Hvatberaerfðaefni okkar er margt hvert alveg eins og við finnum á Suðureyjum. Þannig að það má segja að umtalsverður fjöldi af konum hafi komið þaðan til Íslands. Hvort það gerir okkur skyld Donald Trump veit ég ekki en það gæti verið,“ segir Agnar. Magnús Jónsson fer einnig varlega í að fjölyrða um skyldleika Íslendinga við Donald Trump. „En vissulega ef við getum teygt okkar forfeður á þetta svæði þá getur hann gert það alveg eins,“ segir Magnús. Móðir Donalds Trump, Mary Anne MacLeod, lést árið 2000, en faðir hans, Frederick Christ Trump, lést árið 1999. Bretland Donald Trump Landnemarnir Tengdar fréttir Keltnesk áhrif vanmetin í menningu Íslendinga Keltnesk áhrif í íslenskri menningu eru mun meiri en menn hafa séð eða viljað vera láta, eins og í örnefnum og tungumálinu. 22. febrúar 2016 22:00 Er íslensk þjóð afurð grimmra stúlknarána? Ísland var numið af norskum strákum sem fóru til Bretlands og náðu sér í konur, segir forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. 21. febrúar 2016 01:30 Telja Auði djúpúðgu ættaða frá Kvam við Aurlandsfjörð Þess vegna hafi hún valið sama heiti á landnámsbæ sinn á Íslandi. 8. febrúar 2016 19:15 Maður Auðar var konungur og þrælakaupmaður Auður djúpúðga er frægasta landnámskona Íslands. 5. febrúar 2016 14:59 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira
Líkur benda til að Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti, og íslenskar konur eigi sameiginlegar rætur á norrænasta svæði Bretlandseyja en móðir Trump var fædd og uppalin á bænum Tungu í Ljóðhúsum á Suðureyjum. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 og rætt við þá Magnús Jónsson sagnfræðing og Agnar Helgason, líffræðilegan mannfræðing hjá Íslenskri erfðagreiningu. Í þáttaröðinni Landnemarnir á Stöð 2 hafa rætur íslensku þjóðarinnar á Suðureyjum við Skotland verið skoðaðar en Magnús Jónsson sagnfræðingur fer þangað reglulega með hópa Íslendinga í skoðunarferðir. Norskir fjölmiðlar hafa nú rakið rætur Donalds Trump til norrænna manna á sömu slóðum í gegnum móður hans, Mary Anne MacLeod, en forfaðir hennar hét Ljótur. Ætt Ljóts skiptist í tvo ættboga í gegnum syni hans, sem hétu Þorkell og Þormóður, en í skoskum ritum eru þeir nefndir Torquil og Tormod MacLeod. „Þormóður þessi er ættfaðir þeirra á Ljóðhúsum,“ segir Magnús en tekur fram að hann hafi verið uppi í kringum 1300 löngu eftir að Ísland var fullnumið. Magnús Jónsson sagnfræðingur.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Móðir Donalds Trump var frá bænum Tungu á Ljóðhúsum en svo var eyjan Lewis nefnd í fornsögum. Þar er allt morandi í norrænum örnefnum. „Á Kjalarnesi, í Kjós og í kringum Akranes eru mörg örnefni sem tengjast sömu örnefnum og á Ljóðhúsum,“ segir Magnús. Það er talið benda til þess að landnámsmenn þar hafi margir komið frá þessari eyju á Suðureyjum. Afkomendur Ketils flatnefs, Auður djúpúðga, Björn austræni, Helgi bjólan og Þórunn hyrna, eru nöfn úr landnámssögunni sem tengjast Suðureyjum. Og það er fleira en fornsögurnar og örnefnin. Rannsóknir Íslenskrar erfðagreiningar sýna sérstæð tengsl milli íslenskra kvenna og kvenna frá Suðureyjum. Þannig fundust tvö afbrigði hvatbera erfðaefnis einungis í Íslendingum og Suðureyingum, og hvergi annars staðar í heiminum, sem bendir til að konur ættaðar frá Suðureyjum hafi verið áberandi í landnámshópnum, að sögn Agnars Helgasonar hjá Íslenskri erfðagreiningu.Agnar Helgason, líffræðilegur mannfræðingur hjá Íslenskri erfðagreiningu.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Við Íslendingar eru náskyldir Suðureyingum í kvenlegg. Hvatberaerfðaefni okkar er margt hvert alveg eins og við finnum á Suðureyjum. Þannig að það má segja að umtalsverður fjöldi af konum hafi komið þaðan til Íslands. Hvort það gerir okkur skyld Donald Trump veit ég ekki en það gæti verið,“ segir Agnar. Magnús Jónsson fer einnig varlega í að fjölyrða um skyldleika Íslendinga við Donald Trump. „En vissulega ef við getum teygt okkar forfeður á þetta svæði þá getur hann gert það alveg eins,“ segir Magnús. Móðir Donalds Trump, Mary Anne MacLeod, lést árið 2000, en faðir hans, Frederick Christ Trump, lést árið 1999.
Bretland Donald Trump Landnemarnir Tengdar fréttir Keltnesk áhrif vanmetin í menningu Íslendinga Keltnesk áhrif í íslenskri menningu eru mun meiri en menn hafa séð eða viljað vera láta, eins og í örnefnum og tungumálinu. 22. febrúar 2016 22:00 Er íslensk þjóð afurð grimmra stúlknarána? Ísland var numið af norskum strákum sem fóru til Bretlands og náðu sér í konur, segir forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. 21. febrúar 2016 01:30 Telja Auði djúpúðgu ættaða frá Kvam við Aurlandsfjörð Þess vegna hafi hún valið sama heiti á landnámsbæ sinn á Íslandi. 8. febrúar 2016 19:15 Maður Auðar var konungur og þrælakaupmaður Auður djúpúðga er frægasta landnámskona Íslands. 5. febrúar 2016 14:59 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira
Keltnesk áhrif vanmetin í menningu Íslendinga Keltnesk áhrif í íslenskri menningu eru mun meiri en menn hafa séð eða viljað vera láta, eins og í örnefnum og tungumálinu. 22. febrúar 2016 22:00
Er íslensk þjóð afurð grimmra stúlknarána? Ísland var numið af norskum strákum sem fóru til Bretlands og náðu sér í konur, segir forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. 21. febrúar 2016 01:30
Telja Auði djúpúðgu ættaða frá Kvam við Aurlandsfjörð Þess vegna hafi hún valið sama heiti á landnámsbæ sinn á Íslandi. 8. febrúar 2016 19:15
Maður Auðar var konungur og þrælakaupmaður Auður djúpúðga er frægasta landnámskona Íslands. 5. febrúar 2016 14:59