Íslendingur í haldi lögreglu í Flórída vegna gruns um morð Anton Egilsson skrifar 27. nóvember 2016 20:45 Magni Böðvar Þorvaldsson. Mynd: Jacksonville Sheriff'sOffice Hinn 42 ára gamli Magni Böðvar Þorvaldsson er í haldi lögreglunnar í Jacksonville í Flórida sökum gruns um morð. Rætt er um málið við unnustu Magna, Söru Hatt, í viðtali á Stundinni en hún segir hann saklausan af ásökununum. Magni hefur verið í haldi lögreglu í tíu daga en hann er grunaður um að hafa banað hinni 43 ára gömlu Sherry Prather árið 2012 en hún er sögð hafa látist af völdum skotvopns. Seinast sást til konunnar á lífi er hún yfirgaf næturklúbb ásamt Magna þann 12. október árið 2012. Í nóvember á sama ári fékk lögregla svo upplýsingar um líkfund í nálægi við Braddock Road í Jacksonville og reyndist líkið vera af Prather eftir nánari skoðun.Vísbendingar tveggja vitna ýttu undir grunMagni var yfirheyrður af lögreglu vegna málsins stuttu eftir að lík konunnar fannst en hún taldi ekki ástæðu til að halda honum að svo stöddu. Sagðist hann við yfirheyrslur hafa skutlað Prather heim eftir að þau yfirgáfu næturklúbbinn saman á mótorhjóli hans. Tvö vitni sem gáfu sig fram við lögreglu, annað árið 2014 og hitt á þessu ári, gáfu svo vísbendingar sem leiddu til þess að lögregla hafði Magna undir sterkum grun um að hafa framið morðið. First Coast News greinir frá þessu. Nú fjórum árum eftir líkfundinn hefur lögreglan handtekið Magna og ákært fyrir morðið á Prather. Verði hann fundinn sekur af morðinu á hann yfir höfði sér 30 ára fangelsisvist. Flórídafanginn Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Fleiri fréttir Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Sjá meira
Hinn 42 ára gamli Magni Böðvar Þorvaldsson er í haldi lögreglunnar í Jacksonville í Flórida sökum gruns um morð. Rætt er um málið við unnustu Magna, Söru Hatt, í viðtali á Stundinni en hún segir hann saklausan af ásökununum. Magni hefur verið í haldi lögreglu í tíu daga en hann er grunaður um að hafa banað hinni 43 ára gömlu Sherry Prather árið 2012 en hún er sögð hafa látist af völdum skotvopns. Seinast sást til konunnar á lífi er hún yfirgaf næturklúbb ásamt Magna þann 12. október árið 2012. Í nóvember á sama ári fékk lögregla svo upplýsingar um líkfund í nálægi við Braddock Road í Jacksonville og reyndist líkið vera af Prather eftir nánari skoðun.Vísbendingar tveggja vitna ýttu undir grunMagni var yfirheyrður af lögreglu vegna málsins stuttu eftir að lík konunnar fannst en hún taldi ekki ástæðu til að halda honum að svo stöddu. Sagðist hann við yfirheyrslur hafa skutlað Prather heim eftir að þau yfirgáfu næturklúbbinn saman á mótorhjóli hans. Tvö vitni sem gáfu sig fram við lögreglu, annað árið 2014 og hitt á þessu ári, gáfu svo vísbendingar sem leiddu til þess að lögregla hafði Magna undir sterkum grun um að hafa framið morðið. First Coast News greinir frá þessu. Nú fjórum árum eftir líkfundinn hefur lögreglan handtekið Magna og ákært fyrir morðið á Prather. Verði hann fundinn sekur af morðinu á hann yfir höfði sér 30 ára fangelsisvist.
Flórídafanginn Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Fleiri fréttir Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Sjá meira