Falleg en myrk og brengluð fantasía Stefán Þór Hjartarson skrifar 25. nóvember 2016 11:00 Upprunalegt umslag plötunnar, teiknað af George Condo, en það var bannað í sumum búðum. Samtals teiknaði Condo níu mismunandi myndir fyrir umslagið. Kanye West hefur átt mjög strembna viku þar sem hafa skipst á skin og skúrir hjá rapparanum fjölhæfa. Á miðvikudaginn kom út nýjasta útgáfan af Yeezy Boost skónum sem hann hannar með Adidas og hafa gjörsamlega sett heim „sneakerheads“ á hliðina og verða að teljast ein eftirsóttasta vara í heiminum. Á laugardaginn æddi hann af sviðinu á tónleikum sínum í Sacramento eftir að hafa skammast út í Jay-Z, Beyoncé og fleiri og lýst yfir stuðningi sínum við Donald Trump. Í framhaldinu aflýsti hann síðan restinni af tónleikaferðalagi sínu og toppaði þetta svo á mánudaginn þegar hann var lagður inn á sjúkrahús vegna ofþreytu. Á þriðjudaginn voru hins vegar nákvæmlega sex ár síðan My Beautiful Dark Twisted Fantasy, fimmta sólóplata Kanye, kom út. Platan hlaut gríðarlega mikið lof gagnrýnenda á sínum tíma, fékk meðal annars 10 af 10 á Pitchfork Media, var í fyrsta sæti á fjöldamörgum listum yfir bestu plötur ársins og vann Grammy-verðlaunin sem besta rappplatan. Hún stökk beint í fyrsta sætið á Billboard-listanum og seldist í milljón eintökum í Bandaríkjunum einum saman. Það sem er kannski merkilegast við þessa dagsetningu er að Kanye West hóf upptökur á plötunni eftir að hafa flúið til Havaí vegna ofþreytu sem mátti rekja til álags í starfi. Hann hafði að sama skapi hneykslað fólk með framkomu sinni um svipað leyti þar sem hann hafði stokkið upp á svið á MTV Video Music-verðlaununum og hrifsað hljóðnemann af Taylor Swift sem var að taka þar við verðlaunum. Úr varð þessi plata sem verður að teljast með þeim betri sem hafa komið út í sögu rapptónlistar og þó víðar væri leitað. Þemað á henni er að miklu leyti áhrif frægðarinnar á Kanye og hefur hún stundum verið kölluð afsökunarbeiðni hans fyrir þessa erfiðu tíma áður en Herra West stakk af. Það verður spennandi að sjá hvort þessir erfiðleikar sem Kanye er að ganga í gegnum núna eigi eftir að skila annarri stórkostlegri plötu eins og My Beautiful Dark Twisted Fantasy er svo sannarlega. Donald Trump Mest lesið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Sigríður Margrét orðin amma Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Sjá meira
Kanye West hefur átt mjög strembna viku þar sem hafa skipst á skin og skúrir hjá rapparanum fjölhæfa. Á miðvikudaginn kom út nýjasta útgáfan af Yeezy Boost skónum sem hann hannar með Adidas og hafa gjörsamlega sett heim „sneakerheads“ á hliðina og verða að teljast ein eftirsóttasta vara í heiminum. Á laugardaginn æddi hann af sviðinu á tónleikum sínum í Sacramento eftir að hafa skammast út í Jay-Z, Beyoncé og fleiri og lýst yfir stuðningi sínum við Donald Trump. Í framhaldinu aflýsti hann síðan restinni af tónleikaferðalagi sínu og toppaði þetta svo á mánudaginn þegar hann var lagður inn á sjúkrahús vegna ofþreytu. Á þriðjudaginn voru hins vegar nákvæmlega sex ár síðan My Beautiful Dark Twisted Fantasy, fimmta sólóplata Kanye, kom út. Platan hlaut gríðarlega mikið lof gagnrýnenda á sínum tíma, fékk meðal annars 10 af 10 á Pitchfork Media, var í fyrsta sæti á fjöldamörgum listum yfir bestu plötur ársins og vann Grammy-verðlaunin sem besta rappplatan. Hún stökk beint í fyrsta sætið á Billboard-listanum og seldist í milljón eintökum í Bandaríkjunum einum saman. Það sem er kannski merkilegast við þessa dagsetningu er að Kanye West hóf upptökur á plötunni eftir að hafa flúið til Havaí vegna ofþreytu sem mátti rekja til álags í starfi. Hann hafði að sama skapi hneykslað fólk með framkomu sinni um svipað leyti þar sem hann hafði stokkið upp á svið á MTV Video Music-verðlaununum og hrifsað hljóðnemann af Taylor Swift sem var að taka þar við verðlaunum. Úr varð þessi plata sem verður að teljast með þeim betri sem hafa komið út í sögu rapptónlistar og þó víðar væri leitað. Þemað á henni er að miklu leyti áhrif frægðarinnar á Kanye og hefur hún stundum verið kölluð afsökunarbeiðni hans fyrir þessa erfiðu tíma áður en Herra West stakk af. Það verður spennandi að sjá hvort þessir erfiðleikar sem Kanye er að ganga í gegnum núna eigi eftir að skila annarri stórkostlegri plötu eins og My Beautiful Dark Twisted Fantasy er svo sannarlega.
Donald Trump Mest lesið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Sigríður Margrét orðin amma Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Sjá meira